Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

25. ágúst 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Ósk um sam­st­arf vegna upp­bygg­ing­ar heil­brigð­is­stofn­un­ar og hót­els í Mos­fells­bæ201607105

    Tillögu S-lista sem fram kom á 676. fundi bæjarstjórnar 17. ágúst sl., um að könnuð yrði staða og fjárfestingasaga þeirra aðila sem hyggjast standa fyrir byggingu einkásjúkrahúss og hótels í Mosfellsbæ, var vísað til umræðu í bæjarráði.

    Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
    Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar furð­ar sig á að full­trúi S-lista skuli á fundi bæj­ar­ráðs 21. júlí hafa gef­ið sam­þykki sitt fyr­ir út­hlut­un lóð­ar und­ir einka­sjúkra­hús í Mos­fells­bæ, án þess að fyr­ir ráð­inu lægi áreið­an­leika­könn­un á hæfi og fjár­hags­leg­um burð­um um­sækj­enda. Til­laga um að kanna stöðu þeirra og fjár­fest­ing­ar­sögu nú er of seint fram komin þar sem bæj­ar­stjóri hef­ur nú­þeg­ar geng­ið frá samn­ingi um út­hlut­un lóð­anna.

    Íbúa­hreyf­ing­in tel­ur að skað­inn sé nú þeg­ar skeð­ur og eðli­leg­asta fram­hald þessa máls að bæj­ar­ráð taki vinnu­brögð sín við út­hlut­un lóða sveit­ar­fé­lags­ins til skoð­un­ar.

    Bók­un full­trúa D-, V- og S- lista
    Full­trú­ar D -,V - og S- lista í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar telja að eðli­lega hafi ver­ið stað­ið að end­urút­hlut­un lóð­ar í landi Sól­valla til MCPB. Það hafi ver­ið gert í sam­ræmi við lög og regl­ur og í takt við yf­ir­lýsta stefnu Mos­fells­bæj­ar sem kem­ur fram í að­al­skipu­lagi bæj­ar­ins og sam­þykkt var á síð­asta kjör­tíma­bili af öll­um flokk­um sem full­trúa eiga í bæj­ar­stjórn.

    Fyr­ir­vari er af hálfu Mos­fells­bæj­ar um fram­lagn­ingu upp­lýs­inga um fjár­festa, við­skipta­áætlun, stað­fest­ingu á fjár­mögn­un og greiðslu gatna­gerð­ar­gjalda. Ef þess­um skil­yrð­um verð­ur ekki full­nægt mun Mos­fells­bær rifta samn­ingn­um. Jafn­framt er með öllu óheim­ilt að veð­setja lóð­ina nema að fyr­ir liggi sam­þykki Mos­fells­bæj­ar.

    Fjár­hags­leg­ur ávinn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar yrði mik­ill ef af um­rædd­um fram­kvæmd­um verð­ur. Við erum þess full­viss að samn­ing­ur­inn um lóð­ar­út­hlut­un­ina tryggi hags­muni Mos­fells­bæj­ar, hvern­ig sem mál­inu lykt­ar.

    Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
    Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar tel­ur ekki rétt að bæj­ar­full­trú­ar D-, S- og V-lista reyni að ljá með­ferð þessa máls trú­verð­ug­leika með því að vísa til að­al­skipu­lags­vinnu á síð­asta kjör­tíma­bili. Jafn illa var stað­ið að út­hlut­un lóð­ar­inn­ar þá enda runnu áætlan­ir út í sand­inn. Eng­in um­ræða var held­ur um sjúkra­hús­ið í bæj­ar­fé­lag­inu og eng­in um­fjöllun í um­hverf­is­skýrslu með að­al­skipu­lagi þótt eft­ir því væri kallað.

    Und­ir­rit­uð ger­ir al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við það að þurfa að sitja und­ir órök­studd­um ásök­un­um um ósann­indi og rang­færsl­ur og minn­ir í því sam­bandi á kjör­orð Mos­fells­bæj­ar sem eru virð­ing, já­kvæðni, fram­sækni og um­hyggja.

    Bók­un full­trúa D-, V- og S- lista
    Full­trú­ar D-, V- og S-lista ít­reka mik­il­vægi þess að bæj­ar­full­trú­ar hafi gildi Mos­fells­bæj­ar, virð­ing, já­kvæðni, fram­sækni og um­hyggju að leið­ar­ljósi í störf­um sín­um fyr­ir sam­fé­lag­ið í Mos­fells­bæ.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að vinna að mál­inu í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um.

  • 2. Prókúra fyr­ir fram­kvæmda­stjóra sviða201607055

    Tillaga um að tilteknum starfsmönnum verði veitt prókúruumboð til að skuldbinda sveitarfélagið.

    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um, í sam­ræmi við heim­ild í 4. mgr. 55. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011, að bæj­ar­stjóra sé heim­ilt að veita Al­dísi Stef­áns­dótt­ur, for­stöðu­manni þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar og stað­gengli bæj­ar­stjóra, Jó­hönnu B. Han­sen, fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs, Unni V. Ing­ólfs­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs, Guð­björgu Lindu Udengard, fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs, og Pétri J. Lockton, fjár­mála­stjóra, prókúru­um­boð fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar.

    • 3. Um­sögn um frum­varp til laga um náms­lán og náms­styrki2016081465

      Óskað er umsagnar um frumvarp til laga um námslán og námsstyrki.

      Lagt fram.

    • 4. Sam­st­arf um þró­un og upp­bygg­ingu Sunnukrika 3-92016081486

      Beiðni um samstarf við þróun og uppbyggingu á Sunnukrika 3-9.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að fara í við­ræð­ur við Leigu­fé­lag­ið Bestlu ehf. um mögu­leg­an sam­starfs­samn­ing um upp­bygg­ingu hót­els og þjónstukjarna að Sunnukrika 3-9.

    • 5. Að­staða fyr­ir fé­lags­st­arf FaMos2016081672

      Ósk um afnot af Hlégarði fyrir félagsstarf FaMos.

      Aldís Stef­áns­dótt­ir (AS), fram­kvæmda­stjóri þjónstu- og sam­skipta­deild­ar, mætti á fund­inn und­ir þess­um lið.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar og af­greiðslu menn­ing­ar­mála­nefnd­ar.

    • 6. Að­gerðaráætlun Lýð­ræð­is­stefnu 2015-2017201509254

      Eftirfylgni aðgerðaráætlunar Lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar 2015-2017.

      Aldís Stef­áns­dótt­ir (AS), for­stöðu­mað­ur þjónstu- og sam­skipta­deild­ar, mætti á fund­inn und­ir þess­um lið.

      Rædd var að­gerðaráætlun lýð­ræð­is­stefn­unn­ar.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:12