27. apríl 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Samþykkt með þremur atkvæðum að taka á dagskrá fundarins mál um dómsmál íslenska ríkisins gegn Mosfellsbæ.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Sigrúnar Pálsdóttur - Sjúkrahús að Sólvöllum201703407
Íbúahreyfingin óskar eftir erindi á dagsskrá um hvaða lagalegu áhrif ákvörðun heilbrigðisráðherra hefur á samninga um lóðaúthlutun og byggingu einkasjúkrahúss að Sólvöllum í Mosfellsbæ. Málinu var frestað á síðasta fundi.
Bæjarráð telur að ummæli ráðherra hafi ekki áhrif á gildi samninga um úthlutun lóðar að Sólvöllum í Mosfellsbæ.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar telur mikilvægt að bæjarráð og Mosfellingar allir fái að fylgjast með framvindu þessa máls. Um er að ræða 120.000 m2 lóð í eigu sveitarfélagsins. Verkefnið fór illa af stað og byggði á veikum grunni strax í upphafi. Það vöknuðu strax efasemdir um trúverðugleika forsvarsmanns þess eftir viðtöl við hann í fjölmiðlum. Síðan hefur lítið til málsins spurts.
Heilbrigðisráðherra og landlæknir hafa báðir lýst því yfir að rekstur einkasjúkrahúsa vinni gegn bráðnauðsynlegri uppbyggingu ríkissjúkrahúss.
Forsendur verkefnisins voru veikar fyrir en eins og staðan er í dag virðist það standa á brauðfótum.Bókun D-, V- og S- lista
Hér er um að ræða úthlutun á lóð undir sjúkrahús og hótel samkvæmt aðalskipulagi Mosfellsbæjar. Um framgang málsins hefur verið upplýst í bæjarráði. Í þessu sambandi var lóðinni úhtlutað með sérstökum skilyrðum sem forsvarsmenn fyrirtækisins hafa tíma til 1. desember nk. til að uppfylla. Það mun koma í ljós hvort þau skilyrði verða uppfyllt en að öðrum kosti fellur samningurinn úr gildi.2. Umsögn um frumvarp til laga um Umhverfisstofnun (heildarlög)201703292
Umsögn umhverfissviðs við drög að frumvarpi til laga um Umhverfisstofnun.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela umhverfisstjóra að skila umsögn þar sem tekið er undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.
3. Erindi Stórsögu um leigu á Selholti í Mosfellsdal201404162
Drög að lóðarleigusamningi lögð fram til samþykktar.
Framlögð drög að leigusamningi samþykkt með þremur atkvæðum.
4. Fossatunga, Gatnagerð í Leirvogstungu201606158
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að ganga til samninga við lægstbjóðanda vegna útboðs á gatnagerð í Fossatungu 1-35.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstjóðanda, Steinmótun ehf., um gatnagerð í Fossatungu 1-35.
5. Gúmmíkurl á leik- og íþróttavöllum201608872
Lögð fyrir tillaga Eignasjóðs að útskiptingu á gúmmíkurli á gervigrasvöllum hjá Mosfellsbæ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að endurnýja gervigras á gervigrasvellinum að Varmá á árinu 2017 í stað 2019. Jafnframt að fjármálastjóra verði falið að gera viðauka við fjárhagáætlun vegna þessa.
6. Dómsmálið íslenska ríkið g. Mosfellsbæ vegna ágreinings um gatnagerðargjöld201506305
Staða uppgjörs kynnt.
Staða uppgjörs á kröfu ríkisins kynnt.