Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

18. apríl 2016 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
 • Pálmi Steingrímsson aðalmaður
 • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
 • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
 • Róbert Ásgeirsson (RÁ) áheyrnarfulltrúi
 • Helga Jóhanna Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Fjalar Freyr Einarsson (FFE) áheyrnarfulltrúi
 • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) vara áheyrnarfulltrúi
 • Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
 • Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið

Fundargerð ritaði

Gunnhildur María Sæmundsdóttir framkvæmdastjóri fræðslusviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Skóla­hald og fram­kvæmd­ir í Brú­ar­landi201505273

  Kynnt er í fræðslunefnd yfirlit yfir framkvæmdir í Brúarlandi vegna skólahalds frá og með næsta skólaári.

  Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
  Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar í fræðslu­nefnd leggst ein­dreg­ið gegn skóla­haldi í Brú­ar­landi við Vest­ur­landsveg þar sem hætta er á að heilsu barna sé stofn­að í hættu vegna ná­lægð­ar húss­ins við þjóð­veg­inn. Eins og stað­an er eru upp­lýs­ing­ar um há­vaða og loft­gæði ófull­nægj­andi þar sem eng­ar raun­veru­leg­ar mæl­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar, ein­ung­is út­reikn­ing­ar mið­að við fjölda öku­tækja. Í út­reikn­ing­um á há­vaða er tek­ið mið af jafn­gild­is­hljóð­stigi á sól­ar­hring. Það seg­ir lít­ið um raun­veru­leg­an há­vaða frá um­ferð á skóla­tíma. Eng­ar stað­bundn­ar mæl­ing­ar hafa held­ur far­ið fram á loft­gæð­um. Einn­ig tel­ur Íbúa­hreyf­ing­in að stað­setn­ing­in ein og sér ætti að nægja til að úti­loka skóla­hald. Brú­ar­land stend­ur í nokk­urra metra fjar­lægð frá öðr­um fjöl­farn­asta þjóð­vegi lands­ins. Um veg­inn fara hátt í 14 þús­und bíl­ar að með­al­tali á sól­ar­hring með til­heyr­andi há­vaða og loft­meng­un. Stað­setn­ing skól­ans er því af­leit.

  Bók­un V og D lista.
  Eins og fram kem­ur í minn­is­blaði fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs og um­hverf­is­sviðs miða all­ar fram­kvæmd­ir við und­ir­bún­ing skóla­halds í Brú­ar­landi að því að upp­fylla þær kröf­ur sem gerð­ar eru til skóla­halds bæði hvað varð­ar hús­næði og skóla­hald.

   Á fund­inn mætti Jó­hanna B. Han­sen, fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs.
  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45