13. maí 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Snædal Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Reiðleiðir og undirgöng norðan og austan hesthúsahverfis201503348
Erindi frá reiðveganefnd Hestamannafélagsins Harðar þar sem farið er fram á framkvæmdir við reiðbrýr og reiðvegi í framhaldi af framkvæmdum við Tunguveg. Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs fylgir erindinu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar. Jafnframt er að framkvæmdastjóra umhverfissviðs falið að upplýsa Hestamannafélagið Hörð um afgreiðslu málsins.
2. Erindi Sýslumanns vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Laxnes201505028
Erindi Sýslumanns vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Laxnes lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi staðfestingu á því að afgreiðslutími og staðsetning umræddrar starfsemi sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag Mosfellsbæjar segja til um og önnur atriði sem kunna að skipta máli.
3. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda201505029
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar lögmanns bæjarins.
4. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli201505049
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli lagt fram.
Lagt fram.
5. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um undirbúning að gerð þjóðhagsáætlana til langs tíma201505056
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um undirbúning að gerð þjóðhagsáætlana til langs tíma lagt fram.
Lagt fram.
6. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2014201502159
Á 649. fundi bæjarstjórnar kom fram tillaga frá S-lista, þess efnis að allar ábendingar endurskoðanda bæjarins, sem berast bæjarstjóra og fjalla um málefni tengd innra eftirliti, fjárhagskerfi og stjórnsýslu sveitarfélagsins, verði lagðar fyrir bæjarráð. Jafnframt kom fram tillaga frá M-lista um að þess yrði gætt við endurskoðun á fjárhagsáætlun 2015-2018 að niðurskurður kæmi sem minnst niður á skólunum. Var tillögum þessum vísað til bæjarráðs til umfjöllunar.
Pétur J. Lockton (PJL), fjármálastjóri, mætir á fundinn undir þessum lið.
Bæjarstjóri og fjármálastjóri ræddu ábendingar frá endurskoðendum bæjarins í tengslum við endurskoðun ársreiknings 2014.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa tillögu M-lista til vinnu við yfirferð fjárhagsáætlunar 2015.
7. Reglur um birtingu gagna á vef Mosfellsbæjar201504012
Á 649. fundi bæjarstjórnar kom fram tillaga frá M-lista, þess efnis að betri grein verði fyrir því, í reglum um birtingu gagna á vef Mosfellsæjar, hver meti hvaða gögn eigi að birta og hvort fylgigögn funda sveitarfélagsins birtist með fundarboði eða fundargerð eftirá. Var tillögunni vísað til bæjarráðs til umfjöllunar.
Umræður.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur áherslu á að farið sé í einu og öllu að upplýsingalögum þegar ákvarðanir eru teknar um birtingu fundargagna á vef Mosfellsbæjar og jafnframt að ákvarðanir um birtingu gagna verði í höndum fagfólks í stjórnsýslu sveitarfélagsins. Að öðru leyti fagnar Íbúahreyfingin því framfaraskrefi sem í því felst að hefja birtingu fundargagna á vef bæjarins.Bókun fulltrúa D-, V- og S-lista:
Bæjarráð ítrekar að umræddar reglur ganga út á að bæjarfélagið birti gögn að eigin frumkvæði og gengur þannig lengra en upplýsingalögin gera ráð fyrir. Umræddar reglur brjóta þó með engum hætti gegn upplýsingalögum né öðrum lögum.