15. apríl 2015 kl. 16:30,
4. hæð Mosfell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Snædal Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Afnot af íþróttamannvirkjum vegna Öldungamóts BLÍ í maí 2016201504047
Beiðni blakdeildar Aftureldingar um afnot af íþróttamannvirkjum Mosfellsbæjar vegna Öldungamóts BLÍ í maí 2016.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs og íþróttafulltrúa.
2. Útboð á gatnagerð í Vogatungu í Leirvogstungulandi201503574
Lögð fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að bjóða út gatnagerð í Vogatungi í Leirvogstungulandi.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila að fyrirhuguð gatnagerð í Vogatungu í Leirvogstungulandi verði boðin út.
3. Erindi Vinnuafls, ósk um niðurfellingu gatnagerðargjalda201504084
Krafa Vinnuafls um niðurfellingu gatagerðargjalda vegna byggingar við Reykjahvol 11.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra umhverfissviðs og lögmanns bæjarins til umsagnar.
4. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2014201502159
Drög að ársreikningi Mosfellsbæjar fyrir árið 2014 lagður fram.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mættur endurskoðandi bæjarins Magnús Jónsson (MJ) og með honum Haraldur Reynisson (HR) frá KPMG. Auk þeirra sat fundinn undir þessum dagskrárlið Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri Mosfellsbæjar.
Rædd voru drög að ársreikningi.