Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

13. maí 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður Snædal Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Reið­leið­ir og und­ir­göng norð­an og aust­an hest­húsa­hverf­is201503348

    Erindi frá reiðveganefnd Hestamannafélagsins Harðar þar sem farið er fram á framkvæmdir við reiðbrýr og reiðvegi í framhaldi af framkvæmdum við Tunguveg. Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs fylgir erindinu.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fjár­hags­áætl­un­ar. Jafn­framt er að fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs fal­ið að upp­lýsa Hesta­manna­fé­lag­ið Hörð um af­greiðslu máls­ins.

    • 2. Er­indi Sýslu­manns vegna um­sókn­ar um rekstr­ar­leyfi fyr­ir Lax­nes201505028

      Erindi Sýslumanns vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Laxnes lagt fram.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar og af­greiðslu skipu­lags­nefnd­ar varð­andi stað­fest­ingu á því að af­greiðslu­tími og stað­setn­ing um­ræddr­ar starf­semi sé inn­an þeirra marka sem regl­ur og skipu­lag Mos­fells­bæj­ar segja til um og önn­ur at­riði sem kunna að skipta máli.

      • 3. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um þjóð­lend­ur og ákvörð­un marka eign­ar­landa201505029

        Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda lagt fram.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar lög­manns bæj­ar­ins.

        • 4. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp um skipu­lags- og mann­virkja­mál á Reykja­vík­ur­flug­velli201505049

          Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli lagt fram.

          Lagt fram.

          • 5. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um til­lögu til þings­álykt­un­ar um und­ir­bún­ing að gerð þjóð­hags­áætl­ana til langs tíma201505056

            Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um undirbúning að gerð þjóðhagsáætlana til langs tíma lagt fram.

            Lagt fram.

            • 6. Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar 2014201502159

              Á 649. fundi bæjarstjórnar kom fram tillaga frá S-lista, þess efnis að allar ábendingar endurskoðanda bæjarins, sem berast bæjarstjóra og fjalla um málefni tengd innra eftirliti, fjárhagskerfi og stjórnsýslu sveitarfélagsins, verði lagðar fyrir bæjarráð. Jafnframt kom fram tillaga frá M-lista um að þess yrði gætt við endurskoðun á fjárhagsáætlun 2015-2018 að niðurskurður kæmi sem minnst niður á skólunum. Var tillögum þessum vísað til bæjarráðs til umfjöllunar.

              Pét­ur J. Lockton (PJL), fjár­mála­stjóri, mæt­ir á fund­inn und­ir þess­um lið.

              Bæj­ar­stjóri og fjár­mála­stjóri ræddu ábend­ing­ar frá end­ur­skoð­end­um bæj­ar­ins í tengsl­um við end­ur­skoð­un árs­reikn­ings 2014.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa til­lögu M-lista til vinnu við yf­ir­ferð fjár­hags­áætl­un­ar 2015.

              • 7. Regl­ur um birt­ingu gagna á vef Mos­fells­bæj­ar201504012

                Á 649. fundi bæjarstjórnar kom fram tillaga frá M-lista, þess efnis að betri grein verði fyrir því, í reglum um birtingu gagna á vef Mosfellsæjar, hver meti hvaða gögn eigi að birta og hvort fylgigögn funda sveitarfélagsins birtist með fundarboði eða fundargerð eftirá. Var tillögunni vísað til bæjarráðs til umfjöllunar.

                Um­ræð­ur.

                Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar:
                Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar legg­ur áherslu á að far­ið sé í einu og öllu að upp­lýs­inga­lög­um þeg­ar ákvarð­an­ir eru tekn­ar um birt­ingu fund­ar­gagna á vef Mos­fells­bæj­ar og jafn­framt að ákvarð­an­ir um birt­ingu gagna verði í hönd­um fag­fólks í stjórn­sýslu sveit­ar­fé­lags­ins. Að öðru leyti fagn­ar Íbúa­hreyf­ing­in því fram­fara­skrefi sem í því felst að hefja birt­ingu fund­ar­gagna á vef bæj­ar­ins.

                Bók­un full­trúa D-, V- og S-lista:
                Bæj­ar­ráð ít­rek­ar að um­rædd­ar regl­ur ganga út á að bæj­ar­fé­lag­ið birti gögn að eig­in frum­kvæði og geng­ur þann­ig lengra en upp­lýs­inga­lög­in gera ráð fyr­ir. Um­rædd­ar regl­ur brjóta þó með eng­um hætti gegn upp­lýs­inga­lög­um né öðr­um lög­um.

                Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.