11. febrúar 2015 kl. 12:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Björn Bjarnarson aðalmaður
- Sigríður Ósk Sigurrósardóttir aðalmaður
- Emilía Assa Jónsdóttir varamaður
- Hjördís Margrét Hjartardóttir varamaður
- Ísak Ólason aðalmaður
- Anton Hugi Kjartansson aðalmaður
- Steinunn Guðbrandsdóttir aðalmaður
- Úlfar Darri Lúthersson aðalmaður
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir fræðslusvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Hagir og liðan ungs fólks í Mosfellsbæ, niðurstöður rannsókna árið 2014201405280
Niðurstöður rannsókna 2014
Kynning á niðurstöðum rannsókna um hag og líðan ungs fólks í Mosfellsbæ 2014.
Edda Davíðsdóttir fór yfir niðurstöður rannsóknarinnar.
Ungmennaráð þakkar fyrir góða kynningu.2. Ungmennaráðstefna UMFÍ, Ungt fólk og lýðræði 2015201502084
Erindi Ungmennafélags Íslands vegna ráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði sem haldin verður í Stykkishólmi 25.-27. mars 2015.
Erindi Ungmennafélags Íslands vegna ungmennaráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði lagt fram til kynningar. Ráðstefnan verður haldin í Stykkishólmi dagana 25.-27. mars 2015 og er ungmennaráðum boðið að senda fulltrúa sína á ráðstefnuna.
Fulltrúar í ungmennaráði eru hvattir til þess að sækja ráðstefnuna.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
3. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2015201501512
Ósk umhverfisnefndar um tillögur að verkefnum í nýjan Verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2015. Verkalistinn er unninn í samráði við framkvæmdastjóra sviða og nefndir bæjarins út frá verkefnum sem fram koma í Framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ til 2020. Óskað er eftir því að tillögur liggi fyrir eigi síðar en 19. febrúar 2015.
Kynning á Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ og verkefnalista fyrir árið 2014.
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri fór yfir málið.
Ungmennaráð leggur til að haldinn verði opinn fundur ungmennaráðs til að auka sýnileika þess gagnvart ungmennum í Mosfellsbæ, í samræmi við framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ.