Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

23. apríl 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
  • Hanna Bjartmars Arnardóttir vara áheyrnarfulltrúi
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Til­lög­ur verk­efna­hóps SSH (verk­efna­hóp­ur 21), ferða­þjón­usta fatl­aðs fólks.201109112

    Stjórn SSH sendir til aðildarsveitarfélaganna til samþykktar tillögu að samkomulagi um sameiginlega ferðaþjónustu fatlaðs fólks.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um til­laga verk­efna­hóps um ferða­þjón­ustu fatl­aðs fólks eins og hún ligg­ur fyr­ir fund­in­um.

    • 2. Er­indi SSH vegna end­ur­skoð­un­ar á vatns­vernd fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið201112127

      1159. fundur bæjarráðs vísaði erindinu til bæjarstjóra til skoðunar. Hjálagt er minnisblað Landslaga í málinu.

      Er­ind­ið lagt fram.

      • 3. Heilsu­efl­andi sam­fé­lag201208024

        Erindi Þróunar- og ferðamálanefndar til bæjarráðs vegna samnings við Heilsuvin.

        Þar sem ekki er gert ráð fyr­ir þess­ari fjár­hæð í fjár­hags­áætlun, legg­ur Íbúa­hreyf­ing­in til að bæj­ar­ráð hafni við­bótar­fjárveit­ing­unni upp á 900 þús­und og þeirri ákvörð­un vísað til fjár­hags­áætl­un­ar 2015.
        Jón Jósef Bjarna­son, Íbúa­hreyf­ing­in.

        Til­lag­an felld með tveim­ur at­kvæð­um gegn einu at­kvæði.


        Sam­þykkt með tveim­ur at­kvæð­um að fela fjár­mála­stjóra að út­búa við­auka við fjár­hags­áætlun að fjár­hæð 900 þús­und króna vegna samn­ings við Heilsu­vin og verði upp­hæð­in tekin af liðn­um ófyr­ir­séð.

        • 4. Með­ferð of­an­vatns af hús­þök­um og lóð­um í Helga­fells­hverfi.201402133

          Kynning á tillögum verkfræðistofunnar Verkís um ráðstafanir til að hreinsa ofanvatn af lóðum og þökum í Helgfellshverfi og veita því niður í jarðveg á staðnum. 624. fundur bæjarstjórnar vísar erindinu til bæjarráðs.

          Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir að taka und­ir bók­un skipu­lags­nefnd­ar sem mæl­ir ein­dreg­ið með að þessi að­ferð til hreins­un­ar á of­an­vatni verði við­höfð í Helga­fells­hverfi og að að­ferð­in verði kynnt fyr­ir hand­höf­um þeg­ar seldra lóða og þeir hvatt­ir til að nota hana.
          Jafn­framt verði hug­að að ákvæð­um um hreins­un of­an­vatns í skil­mál­um að nýj­um skipu­lags­svæð­um.

          • 5. Ástand gatna í Helga­fells­hverfi201402312

            Nefndarmaður Jóhannes B Eðvarðsson hefur óskað eftir umræðu í skipulagsnefnd um málið. Skipulagsnefnd taldi að erindið félli ekki undir verksvið nefndarinnar heldur sé það á verksviði bæjarráðs. 624. fundur bæjarstjórnar vísar erindinu til bæjarráðs.

            Um­ræða fór fram um mál­ið og það lagt fram.

            • 6. Til­laga um hugs­an­lega lækk­un gjalda á óbyggð­um sér­býl­islóð­um í Mos­fells­bæ.201403465

              Nefndarmaður Jóhannes B Eðvarðsson hefur óskað eftir umræðu í skipulagsnefnd um tillögu sína. 624. fundur bæjarstjórnar vísar erindinu til bæjarráðs.

              Þar sem gatna­gerð­ar­gjöld í Helga­felli og Leir­vogstungu eru þeg­ar upp­gerð er ekki um það að ræða að hægt sé að lækka þau gjöld í þess­um hverf­um. Er­ind­ið lagt fram.

              • 7. Er­indi Stór­sögu um leigu á Sel­holti í Mos­fells­dal201404162

                Erindi Stórsögu um leigu á Selholti í Mosfellsdal í þeim tilgangi að stunda þar menningartendga ferðaþjónustu.

                Bæj­ar­ráð fagn­ar hug­mynd­inni og sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­sjóra að und­ir­búa sam­komulag við bréf­rit­ara og leggja fyr­ir bæj­ar­ráð.

                • 8. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um ör­nefni201404219

                  Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um örnefni heildarlög), 481. mál.

                  Er­ind­ið lagt fram.

                  • 9. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um rík­is­end­ur­skoð­anda og rík­is­end­ur­skoð­un201404222

                    Forsætisnefnd Alþingis sendir erindi varðandi umsögn um frumvarp til laga um ríkisendurskoðanda og ríkisendurskoðun.

                    Er­ind­ið lagt fram.

                    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30