3. apríl 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) 1. varamaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) vara áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Staða og ástand á nýbyggingarsvæðum 2010201004045
Í tengslum við umfjöllun um byggingarskilmála í Leirvogstungu lagði bæjarráð til þá málsmeðferð að umhverfissviði og stjórnsýslusviði yrði falið að leggja valkosti fyrir bæjarráð. Hjálagt er tillaga að bréfi í þessu skini.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela byggingarfulltrúa að senda út bréf í samræmi við framlögð drög.
2. Erindi SHS varðandi tillögu um aukningu á stofnfé byggðasamlagsins201211205
Erindi SHS varðandi seinni greiðslu vegna aukningar á stofnfé til byggðasamlagsins.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila aukningu síðari hluta stofnfjár að upphæð kr. 10.900.399 sem er 4,36% hlutur Mosfellsbæjar og er fjármálastjóra falið að ganga frá málinu m.a. að útbúa gerð viðauka við fjárhagsáætlun og leggja fyrir bæjarráð.
3. Erindi Elínar Rúnar Þorsteinsdóttur varðandi gönguljós201304308
Elín Rún Þorsteinsdóttur óskaði í bréfi 15.4.2013 eftir uppsetningu á gönguljósum með hljóðmerki við Baugshlíð með tilliti til blindra skólabarna. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulagsnefndar. Lögð fram umsögn skipulagsnefndar frá 364. fundi.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs úrlausn málsins í samræmi við umsögn skipulagsnefndar og hafi samráð við skólastjórnendur þar um.
4. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2013201312056
Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2013 lagður fram í bæjarráði á leið sinni til fyrstu umræðu í bæjarstjórn.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mættur endurskoðandi bæjarins, Hlynur Sigurðsson (HSi).
Auk hans sat fundinn undir þessum dagskrárlið Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri Mosfellsbæjar.
Bæjarráð samþykkir ársreikning Mosfellsbæjar vegna ársins 2013 með áritun sinni og telst hann tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í bæjarstjórn. Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa ársreiknngi Mosfellsbæjar 2013 til fyrri umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.
Bæjarráðsmaður Íbúahreyfingarinnar mótmælir framsetningu ársreikningsins.
5. Erindi Guðjóns Jenssonar varðandi verkefnisstyrk201403011
Guðjón Jensson sækir um verkefnisstyrk varðandi heimildaritun um Mosfellsheiði. Hjálögð er umsögn framkvæmdastjóra menningarsviðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila framkvæmdastjóra menningarsviðs að styrkja verkefnið í samræmi við minnisblað hans þar um.
6. Framkvæmdir við Varmárvöll 2014201403094
Umhverfissvið óskar eftir heimild til að ganga til samninga um kaup á sætisskeljum í samræmi við fyrirliggjandi verðkönnun.
Samþykkt með þremur atkvæðum að óska eftir frekari gögnum í málinu sem lögð verði fyrir næsta fund bæjarráðs.
7. Tillaga að gjaldskrá ársins 2014 vegna leigu á beitarhólfum og vegna handsömunar og vörslu hrossa201403500
Tillaga hestamannafélagsins Harðar að gjaldskrá vegna leigu á beitarhólfum og vegna handsömunar- og vörslugjalds lausagönguhrossa fyrir árið 2014. Tillagan er lögð fram í samræmi við ákvæði samnings Mosfellsbæjar og Hestamannafélagsins um umsjón með nýtingu beitarhólfa þar sem kveðið er á um samþykki Mosfellsbæjar á umræddri gjaldskrá.
Samþykkt með þremur atkvæðum að staðfesta gjaldskrá vegna leigu á beitarhólfum og vegna handsömunar- og vörslugjalds lausagönguhrossa.
8. Oddsmýri ehf, umsókn um lóðina Desjamýri 7201403501
Úthlutun lóðarinnar Desjamýri 7 til félagsins Oddsmýri ehf.
Samþykkt með þremur atkvæðum að úthluta fyrirtækinu Oddsmýri lóðinni Desjamýri 7.
9. Erindi Önnu Báru Ólafsdóttur varðandi kaup á landi201403509
Erindi Önnu Báru Ólafsdóttur varðandi kaup á landi.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra skoðun málsins.
10. 50 ára afmæli Skólahljómsveitar201404003
Minnisblað lagt fram vegna afmælis Skólahljómsveitar.
Í minnisblaði framkvæmdastjóra menningarsviðs segir að hefð sé fyrir því að veita stofnunum Mosfellsbæjar gjafir í tilefni af slíkum tímamótum. Skólahljómsveitin hefur óskað eftir því einu að gert verði átak í endurnýjun hljóðfæra hljómsveitarinnar sem mörg hver eru komin vel við aldur. Því er lagt til að bæjarráð samþykki að Skólahljómsveitinni verði veittar 500.000 til hljóðfærakaupa en upphæðin er til á fræðslusviði undir ýmsir styrkir 04-81, jafnframt að hugað verði að frekari þörfum hljómsveitarinnar við næstu fjárhagsáætlun.
Samþykkt með þremur atkvæðum að veita Skólahljómsveit Mosfellsbæjar 500 þúsund króna framlag til hljóðfærakaupa í tilefni 50 ára afmælis sveitarinnar.