Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

3. apríl 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) 1. varamaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Gunnarsson (ÓG) vara áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Staða og ástand á ný­bygg­ing­ar­svæð­um 2010201004045

    Í tengslum við umfjöllun um byggingarskilmála í Leirvogstungu lagði bæjarráð til þá málsmeðferð að umhverfissviði og stjórnsýslusviði yrði falið að leggja valkosti fyrir bæjarráð. Hjálagt er tillaga að bréfi í þessu skini.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bygg­ing­ar­full­trúa að senda út bréf í sam­ræmi við fram­lögð drög.

    • 2. Er­indi SHS varð­andi til­lögu um aukn­ingu á stofn­fé byggða­sam­lags­ins201211205

      Erindi SHS varðandi seinni greiðslu vegna aukningar á stofnfé til byggðasamlagsins.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila aukn­ingu síð­ari hluta stofn­fjár að upp­hæð kr. 10.900.399 sem er 4,36% hlut­ur Mos­fells­bæj­ar og er fjár­mála­stjóra fal­ið að ganga frá mál­inu m.a. að út­búa gerð við­auka við fjár­hags­áætlun og leggja fyr­ir bæj­ar­ráð.

      • 3. Er­indi El­ín­ar Rún­ar Þor­steins­dótt­ur varð­andi gönguljós201304308

        Elín Rún Þorsteinsdóttur óskaði í bréfi 15.4.2013 eftir uppsetningu á gönguljósum með hljóðmerki við Baugshlíð með tilliti til blindra skólabarna. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulagsnefndar. Lögð fram umsögn skipulagsnefndar frá 364. fundi.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs úr­lausn máls­ins í sam­ræmi við um­sögn skipu­lags­nefnd­ar og hafi sam­ráð við skóla­stjórn­end­ur þar um.

        • 4. Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar 2013201312056

          Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2013 lagður fram í bæjarráði á leið sinni til fyrstu umræðu í bæjarstjórn.

          Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið var mætt­ur end­ur­skoð­andi bæj­ar­ins, Hlyn­ur Sig­urðs­son (HSi).

          Auk hans sat fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri Mos­fells­bæj­ar.

          Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir árs­reikn­ing Mos­fells­bæj­ar vegna árs­ins 2013 með árit­un sinni og telst hann til­bú­inn til end­ur­skoð­un­ar og af­greiðslu í bæj­ar­stjórn. Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa árs­reiknngi Mos­fells­bæj­ar 2013 til fyrri um­ræðu á næsta fundi bæj­ar­stjórn­ar.

          Bæj­ar­ráðs­mað­ur Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar mót­mæl­ir fram­setn­ingu árs­reikn­ings­ins.

          • 5. Er­indi Guð­jóns Jens­son­ar varð­andi verk­efn­is­styrk201403011

            Guðjón Jensson sækir um verkefnisstyrk varðandi heimildaritun um Mosfellsheiði. Hjálögð er umsögn framkvæmdastjóra menningarsviðs.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila fram­kvæmda­stjóra menn­ing­ar­sviðs að styrkja verk­efn­ið í sam­ræmi við minn­is­blað hans þar um.

            • 6. Fram­kvæmd­ir við Varmár­völl 2014201403094

              Umhverfissvið óskar eftir heimild til að ganga til samninga um kaup á sætisskeljum í samræmi við fyrirliggjandi verðkönnun.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að óska eft­ir frek­ari gögn­um í mál­inu sem lögð verði fyr­ir næsta fund bæj­ar­ráðs.

              • 7. Til­laga að gjaldskrá árs­ins 2014 vegna leigu á beit­ar­hólf­um og vegna hand­söm­un­ar og vörslu hrossa201403500

                Tillaga hestamannafélagsins Harðar að gjaldskrá vegna leigu á beitarhólfum og vegna handsömunar- og vörslugjalds lausagönguhrossa fyrir árið 2014. Tillagan er lögð fram í samræmi við ákvæði samnings Mosfellsbæjar og Hestamannafélagsins um umsjón með nýtingu beitarhólfa þar sem kveðið er á um samþykki Mosfellsbæjar á umræddri gjaldskrá.

                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að stað­festa gjaldskrá vegna leigu á beit­ar­hólf­um og vegna hand­söm­un­ar- og vörslu­gjalds lausa­göngu­hrossa.

                • 8. Odds­mýri ehf, um­sókn um lóð­ina Desja­mýri 7201403501

                  Úthlutun lóðarinnar Desjamýri 7 til félagsins Oddsmýri ehf.

                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að út­hluta fyr­ir­tæk­inu Odds­mýri lóð­inni Desja­mýri 7.

                  • 9. Er­indi Önnu Báru Ólafs­dótt­ur varð­andi kaup á landi201403509

                    Erindi Önnu Báru Ólafsdóttur varðandi kaup á landi.

                    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra skoð­un máls­ins.

                    • 10. 50 ára af­mæli Skóla­hljóm­sveit­ar201404003

                      Minnisblað lagt fram vegna afmælis Skólahljómsveitar.

                      Í minn­is­blaði fram­kvæmda­stjóra menn­ing­ar­sviðs seg­ir að hefð sé fyr­ir því að veita stofn­un­um Mos­fells­bæj­ar gjaf­ir í til­efni af slík­um tíma­mót­um. Skóla­hljóm­sveit­in hef­ur óskað eft­ir því einu að gert verði átak í end­ur­nýj­un hljóð­færa hljóm­sveit­ar­inn­ar sem mörg hver eru komin vel við ald­ur. Því er lagt til að bæj­ar­ráð sam­þykki að Skóla­hljóm­sveit­inni verði veitt­ar 500.000 til hljóð­færa­kaupa en upp­hæð­in er til á fræðslu­sviði und­ir ýms­ir styrk­ir 04-81, jafn­framt að hug­að verði að frek­ari þörf­um hljóm­sveit­ar­inn­ar við næstu fjár­hags­áætlun.

                      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að veita Skóla­hljóm­sveit Mos­fells­bæj­ar 500 þús­und króna fram­lag til hljóð­færa­kaupa í til­efni 50 ára af­mæl­is sveit­ar­inn­ar.

                      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30