28. maí 2015 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Örn Jónasson (ÖJ) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Sigurður B Guðmundsson aðalmaður
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) aðalmaður
- Ursula Elísabet Junemann (UEJ) aðalmaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Bjarni Ásgeirsson umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Samstarfsverkefnið Hjólaborgin Reykjavík201505008
Kynning á samstarfsverkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Höfuðborgarstofu um þróun á hjólahringjum í sveitarfélögunum og útgáfu hjólakorts. Lagt fram til kynningar. Málið var til umfjöllunar í Þróunar- og ferðamálanefnd.
Erindi Höfuðborgarstofu og annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um þróun hjólaleiða lagt fram til kynningar. Umræður um málið.
2. Evrópsk samgönguvika 2015 - breytingar á fyrirkomulagi201505233
Kynning á Evrópsku samgönguvikunni 2015, sem Mosfellsbær hefur tekið virkan þátt í síðastliðin ár, og breytingum á formi hennar,
Umhverfisstjóri kynnti breytingar á fyrirkomulagi Evrópskrar samgönguviku, þar sem hún sameinast við átakið Do the right Mix.
3. Stefnumótun friðlýstra svæða í Mosfellsbæ201505227
Lögð fram drög að stefnumótun friðlýstra svæða í Mosfellsbæ.
Lögð fram drög að stefnumótun friðlýstra svæða í Mosfellsbæ. Umhverfisnefnd samþykkir framlögð gögn og óskar eftir að verkefnið verði unnið áfram af hálfu umhverfissviðs. Umhverfisnefnd leggur til að stefnumótunin verði tekin upp að nýju í september.
4. Hreinsunarátak í Mosfellsbæ 2015201505229
Kynning á árlegu hreinsunarátaki og vorhreinsun í Mosfellsbæ sem fram fór 13. apríl - 4. maí 2015.
Garðyrkjustjóri kynnti fyrirkomulag vorhreinsunar í Mosfellsbæ fyrir árið 2015
5. Trjágróður á lóðarmörkum201505228
Garðyrkjustjóri kynnir átak gegn gróðri sem nær út fyrir lóðarmörk á göngu- og hjólreiðastígum.
Garðyrkjustjóri kynnti átak vegna gróðurs á loðarmörkum þar sem gróður nær út fyrir lóðarmörk yfir göngu- og hjólreiðastíga.
6. Opinn fundur umhverfisnefndar 2015201505230
Umræða um hugmyndir um opinn fund umhverfisnefndar 2015
Umhverfisnefnd samþykkir að halda opinn fund þann 11. júní næstkomandi. Umhverfisstjóra falið að undirbúa slíkan fund og að kynna í Mosfellingi og víðar.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
7. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp um landsskipulagsstefnu 2015-2026201504248
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp um landsskipulagsstefnu 2015-2026 lagt fram. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar og afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Umhverfisstjóri kynnti frumvarp um landsskipulagsstefnu fyrir umhverfisnefnd.