16. júní 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Beiðni um samstarf vegna hjólahreystibrautar í Mosfellsbæ201605229
Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar umhverfisstjóra og íþrótta- og tómstundanefndar Mosfellsbæjar á 1260. fundi 26. maí sl. Umsagnir umhverfisstjóra og nefndarinnar eru lagðar fram.
Bæjarráð er jákvætt fyrir erindinu og felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.
2. Mosfellsheiði - Erindi vegna merkinga gönguleiða og upplýsingaskilta201606074
Ferðafélag Íslands og Brúarsmiðjan óska eftir samstarfi vegna merkingar gönguleiða og upplýsingaskilta á Mosfellsheiði
Bjarki Bjarnason víkur af fundi við afgreiðslu þessa máls vegna vanhæfis.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela umhverfisstjóra að ræða við bréfritara.
3. Umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur201605078
Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar lögmanns á 1260. fundi 26. maí sl. Umsögn lögmanns lögð fram.
Lagt fram.
4. Skólaakstur 2016-17201606087
Tillaga að skólaakstri 2016-17.
Samþykkt með þremur atkvæðum að Hópferðabifreiðar Jónatans Þórissonar ehf. sjái áfram um í skólaakstur skólaárið 2016-2017 og jafnframt að áfram verði unnið að undirbúningi útboðs skólaaksturs að þeim tíma liðnum.
5. Villidýrasafn í Mosfellsbæ201208023
Sigrún H. Pálsdóttir óskar eftir umræðu um villidýrasafn í Mosfellsbæ.
Umræður um viljayfirlýsingu um villidýrasafn í Mosfellsbæ fóru fram.
6. Opnunartími bæjarskrifstofu201606097
Tillaga um breyttan opnunartíma í því skyni að bæta þjónustu bæjarins.
Samþykkt með þremur atkvæðum að breyta opnunartíma bæjarskrifstofu til reynslu í júlí og ágúst 2016 þannig að á miðvikudögum verði opið frá kl. 8-18 og á föstudögum frá kl. 8-14. Aðra virka daga verði opið frá kl. 8-16.
7. Starfsmannamál201606016
Leikskólastjóri Reykjakots segir upp störfum vegna aldurs.
Bæjarráð þakkar Gyðu Vigfúsdóttur kærlega fyrir góð störf í þágu Mosfellsbæjar.
8. Mannauðsdeild-Starfsmannamál201602015
Veikindaleyfi framkvæmdastjóra.
Samþykkt með þremur atkvæðum að Björn Þráinn Þórðarson láti af störfum sem framkvæmdastjóri fræðslusviðs sökum veikinda, en hann muni áfram sinna tilteknum verkefnum fyrir fræðslusvið eftir að veikindaleyfi lýkur.
Bæjarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi ráðningarferli nýs framkvæmdastjóra fræðslusviðs.