13. mars 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Fannars Pálssonar varðandi skráningu lögheimilis að Grund við Lerkibyggð201402026
Erindi Fannars Pálssonar varðandi skráningu lögheimilis fjölskyldu sinnar að Grund við Lerkibyggð.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila skráningu lögheimilis að Grund við Lerkibyggð þar sem fasteignin stendur á skipulögðu íbúðarsvæði.
2. Erindi Björgunarsveitarinnar Kyndils201402170
Beiðni frá Björgunnarsveitinni Kyndli
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila menningarsviði að koma til móts við tjón Björgunarsveitarinnar með 400.000 kr stuðningi. Útgjöldin rúmast innan fjárhagsáætlunar og takast af liðnum ýmsir styrkir á menningarsviði.
3. Erindi Norræna félagsins varðandi sumarstörf fyrir Nordjobb sumarið 2014201402171
Erindi Norræna félagsins þar sem óskað er eftir því að ráðið verði í tvö Nordjobb störf á vegum Mosfellsbæjar sumarið 2014. - Umsögn menningarsviðs lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að synja erindinu.
4. Erindi Lágafellssóknar varðandi endurbætur bílastæðis og lagfæringar á vegi við kirkjugarð201403049
Erindi Lágafellssóknar varðandi endurbætur bílastæðis og lagfæringar á vegi að gamla kirkjugarðinum við Mosfellskirkju.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
5. Ársreikningur Strætó bs. 2013201403057
Ársreikningur Strætó bs. fyrir árið 2013 til kynningar.
Ársreikningurinn lagður fram.
6. Framkvæmdir við Varmárvöll 2014201403094
Óskað er eftir heimild til kaupa á 300 stk sætisskeljar í áhorfendapalla Varmárvallar. Þetta er eitt af skilyrðum KSÍ setur fyrir keppni í 1. deild.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að framkvæma verðkönnun vegna innkaupa á sætisskeljum á áhorfendapalla í stúku á Varmárvelli.
7. Tvær kennslustofur á lóð Varmárskóla201403135
Um er að ræða beiðni til bæjarráðs vegna byggingar tveggja nýrra kennslustofa í samræmi við samþykkt fræðslunefndar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til viðbótarsamninga um smíði tveggja nýrra kennslustofa við Stálnagla ehf. sem var lægstbjóðandi í útboði um byggingu færanlegra kennslustofa sem fram fór í maí 2013.
8. Erindi Þórarins Jónassonar varðandi landamerki Laxnes I201403144
Erindi Þórarins Jónassonar varðandi landamerki Laxnes I, þar sem m.a. er lögð fram tillaga að kaupum á hlut bæjarins í Laxnesi I o.fl.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til skoðunar hjá bæjarstjóra.
9. Erindi Eybjargar H Hauksdóttur fyrir hönd Foreldarfélags Leirvogstunguskóla201403158
Erindi Eybjargar H Hauksdóttur fyrir hönd Foreldarfélags Leirvogstunguskóla þar sem m.a. er óskað upplýsinga um tækjakaup á skólalóð Leirvogstunguskóla og ráðgerð lok framkvæmda.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að svara bréfritara á grundvelli fyrirliggjandi draga að svörum.
10. Réttur sveitarstjórnarmanna til að fá mál tekin á dagskrá201403159
Bæjarráðsmaðurinn óskar eftir umfjöllun í bæjarráði um réttmæti neitunar og hvort hún samræmist lögum og reglum.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið eru mætt Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri umhverfissviðs og Tómas G. Gíslason (TGG) umhverfisstjóri.
Tillaga kom fram frá Jóni Jósef Bjarnasyni um að málið fengi þann titil sem upphaflega var óskað eftir. Tillagan felld með tveimur atkvæðum gegn einu atkvæði.
Umræður fóru fram um dagskrárliðinn en tilefni hans var að ekki hafi verið orðið við upphaflegri ósk nefndarmanns í umhverfisnefnd um mál á dagskrá. Á síðast ári fóru fram umræður, og fram kom umsögn, um rétt nefndarmanna til þess að fá erindi tekin á dagskrá funda en í umsögninni sem kynnt hefur verið í öllum nefndum, kom m.a. fram ríkur réttur nefndarmanna til þess að óska eftir dagskrármálum.
Tillaga kom fram um að breyta nafni dagskrárliðarins í, Réttur sveitarstjórnarmanna til að fá mál tekin á dagskrá. Tillagan samþykkt með þremur atkvæðum.