23. mars 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bugðufljót 7, Umsókn um byggingarleyfi201702113
Lögð fram tillaga að samþykkt vegna innheimtu gatnagerðargjalda á Tungumelum.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum í samræmi við 6. gr. samþykktar um gatnagerðargjald á deiliskipulögðum svæðum í Mosfellsbæ að innheimta ekki gatnagerðargjöld af milliloftum og yfirbyggðum skýlum í atvinnuhúsnæði sem byggt verður að Tungumelum í Mosfellsbæ. Eftir sem áður verði innheimt gatnagerðargjald skv. gjaldskrá hverju sinni af fermetrafjölda grunnflatar húss sem er umfram leyfilegt heildarnýtingarhlutfall í gildandi deiliskipulagi. Þessi heimild skal gilda í 3 ár frá deginum í dag að telja. Tilefni þessarar sérstöku lækkunar er vilji bæjarins til að stuðla að hraðri atvinnuuppbyggingu Tungumelum, bænum til hagsbóta.
2. Skipun fulltrúa í Fulltrúaráð Eirar 2017201703278
Óskað er eftir skipun fulltrúa í Fulltrúaráð EIRAR til næstu 4 ára.
Fram kemur tillaga um að í fulltrúaráð Eirar verði skipuð af hálfu D-lista Agla Elísabet Hendriksdóttir sem aðalmaður og Rúnar Bragi Guðlaugsson sem varamaður, af hálfu V-lista Ólafur Gunnarsson sem aðalmaður og af hálfu M-lista Sigrún H. Pálsdóttir sem aðalmaður og Birta Jóhannesdóttir sem varamaður.
Engar fleiri tilnefningar koma fram og skoðast ofangreindar tilenfningar því samþykktar.
3. Vindhóll/Umsókn um byggingarleyfi2016081942
Erindi um innheimtu gatnagerðargjalda.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar skipulagsfulltrúa.
4. Helgafellsskóli, Nýframkvæmd201503558
Óskað er heimildar bæjarráðs að bjóða út uppsteypu og innan- og utanhússfrágang við byggingu Helgafellsskóla.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út uppsteypu og innan- og utanhússfrágang við byggingu Helgafellsskóla.
5. Skólaakstur útboð 2017201703159
Óskað er heimildar til að bjóða út skólaakstur í Mosfellsbæ í samstarfi við Ríkiskaup.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila fræðslusviði að bjóða út skólaakstur í Mosfellsbæ í samstarfi við Ríkiskaup.
6. Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgangna (innleiðing EES reglna).201703277
Óskað er umsagnar um frumvarpið fyrir 29. mars nk.
Lagt fram.
7. Umsögn um frumvarp til laga um Umhverfisstofnun (heildarlög)201703292
Óskað er umsagnar um frumvarpið fyrir 31. mars nk.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar umhverfissviðs.
8. Umsögn um frumvarp til laga um útlendinga (frestun réttaráhrifa o.fl)201703279
Óskað er umsagnar um frumvarpið fyrir 26. mars nk.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
9. Umsögn um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (afnám lágmarksútsvars)201703248
Óskað er umsagnar um frumvarpið fyrir 30. mars nk.
Lagt fram.
10. Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis fyrir Þverholt 2, Lukku-Láki201609107
Óskað er umsagnar um beiðni um rekstrarleyfi. Staða málsins kynnt.
Bæjarráð Mosfellsbæjar leggst gegn veitingu rekstrarleyfis fyrir veitingastað í flokki II að Þverholti 2. Með rekstrarleyfinu hyggst umsækjandi breyta afnotum eignarhlutans en ekki liggur fyrir byggingarleyfi fyrir þeim breytingum auk þess sem ekki liggur fyrir samþykki annarra eigenda fasteigna að Þverholti 2, sbr. 27. gr. fjöleignarhúsalaga. Þá hefur byggingarfulltrúi bent á að samþykktir uppdrættir af húsnæðinu miðist við verslunarrekstur en ekki veitingastað. Hyggist umsækjandi sækja um breytta notkun verði að skilgreina á fullnægjandi hátt aðgengi, eldvarnir og hreinlætisaðstöðu. Þá liggur jafnframt ekki fyrir nein athugun á því hvað áhrif fyrirhuguð starfsemi hefur á aðra starfsemi í húsinu.