Mál númer 201405280
- 25. febrúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #644
Niðurstöður rannsókna 2014
Afgreiðsla 27. fundar ungmennaráðs samþykkt á 644. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. febrúar 2015
Ungmennaráð Mosfellsbæjar #27
Niðurstöður rannsókna 2014
Kynning á niðurstöðum rannsókna um hag og líðan ungs fólks í Mosfellsbæ 2014.
Edda Davíðsdóttir fór yfir niðurstöður rannsóknarinnar.
Ungmennaráð þakkar fyrir góða kynningu. - 11. febrúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #643
Niðurstöður rannsókna 2014
Afgreiðsla 186. fundar íþrótta-og tómstundarnefndar samþykkt á 643. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. febrúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #643
Niðurstöður rannsókna 2014
Afgreiðsla 303. fundar fræðslunefndar samþykkt á 643. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 5. febrúar 2015
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #186
Niðurstöður rannsókna 2014
Skýrslan lögð fram.
Íþrótta-og tómstundanefnd fagnar því að Mosfellsbær skuli taka þátt í þessu verkefni og hvetur til áframhaldandi þátttöku. - 3. febrúar 2015
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #303
Niðurstöður rannsókna 2014
Niðurstöður könnunar Rannsóknar og greiningar, fyrir hönd Menntamálaráðuneytisins, á högum og líðan ungs fólks, kynnt. Könnunin var framkvæmd í skólum landsins vorið 2014. Fræðslusvið kynnir skýrsluna fyrir skólunum og þeir hvattir til að nýta hana í forvarnarstarfi.
Til máls tóku: GMS, EM, HP, ASG, HM, SF, ÞRÓ, ÞÓ, ÝÞ, MI - 18. júní 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #630
Niðurstöður rannsókna 2014
Afgreiðsla 218. fundar fjöldkyldunefndar staðfest á 630. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. júní 2014
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #218
Niðurstöður rannsókna 2014
Skýrslan er kynnt, fjölskyldunefnd samþykkir að skýrslan verði kynnt fræðslunefnd, íþrótta- og tómstundanefnd, auk þess sem hún verði kynnt almenningi í september n.k. Nefndin hvetur til þess að efni skýrslunnar verði nýtt í forvarnarstarfi skólanna.