Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

16. júní 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Beiðni um sam­st­arf vegna hjóla­hreysti­braut­ar í Mos­fells­bæ201605229

    Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar umhverfisstjóra og íþrótta- og tómstundanefndar Mosfellsbæjar á 1260. fundi 26. maí sl. Umsagnir umhverfisstjóra og nefndarinnar eru lagðar fram.

    Bæj­ar­ráð er já­kvætt fyr­ir er­ind­inu og fel­ur bæj­ar­stjóra að ræða við bréf­rit­ara.

  • 2. Mos­fells­heiði - Er­indi vegna merk­inga göngu­leiða og upp­lýs­inga­skilta201606074

    Ferðafélag Íslands og Brúarsmiðjan óska eftir samstarfi vegna merkingar gönguleiða og upplýsingaskilta á Mosfellsheiði

    Bjarki Bjarna­son vík­ur af fundi við af­greiðslu þessa máls vegna van­hæf­is.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela um­hverf­is­stjóra að ræða við bréf­rit­ara.

  • 3. Um­sögn um frum­varp til laga um með­höndl­un úr­gangs og ráð­staf­an­ir gegn um­hverf­is­meng­un af völd­um einnota um­búða fyr­ir drykkjar­vör­ur201605078

    Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar lögmanns á 1260. fundi 26. maí sl. Umsögn lögmanns lögð fram.

    Lagt fram.

    • 4. Skóla­akst­ur 2016-17201606087

      Tillaga að skólaakstri 2016-17.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að Hóp­ferða­bif­reið­ar Jónatans Þór­is­son­ar ehf. sjái áfram um í skóla­akst­ur skóla­ár­ið 2016-2017 og jafn­framt að áfram verði unn­ið að und­ir­bún­ingi út­boðs skóla­akst­urs að þeim tíma liðn­um.

      • 5. Villi­dýra­safn í Mos­fells­bæ201208023

        Sigrún H. Pálsdóttir óskar eftir umræðu um villidýrasafn í Mosfellsbæ.

        Um­ræð­ur um vilja­yf­ir­lýs­ingu um villi­dýra­safn í Mos­fells­bæ fóru fram.

      • 6. Opn­un­ar­tími bæj­ar­skrif­stofu201606097

        Tillaga um breyttan opnunartíma í því skyni að bæta þjónustu bæjarins.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að breyta opn­un­ar­tíma bæj­ar­skrif­stofu til reynslu í júlí og ág­úst 2016 þann­ig að á mið­viku­dög­um verði opið frá kl. 8-18 og á föstu­dög­um frá kl. 8-14. Aðra virka daga verði opið frá kl. 8-16.

      • 7. Starfs­manna­mál201606016

        Leikskólastjóri Reykjakots segir upp störfum vegna aldurs.

        Bæj­ar­ráð þakk­ar Gyðu Vig­fús­dótt­ur kær­lega fyr­ir góð störf í þágu Mos­fells­bæj­ar.

        • 8. Mannauðs­deild-Starfs­manna­mál201602015

          Veikindaleyfi framkvæmdastjóra.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að Björn Þrá­inn Þórð­ar­son láti af störf­um sem fram­kvæmda­stjóri fræðslu­sviðs sök­um veik­inda, en hann muni áfram sinna til­tekn­um verk­efn­um fyr­ir fræðslu­svið eft­ir að veik­inda­leyfi lýk­ur.

          Bæj­ar­stjóri fór yfir stöðu mála varð­andi ráðn­ing­ar­ferli nýs fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:16