24. september 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Theódór Kristjánsson (TKr) varamaður
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Pétur Jens Lockton fjármálastjóri
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður kynningarmála
Fundargerð ritaði
Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður þjónustu- og upplýsingamála
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Stórsögu um leigu á Selholti í Mosfellsdal201404162
Erindi Stórsögu um leigu á Selholti í Mosfellsdal í þeim tilgangi að stunda þar menningartendga ferðaþjónustu. Áður á dagskrá 1162. fundar bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá viljayfirlýsingu við Stórsögu ehf. Skipulagsþætti verkefnisins er vísað til skipulagsnefndar.
2. Gjaldskrá um gatnagerðargjald í Mosfellsbæ201409220
Lögð er fram breyting á samþykkt um gatnagerðargjald.
Bæjarráð samþykkir framlögð drög ásamt breytingu 2.mgr. 4.gr. þar sem leikskóli verður einnig tilgreindur.
3. Erindi Ráðgjafar ehf varðandi lóðir og skipulag við Bröttuhlíð201409301
Erindi Ráðgjafar ehf varðandi lóðir og skipulag við Bröttuhlíð
Bæjarráð samþykkir að vísa skipulagsþætti málsins til skipulagsnefndar til umsagnar. Einnig er samþykkt að vísa lið 2 um byggingarréttargjald til umsagnar formanns bæjarráðs og framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs.
4. Breytingar á framkvæmdaáætlun ársins 2014201409352
Endurskoðuð framkvæmdaáætlun ársins 2014
Lagt fram.
5. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2014201403028
Fjármálastjóri leggur fram viðauka við fjárhagsáætlun ársins.
Bæjarráð samþykkir viðauka númer þrjú í samræmi við framlagt minnisblað fjármálastjóra.