8. september 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Hafsteinn Pálsson (HP) varamaður
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Samþykkt um gatnagerðargjald í Mosfellsbæ 2016201607059
Drög að samþykkt um gatnagerðargjald á deiliskipulögðum svæðum í Mosfellsbæ lögð fram til afgreiðslu.
Framlögð drög að samþykkt um gatnagerðargjald á deiliskipulögðum svæðum í Mosfellsbæ samþykkt með þremur atkvæðum.
2. Samstarf um þróun og uppbyggingu Sunnukrika 3-92016081486
Drag að samkomulagi vegna uppbyggingar á Sunnukrika 3-9 lögð fram.
Frestað.
3. Endurskoðun/lækkun lóðagjalda2016081106
Ósk um lækkun/endurskoðun gjalda vegna lóðar við Einiteig 3.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
4. Starfsdagur Mosfellsbæjar 18. ágúst 2016201604225
Farið yfir framkvæmd starfsdags Mosfellsbæjar sem haldinn var þann 18. ágúst síðastliðinn.
Hanna Guðlaugsdóttir (HG), mannauðsstjóri, mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir framkvæmd starfsdags Mosfellsbæjar sem haldinn var 18. ágúst sl.
5. Ósk um samstarf201608978
Félagasamtökin Villikettir óska eftir samstarfi við Mosfellsbæ. Lögð fram umsögn umhverfisstjóra um málið.
Bæjarráð sér ekki ástæðu til að fara í samstarf við félagasamtökin Villiketti að svo stöddu en þakkar sýndan áhuga.