7. maí 2015 kl. 18:00,
4. hæð Mosfell
Fundinn sátu
- Ólöf Arnbjörg Þórðardóttir (ÓAÞ) formaður
- Bylgja Bára Bragadóttir aðalmaður
- Rafn Hafberg Guðlaugsson aðalmaður
- Jón Jóhannsson 1. varamaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Aldís Stefánsdóttir Forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Samstarfsverkefnið Hjólaborgin Reykjavík201505008
Lögð fram til samþykktar tillaga að þátttöku í samstarfsverkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og höfuðborgarstofu um þróun á hjólahringjum í sveitarfélögunum og útgáfu hjólakorts. Óskað er eftir 250.000 kr. styrk vegna verkefnisins.
Samþykkt með fjórum atkvæðum að taka þátt og leggja til 250 þúsund í verkefnið til móts við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Fjárhæðin rúmist innan fjárhagsáætlunar.
2. Ferðaþjónusta á höfuðborgarsvæðinu - markaðssamstarf sveitarfélaga201505025
Lögð fram til kynningar fyrstu drög að samningi um markaðssamstarf, viðburði og upplýsingamiðlun í ferðaþjónustu.
Lagt fram og vísað til umræðu í fjárhagsáætlanagerð fyrir árið 2016.
3. Umsóknir um fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi201412346
Beiðni frá bæjarráði um umsögn vegna umsóknar um fjárframlag í lista- og menningarsjóð sem varðar Álafossþorpið.
Umbeðin umsögn Þróunar- og ferðamálanefndar fylgir erindinu.
4. Tjaldstæði Mosfellsbæjar201203081
Lögð fram áætlun um starfsemi sumarsins 2015.
Lagt fram.