Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

23. mars 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Bugðufljót 7, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201702113

    Lögð fram tillaga að samþykkt vegna innheimtu gatnagerðargjalda á Tungumelum.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um í sam­ræmi við 6. gr. sam­þykkt­ar um gatna­gerð­ar­gjald á deili­skipu­lögð­um svæð­um í Mos­fells­bæ að inn­heimta ekki gatna­gerð­ar­gjöld af milli­loft­um og yf­ir­byggð­um skýl­um í at­vinnu­hús­næði sem byggt verð­ur að Tungu­mel­um í Mos­fells­bæ. Eft­ir sem áður verði inn­heimt gatna­gerð­ar­gjald skv. gjaldskrá hverju sinni af fer­metra­fjölda grunn­flat­ar húss sem er um­fram leyfi­legt heild­ar­nýt­ing­ar­hlut­fall í gild­andi deili­skipu­lagi. Þessi heim­ild skal gilda í 3 ár frá deg­in­um í dag að telja. Til­efni þess­ar­ar sér­stöku lækk­un­ar er vilji bæj­ar­ins til að stuðla að hraðri at­vinnu­upp­bygg­ingu Tungu­mel­um, bæn­um til hags­bóta.

    • 2. Skip­un full­trúa í Full­trúaráð Eir­ar 2017201703278

      Óskað er eftir skipun fulltrúa í Fulltrúaráð EIRAR til næstu 4 ára.

      Fram kem­ur til­laga um að í full­trúaráð Eir­ar verði skip­uð af hálfu D-lista Agla Elísa­bet Hendriks­dótt­ir sem aðal­mað­ur og Rún­ar Bragi Guð­laugs­son sem vara­mað­ur, af hálfu V-lista Ólaf­ur Gunn­ars­son sem aðal­mað­ur og af hálfu M-lista Sigrún H. Páls­dótt­ir sem aðal­mað­ur og Birta Jó­hann­es­dótt­ir sem vara­mað­ur.

      Eng­ar fleiri til­nefn­ing­ar koma fram og skoð­ast of­an­greind­ar til­enfn­ing­ar því sam­þykkt­ar.

    • 3. Vind­hóll/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi2016081942

      Erindi um innheimtu gatnagerðargjalda.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar skipu­lags­full­trúa.

    • 4. Helga­fells­skóli, Ný­fram­kvæmd201503558

      Óskað er heimildar bæjarráðs að bjóða út uppsteypu og innan- og utanhússfrágang við byggingu Helgafellsskóla.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að bjóða út upp­steypu og inn­an- og ut­an­húss­frág­ang við bygg­ingu Helga­fells­skóla.

      • 5. Skóla­akst­ur út­boð 2017201703159

        Óskað er heimildar til að bjóða út skólaakstur í Mosfellsbæ í samstarfi við Ríkiskaup.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila fræðslu­sviði að bjóða út skóla­akst­ur í Mos­fells­bæ í sam­starfi við Rík­iskaup.

        • 6. Um­sögn um frum­varp til laga um breyt­ingu á ýms­um lög­um á sviði sam­gangna (inn­leið­ing EES reglna).201703277

          Óskað er umsagnar um frumvarpið fyrir 29. mars nk.

          Lagt fram.

        • 7. Um­sögn um frum­varp til laga um Um­hverf­is­stofn­un (heild­ar­lög)201703292

          Óskað er umsagnar um frumvarpið fyrir 31. mars nk.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar um­hverf­is­sviðs.

        • 8. Um­sögn um frum­varp til laga um út­lend­inga (frest­un réttaráhrifa o.fl)201703279

          Óskað er umsagnar um frumvarpið fyrir 26. mars nk.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs.

        • 9. Um­sögn um frum­varp til laga um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga (af­nám lág­marks­út­svars)201703248

          Óskað er umsagnar um frumvarpið fyrir 30. mars nk.

          Lagt fram.

        • 10. Um­sagn­ar­beiðni vegna rekstr­ar­leyf­is fyr­ir Þver­holt 2, Lukku-Láki201609107

          Óskað er umsagnar um beiðni um rekstrarleyfi. Staða málsins kynnt.

          Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar leggst gegn veit­ingu rekstr­ar­leyf­is fyr­ir veit­ingastað í flokki II að Þver­holti 2. Með rekstr­ar­leyf­inu hyggst um­sækj­andi breyta af­not­um eign­ar­hlut­ans en ekki ligg­ur fyr­ir bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir þeim breyt­ing­um auk þess sem ekki ligg­ur fyr­ir sam­þykki ann­arra eig­enda fast­eigna að Þver­holti 2, sbr. 27. gr. fjöleign­ar­húsa­laga. Þá hef­ur bygg­ing­ar­full­trúi bent á að sam­þykkt­ir upp­drætt­ir af hús­næð­inu mið­ist við versl­un­ar­rekst­ur en ekki veit­ingastað. Hygg­ist um­sækj­andi sækja um breytta notk­un verði að skil­greina á full­nægj­andi hátt að­gengi, eld­varn­ir og hrein­lætis­að­stöðu. Þá ligg­ur jafn­framt ekki fyr­ir nein at­hug­un á því hvað áhrif fyr­ir­hug­uð starf­semi hef­ur á aðra starf­semi í hús­inu.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 8:35