18. apríl 2016 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Pálmi Steingrímsson aðalmaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Róbert Ásgeirsson (RÁ) áheyrnarfulltrúi
- Helga Jóhanna Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Fjalar Freyr Einarsson (FFE) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) vara áheyrnarfulltrúi
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
Fundargerð ritaði
Gunnhildur María Sæmundsdóttir framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Skólahald og framkvæmdir í Brúarlandi201505273
Kynnt er í fræðslunefnd yfirlit yfir framkvæmdir í Brúarlandi vegna skólahalds frá og með næsta skólaári.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar í fræðslunefnd leggst eindregið gegn skólahaldi í Brúarlandi við Vesturlandsveg þar sem hætta er á að heilsu barna sé stofnað í hættu vegna nálægðar hússins við þjóðveginn. Eins og staðan er eru upplýsingar um hávaða og loftgæði ófullnægjandi þar sem engar raunverulegar mælingar hafa verið gerðar, einungis útreikningar miðað við fjölda ökutækja. Í útreikningum á hávaða er tekið mið af jafngildishljóðstigi á sólarhring. Það segir lítið um raunverulegan hávaða frá umferð á skólatíma. Engar staðbundnar mælingar hafa heldur farið fram á loftgæðum. Einnig telur Íbúahreyfingin að staðsetningin ein og sér ætti að nægja til að útiloka skólahald. Brúarland stendur í nokkurra metra fjarlægð frá öðrum fjölfarnasta þjóðvegi landsins. Um veginn fara hátt í 14 þúsund bílar að meðaltali á sólarhring með tilheyrandi hávaða og loftmengun. Staðsetning skólans er því afleit.Bókun V og D lista.
Eins og fram kemur í minnisblaði framkvæmdastjóra fræðslusviðs og umhverfissviðs miða allar framkvæmdir við undirbúning skólahalds í Brúarlandi að því að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til skólahalds bæði hvað varðar húsnæði og skólahald.