Mál númer 201609107
- 5. apríl 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #692
Óskað er umsagnar um beiðni um rekstrarleyfi. Staða málsins kynnt.
Afgreiðsla 1299. fundar bæjarráðs samþykkt á 692. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. mars 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1299
Óskað er umsagnar um beiðni um rekstrarleyfi. Staða málsins kynnt.
Bæjarráð Mosfellsbæjar leggst gegn veitingu rekstrarleyfis fyrir veitingastað í flokki II að Þverholti 2. Með rekstrarleyfinu hyggst umsækjandi breyta afnotum eignarhlutans en ekki liggur fyrir byggingarleyfi fyrir þeim breytingum auk þess sem ekki liggur fyrir samþykki annarra eigenda fasteigna að Þverholti 2, sbr. 27. gr. fjöleignarhúsalaga. Þá hefur byggingarfulltrúi bent á að samþykktir uppdrættir af húsnæðinu miðist við verslunarrekstur en ekki veitingastað. Hyggist umsækjandi sækja um breytta notkun verði að skilgreina á fullnægjandi hátt aðgengi, eldvarnir og hreinlætisaðstöðu. Þá liggur jafnframt ekki fyrir nein athugun á því hvað áhrif fyrirhuguð starfsemi hefur á aðra starfsemi í húsinu.
- 8. mars 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #690
Umsögn lögmanns lögð fram.
Afgreiðsla 1296. fundar bæjarráðs samþykkt á 690. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 2. mars 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1296
Umsögn lögmanns lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni að gefa umsækjanda um rekstarleyfi tækifæri til að koma að athugasemdum við þau sjónarmið sem rakin eru í fyrirliggjandi umsögn. Að þeim fengnum mun bæjarráð veita umsögn sína.
- 22. febrúar 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #689
Sýslumaður óskar umsagnar. Einnig lagt fram bréf umsækjanda.
Afgreiðsla 1294. fundar bæjarráðs samþykkt á 689. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. febrúar 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1294
Sýslumaður óskar umsagnar. Einnig lagt fram bréf umsækjanda.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar lögmanns.