26. maí 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Afnot af íþróttamannvirkjum vegna Öldungamóts BLÍ í maí 2017201605164
Beiðni um afnot íþróttamannvirkja fyrir Öldungamót Blaksambands Íslands 28.-30. apríl 2017
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda erindið til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs og umsjónarmanns íþróttamannvirkja.
2. Úthlutun lóða - Bjarkarholt 1-9 og Háholt 23201605178
Athugasemdir Leigufélagsins Bestlu vegna úthlutunar lóða við Bjarkarholt/Háholt.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni að gera drög að svari.
3. Beiðni um samstarf vegna hljólahreystibrautar í Mosfellsbæ201605229
LexGames óskar eftir samstarfi við að setja upp hjólahreystibrauti í Mosfellsbæ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar umhverfisstjóra og íþrótta- og tómstundanefndar.
4. Umsögn um frumvarp til laga um útlendinga201604231
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lögð fram.
Lagt fram.
5. Umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur201605078
Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar lögmanns, einkum 17. gr. frumvarpsins hvað varðar stjórnvaldssektir.