Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

10. apríl 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Þórður Björn Sigurðsson 1. varamaður
  • Hanna Bjartmars Arnardóttir vara áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Gunnarsson (ÓG) vara áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Um­sókn­ir um styrk til greiðslu fast­eigna­skatts til fé­laga og fé­laga­sam­taka 2014201401519

    Minnisblað fjármálastjóra varðandi styrki til greiðslu fasteignaskatts félaga og félagasamtaka.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að veita styrki til greiðslu fast­eigna­skatts í sam­ræmi við fram­lagt minn­is­blað fjár­mála­stjóra.

    • 2. Við­auk­ar við fjár­hags­áætlun 2014201403028

      Fjármálastjóri leggur fram umbeðna viðauka við fjárhagsáætlun 2014.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að í sam­ræmi við fram­lagt minn­is­blað fjár­mála­stjóra við­auka við fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2014:
      1) Fjár­fest­ing Að­alsjóðs í stofn­fé/eign­ar­hluta fé­laga hækk­ar um kr. 10.900.399 sem fjár­magn­að er af hand­bæru fé Að­alsjóðs sem lækk­ar um sömu fjár­hæð.
      2) Áætlun kostn­að­ar vegna að­keyptr­ar þjón­ustu á deild 05-02 ?Skrif­stofa menn­ing­ar­sviðs? hækk­ar um kr. 750.000 og að sama skapi lækk­ar áætlun kostn­að­ar á deild 21-82 "Óviss út­gjöld" um sömu fjár­hæð.

      • 3. Er­indi Lága­fells­sókn­ar varð­andi end­ur­bæt­ur bíla­stæð­is og lag­fær­ing­ar á vegi við kirkju­garð201403049

        Erindi Lágafellssóknar varðandi endurbætur bílastæðis og lagfæringar á vegi að gamla kirkjugarðinum við Mosfellskirkju. Hjálögð er umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindið.

        Sam­þykkt með tveim­ur at­kvæð­um gegn einu að vísa er­ind­inu til bæj­ar­stjóra til frek­ari skoð­un­ar.

        • 4. Fram­kvæmd­ir við Varmár­völl 2014201403094

          Nánari upplýsingar um sætisskeljar á Varmárvöll

          Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið er mætt­ur Sig­urð­ur Brynj­ar Guð­munds­son (SBG) íþrótta­full­trúi.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að ganga til samn­inga við Á. Ósk­ars­son ehf. um kaup á sæt­is­skelj­um.

          • 5. Er­indi Póst- og fjar­skipta­stofn­un­ar varð­andi fram­tíð­ar­fyr­ir­komulag al­þjón­ustu og þá skyldu að út­vega teng­ingu við al­menna fjar­skipta­net­ið201404077

            Póst- og fjarskiptastofnun kynnir umræðuskjal varðandi framtíðarfyrirkomulag alþjónustu og m.a. þá skyldu að útvega tengingu við almenna fjarskiptanetið.

            Er­ind­ið lagt fram.

            • 6. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um til­lögu til þings­álykt­un­ar um mót­un stefnu vegna vímu­efna­neyslu201404090

              Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu, 335. mál.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sem skili bæj­ar­ráði um­sögn sinni.

              • 7. Stefna Þór­ar­ins Jónas­son­ar varð­andi deili­skipu­lag og reið­veg201404113

                Þórarinn Jónasson stefnir Mosfellsbæ og fleirum til ógildingar á úrskurði Úrskurðarnefndar vegna deiliskipulagi Lækjarness. Einnig stefnt vegna vegs (reiðvegs).

                Stefn­an lögð fram. Lög­menn bæj­ar­ins hafa mót­tek­ið stefn­una og munu gæta hags­muna bæj­ar­ins í mál­inu.

                Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30