Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

27. apríl 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður Júlíusson

Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að taka á dagskrá fund­ar­ins mál um dóms­mál ís­lenska rík­is­ins gegn Mos­fells­bæ.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Sigrún­ar Páls­dótt­ur - Sjúkra­hús að Sól­völl­um201703407

    Íbúahreyfingin óskar eftir erindi á dagsskrá um hvaða lagalegu áhrif ákvörðun heilbrigðisráðherra hefur á samninga um lóðaúthlutun og byggingu einkasjúkrahúss að Sólvöllum í Mosfellsbæ. Málinu var frestað á síðasta fundi.

    Bæj­ar­ráð tel­ur að um­mæli ráð­herra hafi ekki áhrif á gildi samn­inga um út­hlut­un lóð­ar að Sól­völl­um í Mos­fells­bæ.

    Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
    Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar tel­ur mik­il­vægt að bæj­ar­ráð og Mos­fell­ing­ar all­ir fái að fylgjast með fram­vindu þessa máls. Um er að ræða 120.000 m2 lóð í eigu sveit­ar­fé­lags­ins. Verk­efn­ið fór illa af stað og byggði á veik­um grunni strax í upp­hafi. Það vökn­uðu strax efa­semd­ir um trú­verð­ug­leika for­svars­manns þess eft­ir við­töl við hann í fjöl­miðl­um. Síð­an hef­ur lít­ið til máls­ins spurts.
    Heil­brigð­is­ráð­herra og land­lækn­ir hafa báð­ir lýst því yfir að rekst­ur einka­sjúkra­húsa vinni gegn bráðnauð­syn­legri upp­bygg­ingu rík­is­sjúkra­húss.
    For­send­ur verk­efn­is­ins voru veik­ar fyr­ir en eins og stað­an er í dag virð­ist það standa á brauð­fót­um.

    Bók­un D-, V- og S- lista
    Hér er um að ræða út­hlut­un á lóð und­ir sjúkra­hús og hót­el sam­kvæmt að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar. Um fram­gang máls­ins hef­ur ver­ið upp­lýst í bæj­ar­ráði. Í þessu sam­bandi var lóð­inni úhtlutað með sér­stök­um skil­yrð­um sem for­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa tíma til 1. des­em­ber nk. til að upp­fylla. Það mun koma í ljós hvort þau skil­yrði verða upp­fyllt en að öðr­um kosti fell­ur samn­ing­ur­inn úr gildi.

    • 2. Um­sögn um frum­varp til laga um Um­hverf­is­stofn­un (heild­ar­lög)201703292

      Umsögn umhverfissviðs við drög að frumvarpi til laga um Umhverfisstofnun.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela um­hverf­is­stjóra að skila um­sögn þar sem tek­ið er und­ir um­sögn Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga.

    • 3. Er­indi Stór­sögu um leigu á Sel­holti í Mos­fells­dal201404162

      Drög að lóðarleigusamningi lögð fram til samþykktar.

      Fram­lögð drög að leigu­samn­ingi sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um.

      • 4. Fossa­tunga, Gatna­gerð í Leir­vogstungu201606158

        Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að ganga til samninga við lægstbjóðanda vegna útboðs á gatnagerð í Fossatungu 1-35.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að ganga til samn­inga við læg­stjóð­anda, Stein­mót­un ehf., um gatna­gerð í Fossa­tungu 1-35.

      • 5. Gúmmík­url á leik- og íþrótta­völl­um201608872

        Lögð fyrir tillaga Eignasjóðs að útskiptingu á gúmmíkurli á gervigrasvöllum hjá Mosfellsbæ.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að end­ur­nýja gervi­gras á gervi­grasvell­in­um að Varmá á ár­inu 2017 í stað 2019. Jafn­framt að fjár­mála­stjóra verði fal­ið að gera við­auka við fjár­hagáætlun vegna þessa.

        • 6. Dóms­mál­ið ís­lenska rík­ið g. Mos­fells­bæ vegna ágrein­ings um gatna­gerð­ar­gjöld201506305

          Staða uppgjörs kynnt.

          Staða upp­gjörs á kröfu rík­is­ins kynnt.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 8:56