Mál númer 201411096
- 28. janúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #642
Lögð fram umsögn framkvæmdarstjóra fræðslusviðs, bæjarstjóra og skólastjóra Listaskóla. Ósk bæjarfulltrúa Sigrúnar H. Pálsdóttur um mál á dagskrá.
Afgreiðsla 1196. fundar bæjarráðs samþykkt á 642. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.$line$$line$Bókun Íbúahreyfingarinnar vegna verkfalls tónlistarkennara:$line$Íbúahreyfingin hefði kosið að kennarar hefðu verið umsagnaraðilar í þessu máli og finnst orka tvímælis að bæjarstjóri sem líka er bæjarfulltrúi eins og við hin sé umsagnaraðili í því. Íbúahreyfingin telur að stjórnsýslan eigi að fá að vinna sínar umsagnir án slíkrar pólitískrar íhlutunar og gerir almennt kröfu um að forðast skuli aðstæður í samskiptum bæjarstjóra og stofnana og fyrirtækja sveitarfélagsins sem valdið geta tortryggni um það hvernig niðurstaða er fengin.$line$Einnig telur Íbúahreyfingin að samráð hefði átt að hafa við bæjarráð áður en skólagjöld voru endurgreidd. Úrbætur hefðu þá verið einfaldari. Bæjarstjórn fer með yfirstjórn sveitarfélagsins og því á hún eða bæjarráð að vera með í ráðum þegar svona ákvarðanir eru teknar. Íbúahreyfingin óskar eftir að hér eftir beri meirihluti D- og V-lista í Mosfellsbæ meiri virðingu fyrir þeim hofsiðum sem fulltrúalýðræðið gerir kröfu um.$line$$line$Bókun D -og V- lista:$line$Um er að ræða skynsamlega ákvörðun að bæta upp kennslumissi þeirra sem áformað hafa að fara í mið- og grunnpróf í vor. Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti samhljóða að óska eftir umsögn frá bæjarstjóra, framkvæmdastjóra fræðslusviðs og skólastjóra Listaskólans sem komu með þessa tillögu. Þá er það sjálfsögð og eðlileg framganga að endurgreiða skólagjöld fyrir þjónustu sem ekki hefur verið veitt. $line$Hafnað er alfarið málflutningi fulltrúa Íbúahreyfingarinnar um pólitíska íhlutun bæjarstjóra. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar réð Harald Sverrisson sem bæjarstjóra. Hann er því æðsti embættismaður bæjarins og þar með yfirmaður allra starfsmanna bæjarins.
- 22. janúar 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1196
Lögð fram umsögn framkvæmdarstjóra fræðslusviðs, bæjarstjóra og skólastjóra Listaskóla. Ósk bæjarfulltrúa Sigrúnar H. Pálsdóttur um mál á dagskrá.
Tillaga framkvæmdastjóra fræðslusviðs, bæjarstjóra og skólastjóra Listaskólans um að Listaskólinn bjóði þeim nemendum, sem áformað hafa að fara í mið- og grunnpróf í vor, að fá viðbótar kennslustundir sem nemur kennslufalli óski þeir þess, er samþykkt með þremur atkvæðum.
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar óskar að eftirfarandi verði bókað undir þessum lið:
Fulltrúi M-lista Íbúahreyfingarinnar telur tillöguna spor í rétta átt en hún gengur allt of stutt og bætir aðeins að litlu leyti þann skaða sem nemendur í Listaskólanum hafa orðið fyrir vegna verkfalls tónlistarkennara. Íbúahreyfingin telur að nemendur og kennarar hefðu átt að vera með í ráðum áður en þessi ákvörðun var tekin. Einnig hefði verið rétt að hafa samráð við bæjarráð áður en skólagjöld voru endurgreidd. - 14. janúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #641
Umræða um að nemendur Listaskóla Mosfellsbæjar fái bættan upp kennslumissi vegna verkfalls tónlistarkennara. Ósk bæjarfulltrúa Sigrúnar H. Pálsdóttur um mál á dagskrá.
Afgreiðsla 1194. fundar bæjarráðs samþykkt á 641. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. janúar 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1194
Umræða um að nemendur Listaskóla Mosfellsbæjar fái bættan upp kennslumissi vegna verkfalls tónlistarkennara. Ósk bæjarfulltrúa Sigrúnar H. Pálsdóttur um mál á dagskrá.
Fulltrúi M-lista gerir að tillögu sinni að bæjarráð Mosfellsbæjar hlutist til um að nemendum í Listaskóla Mosfellsbæjar verði bætt upp það kennslufall sem þeir urðu fyrir á haustönn 2014 vegna verkfalls tónlistarskólakennara í Félagi tónlistarkennara. Tilgangurinn með tillögunni er að lágmarka þann skaða sem tónlistarnemendur hafa orðið fyrir á skólaárinu, auk þess að bæta kennurum upp það fimm vikna tekjutap sem þeir urðu fyrir á meðan á verkfallinu stóð, a.m.k. að hluta.
Sem fyrsta skref leggur fulltrúi Íbúahreyfingarinnar til að bæjarráð óski eftir tillögum frá skólastjóra og kennurum Listaskólans um útfærslu á leiðréttingunni og Mosfellsbær láti kostnaðargreina þær. Þau gögn komi síðan til umræðu og endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði.Málsmeðferðartillaga samþykkt með þremur atkvæðum að tillögu Íbúahreyfingarinnar sé vísað til umsagnar bæjarstjóra, framkvæmdarstjóra fræðslusviðs og skólastjóra Listaskólans.
- 19. nóvember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #638
Bæjarstjóri upplýsir bæjarráð um stöðu málsins.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar$line$Fulltrúi M-lista gerir að tillögu sinni að bæjarstjórn Mosfellsbæjar hvetji samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga eindregið til að semja við Félag tónlistarkennara. Verkfallið hefur nú staðið í 4 vikur og engu líkara en að sveitarfélögin átti sig ekki á þeim skaða sem af því hlýst fyrir nemendur í tónlistarskólum. Allt útlit er fyrir að jólatónleikahald leggist af. Við það verður ekki unað og mikilvægt að sveitarfélag eins og Mosfellsbær láti í sér heyra og hvetji samninganefndina til að setja kraft í viðræður og ljúka samningum sem allra fyrst. $line$Tónlistarkennarar í Listaskóli Mosfellsbæjar hafa alið af sér frábært tónlistarfólk sem hefur verið sveitarfélaginu og íslenskri þjóð til mikils sóma. Dragist verkfallið ennfrekar á langinn er ljóst að nemendur gætu flosnað upp úr námi og skaðinn orðið varanlegur.$line$$line$Málsmeðferðartillaga um að tillögu M lista verði vísað til bæjarráðs. Samþykkt með átta atkvæðum. $line$$line$Afgreiðsla 1188. fundar bæjarráðs samþykkt á 638. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. nóvember 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1188
Bæjarstjóri upplýsir bæjarráð um stöðu málsins.
Bæjarráð Mosfellsbæjar lýsir yfir áhyggjum af kjaradeilu tónlistarkennara og yfirstandandi verkfalli þeirra. Bæjarráð skorar á samningsaðila að ná samningum sem fyrst.