16. febrúar 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varamaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Helgafellsskóli, Nýframkvæmd201503558
Lögð fram niðurstaða útboðs á uppsteypu Helgafellsskóla og minnisblað um framhald máls.
Samþykkt með þremur atkvæðum að hafna öllum tilboðum í uppsteypu Helgafellsskóla í ljósi þess að þau eru öll verulega umfram kostnaðaráætlun.
2. Endurskoðun samninga við Fjölís201702068
Endurskoðun samninga við Fjölís varðandi afnot af höfundarvernduðu efni í stjórnsýslu sveitarfélaga.
Samþykkt með þremur atkvæðum að ganga til samninga við FJÖLÍS á grundvelli fyrirliggjandi samningsfyrirmyndar.
- FylgiskjalEndurskoðun samninga við Fjölís varðandi afnot af höfundarvernduðu efni í stjórnsýslu sveitarfélaga.pdfFylgiskjalEndurskoðun samninga við Fjölís.pdfFylgiskjalMinnisblað um fyrirmynd að samningi milli sveitarfélaga og Fjölís um afnot af höfundarvernduðu efni í stjórnsýslu.pdfFylgiskjalRammasamningur stjornsysluhluti svfel 2017 - drog vrh-trþ.pdfFylgiskjalSamningur um afritun verndaðra verka.pdfFylgiskjalSamningsfyrirmynd (aukaeintak fylgdi).pdf
3. Umsókn um styrk201701163
Styrkbeiðni frá Félagi fagfólks í frítímaþjónustu vegna samstarfs systursamtaka í Finnlandi og Svíþjóð um Bootcamp for Youth Workers.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu að svo stöddu.
4. Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis fyrir Þverholt 2, Lukku-Láki201609107
Sýslumaður óskar umsagnar. Einnig lagt fram bréf umsækjanda.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar lögmanns.
5. Yfirlýsing aðalstjórnar Aftureldingar vegna breyttrar framtíðarsýnar á uppbyggingu knattspyrnusvæðis við íþróttamiðstöðina að Varmá201702074
Lögð fyrir yfirlýsing frá aðalstjórn Aftureldingar þar sem óskað er eftir formlegum viðræðum við Mosfellsbæ um framtíðarýn knattspyrnusvæðis að Varmá.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að kostnaðargreina hugmyndir að endurbótum á knattspyrnusvæði að Varmá og hefja viðræður við Aftureldingu á þeim grundvelli.
6. Umsögn um frumvarp til laga um farþegaflutninga og farmflutninga201702096
Óskað eftir umsögn um frumvarp um farþegaflutninga og farmflutninga.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
7. Samþykkt varðandi nefndir Mosfellsbæjar200809731
Lögð fram tillaga að samþykkt um laun fyrir störf í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og nefndum og ráðum á vegum bæjarins.
Framlögð tillaga að samþykkt um laun fyrir störf í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og nefndum og ráðum á vegum bæjarins samþykkt með þremur atkvæðum.
8. Samningur um leikskólavist ungra barna201701207
Lögð fram drög að samningi við Hjallastefnuna.
Framlögð drög að samningi við Hjallastefnuna um leikskólavist barna á aldrinum níu mánaða til tveggja ára samþykkt með þremur atkvæðum.
9. Yrkjusjóður - beiðni um stuðning fyrir árið 2017201611276
Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar umhverfisnefndar. Umsögn umhverfisnefndar lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu aftur til umsagnar umhverfisnefndar.