23. apríl 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir vara áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Tillögur verkefnahóps SSH (verkefnahópur 21), ferðaþjónusta fatlaðs fólks.201109112
Stjórn SSH sendir til aðildarsveitarfélaganna til samþykktar tillögu að samkomulagi um sameiginlega ferðaþjónustu fatlaðs fólks.
Samþykkt með þremur atkvæðum tillaga verkefnahóps um ferðaþjónustu fatlaðs fólks eins og hún liggur fyrir fundinum.
2. Erindi SSH vegna endurskoðunar á vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið201112127
1159. fundur bæjarráðs vísaði erindinu til bæjarstjóra til skoðunar. Hjálagt er minnisblað Landslaga í málinu.
Erindið lagt fram.
3. Heilsueflandi samfélag201208024
Erindi Þróunar- og ferðamálanefndar til bæjarráðs vegna samnings við Heilsuvin.
Þar sem ekki er gert ráð fyrir þessari fjárhæð í fjárhagsáætlun, leggur Íbúahreyfingin til að bæjarráð hafni viðbótarfjárveitingunni upp á 900 þúsund og þeirri ákvörðun vísað til fjárhagsáætlunar 2015.
Jón Jósef Bjarnason, Íbúahreyfingin.Tillagan felld með tveimur atkvæðum gegn einu atkvæði.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að fela fjármálastjóra að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun að fjárhæð 900 þúsund króna vegna samnings við Heilsuvin og verði upphæðin tekin af liðnum ófyrirséð.4. Meðferð ofanvatns af húsþökum og lóðum í Helgafellshverfi.201402133
Kynning á tillögum verkfræðistofunnar Verkís um ráðstafanir til að hreinsa ofanvatn af lóðum og þökum í Helgfellshverfi og veita því niður í jarðveg á staðnum. 624. fundur bæjarstjórnar vísar erindinu til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að taka undir bókun skipulagsnefndar sem mælir eindregið með að þessi aðferð til hreinsunar á ofanvatni verði viðhöfð í Helgafellshverfi og að aðferðin verði kynnt fyrir handhöfum þegar seldra lóða og þeir hvattir til að nota hana.
Jafnframt verði hugað að ákvæðum um hreinsun ofanvatns í skilmálum að nýjum skipulagssvæðum.5. Ástand gatna í Helgafellshverfi201402312
Nefndarmaður Jóhannes B Eðvarðsson hefur óskað eftir umræðu í skipulagsnefnd um málið. Skipulagsnefnd taldi að erindið félli ekki undir verksvið nefndarinnar heldur sé það á verksviði bæjarráðs. 624. fundur bæjarstjórnar vísar erindinu til bæjarráðs.
Umræða fór fram um málið og það lagt fram.
6. Tillaga um hugsanlega lækkun gjalda á óbyggðum sérbýlislóðum í Mosfellsbæ.201403465
Nefndarmaður Jóhannes B Eðvarðsson hefur óskað eftir umræðu í skipulagsnefnd um tillögu sína. 624. fundur bæjarstjórnar vísar erindinu til bæjarráðs.
Þar sem gatnagerðargjöld í Helgafelli og Leirvogstungu eru þegar uppgerð er ekki um það að ræða að hægt sé að lækka þau gjöld í þessum hverfum. Erindið lagt fram.
7. Erindi Stórsögu um leigu á Selholti í Mosfellsdal201404162
Erindi Stórsögu um leigu á Selholti í Mosfellsdal í þeim tilgangi að stunda þar menningartendga ferðaþjónustu.
Bæjarráð fagnar hugmyndinni og samþykkir með þremur atkvæðum að fela bæjarsjóra að undirbúa samkomulag við bréfritara og leggja fyrir bæjarráð.
8. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um örnefni201404219
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um örnefni heildarlög), 481. mál.
Erindið lagt fram.
9. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um ríkisendurskoðanda og ríkisendurskoðun201404222
Forsætisnefnd Alþingis sendir erindi varðandi umsögn um frumvarp til laga um ríkisendurskoðanda og ríkisendurskoðun.
Erindið lagt fram.