Mál númer 201404162
- 3. maí 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #694
Drög að lóðarleigusamningi lögð fram til samþykktar.
Afgreiðsla 1304. fundar bæjarráðs samþykkt á 694. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 27. apríl 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1304
Drög að lóðarleigusamningi lögð fram til samþykktar.
Framlögð drög að leigusamningi samþykkt með þremur atkvæðum.
- 8. október 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #635
Erindi Stórsögu um leigu á Selholti í Mosfellsdal í þeim tilgangi að stunda þar menningartendga ferðaþjónustu. Áður á dagskrá 1162. fundar bæjarráðs.
Afgreiðsla 1181. fundar bæjarráðs samþykkt á 635. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.$line$$line$Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar. $line$Fulltrúi M-lista gerir að tillögu sinni að viljayfirlýsingu um víkingabæ í landi Selholts við Leirtjörn á Mosfellsheiði verði vísað til umsagnar í þróunar- og ferðamálanefnd og umhverfisnefnd Mosfellsbæjar en áður hafði bæjarráð vísað henni til skipulagsnefndar. Samkvæmt samþykkt þróunar- og ferðamálanefndar heyra ferðaþjónustuverkefni undir nefndina, auk þess sem skv. aðalskipulagi er um að ræða vatnsverndarsvæði á opnu svæði sem krefst umfjöllunar í umhverfisnefnd. Það að vísa málinu til þessara nefnda er því mjög viðeigandi.$line$$line$Fram kom breytingartillaga frá forseta svohljóðandi:$line$Viljayfirlýsingu um víkingabæ í landi Selholts við Leirtjörn á Mosfellsheiði verði vísað til kynningar í þróunar- og ferðamálanefnd og umhverfisnefnd Mosfellsbæjar.$line$$line$Breytingartillagan borin upp og samþykkt með níu atkvæðum.
- 24. september 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1181
Erindi Stórsögu um leigu á Selholti í Mosfellsdal í þeim tilgangi að stunda þar menningartendga ferðaþjónustu. Áður á dagskrá 1162. fundar bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá viljayfirlýsingu við Stórsögu ehf. Skipulagsþætti verkefnisins er vísað til skipulagsnefndar.
- 7. maí 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #626
Erindi Stórsögu um leigu á Selholti í Mosfellsdal í þeim tilgangi að stunda þar menningartendga ferðaþjónustu.
Afgreiðsla 1162. fundar bæjarráðs samþykkt á 626. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 23. apríl 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1162
Erindi Stórsögu um leigu á Selholti í Mosfellsdal í þeim tilgangi að stunda þar menningartendga ferðaþjónustu.
Bæjarráð fagnar hugmyndinni og samþykkir með þremur atkvæðum að fela bæjarsjóra að undirbúa samkomulag við bréfritara og leggja fyrir bæjarráð.