10. apríl 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Þórður Björn Sigurðsson 1. varamaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir vara áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) vara áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umsóknir um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka 2014201401519
Minnisblað fjármálastjóra varðandi styrki til greiðslu fasteignaskatts félaga og félagasamtaka.
Samþykkt með þremur atkvæðum að veita styrki til greiðslu fasteignaskatts í samræmi við framlagt minnisblað fjármálastjóra.
2. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2014201403028
Fjármálastjóri leggur fram umbeðna viðauka við fjárhagsáætlun 2014.
Samþykkt með þremur atkvæðum að í samræmi við framlagt minnisblað fjármálastjóra viðauka við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2014:
1) Fjárfesting Aðalsjóðs í stofnfé/eignarhluta félaga hækkar um kr. 10.900.399 sem fjármagnað er af handbæru fé Aðalsjóðs sem lækkar um sömu fjárhæð.
2) Áætlun kostnaðar vegna aðkeyptrar þjónustu á deild 05-02 ?Skrifstofa menningarsviðs? hækkar um kr. 750.000 og að sama skapi lækkar áætlun kostnaðar á deild 21-82 "Óviss útgjöld" um sömu fjárhæð.3. Erindi Lágafellssóknar varðandi endurbætur bílastæðis og lagfæringar á vegi við kirkjugarð201403049
Erindi Lágafellssóknar varðandi endurbætur bílastæðis og lagfæringar á vegi að gamla kirkjugarðinum við Mosfellskirkju. Hjálögð er umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindið.
Samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu að vísa erindinu til bæjarstjóra til frekari skoðunar.
4. Framkvæmdir við Varmárvöll 2014201403094
Nánari upplýsingar um sætisskeljar á Varmárvöll
Á fundinn undir þessum dagskrárlið er mættur Sigurður Brynjar Guðmundsson (SBG) íþróttafulltrúi.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við Á. Óskarsson ehf. um kaup á sætisskeljum.
5. Erindi Póst- og fjarskiptastofnunar varðandi framtíðarfyrirkomulag alþjónustu og þá skyldu að útvega tengingu við almenna fjarskiptanetið201404077
Póst- og fjarskiptastofnun kynnir umræðuskjal varðandi framtíðarfyrirkomulag alþjónustu og m.a. þá skyldu að útvega tengingu við almenna fjarskiptanetið.
Erindið lagt fram.
6. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu vegna vímuefnaneyslu201404090
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu, 335. mál.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar fjölskyldunefndar sem skili bæjarráði umsögn sinni.
7. Stefna Þórarins Jónassonar varðandi deiliskipulag og reiðveg201404113
Þórarinn Jónasson stefnir Mosfellsbæ og fleirum til ógildingar á úrskurði Úrskurðarnefndar vegna deiliskipulagi Lækjarness. Einnig stefnt vegna vegs (reiðvegs).
Stefnan lögð fram. Lögmenn bæjarins hafa móttekið stefnuna og munu gæta hagsmuna bæjarins í málinu.