Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

13. mars 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Fann­ars Páls­son­ar varð­andi skrán­ingu lög­heim­il­is að Grund við Lerki­byggð201402026

    Erindi Fannars Pálssonar varðandi skráningu lögheimilis fjölskyldu sinnar að Grund við Lerkibyggð.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila skrán­ingu lög­heim­il­is að Grund við Lerki­byggð þar sem fast­eign­in stend­ur á skipu­lögðu íbúð­ar­svæði.

    • 2. Er­indi Björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Kyndils201402170

      Beiðni frá Björgunnarsveitinni Kyndli

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila menn­ing­ar­sviði að koma til móts við tjón Björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar með 400.000 kr stuðn­ingi. Út­gjöld­in rúm­ast inn­an fjár­hags­áætl­un­ar og takast af liðn­um ýms­ir styrk­ir á menn­ing­ar­sviði.

      • 3. Er­indi Nor­ræna fé­lags­ins varð­andi sum­arstörf fyr­ir Nor­djobb sum­ar­ið 2014201402171

        Erindi Norræna félagsins þar sem óskað er eftir því að ráðið verði í tvö Nordjobb störf á vegum Mosfellsbæjar sumarið 2014. - Umsögn menningarsviðs lögð fram.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að synja er­ind­inu.

        • 4. Er­indi Lága­fells­sókn­ar varð­andi end­ur­bæt­ur bíla­stæð­is og lag­fær­ing­ar á vegi við kirkju­garð201403049

          Erindi Lágafellssóknar varðandi endurbætur bílastæðis og lagfæringar á vegi að gamla kirkjugarðinum við Mosfellskirkju.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

          • 5. Árs­reikn­ing­ur Strætó bs. 2013201403057

            Ársreikningur Strætó bs. fyrir árið 2013 til kynningar.

            Árs­reikn­ing­ur­inn lagð­ur fram.

            • 6. Fram­kvæmd­ir við Varmár­völl 2014201403094

              Óskað er eftir heimild til kaupa á 300 stk sætisskeljar í áhorfendapalla Varmárvallar. Þetta er eitt af skilyrðum KSÍ setur fyrir keppni í 1. deild.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að fram­kvæma verð­könn­un vegna inn­kaupa á sæt­is­skelj­um á áhorf­endap­alla í stúku á Varmár­velli.

              • 7. Tvær kennslu­stof­ur á lóð Varmár­skóla201403135

                Um er að ræða beiðni til bæjarráðs vegna byggingar tveggja nýrra kennslustofa í samræmi við samþykkt fræðslunefndar.

                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að ganga til við­bót­ar­samn­inga um smíði tveggja nýrra kennslu­stofa við Stálnagla ehf. sem var lægst­bjóð­andi í út­boði um bygg­ingu fær­an­legra kennslu­stofa sem fram fór í maí 2013.

                • 8. Er­indi Þór­ar­ins Jónas­son­ar varð­andi landa­merki Lax­nes I201403144

                  Erindi Þórarins Jónassonar varðandi landamerki Laxnes I, þar sem m.a. er lögð fram tillaga að kaupum á hlut bæjarins í Laxnesi I o.fl.

                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til skoð­un­ar hjá bæj­ar­stjóra.

                  • 9. Er­indi Ey­bjarg­ar H Hauks­dótt­ur fyr­ir hönd For­eld­ar­fé­lags Leir­vogstungu­skóla201403158

                    Erindi Eybjargar H Hauksdóttur fyrir hönd Foreldarfélags Leirvogstunguskóla þar sem m.a. er óskað upplýsinga um tækjakaup á skólalóð Leirvogstunguskóla og ráðgerð lok framkvæmda.

                    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að svara bréf­rit­ara á grund­velli fyr­ir­liggj­andi draga að svör­um.

                    • 10. Rétt­ur sveit­ar­stjórn­ar­manna til að fá mál tekin á dagskrá201403159

                      Bæjarráðsmaðurinn óskar eftir umfjöllun í bæjarráði um réttmæti neitunar og hvort hún samræmist lögum og reglum.

                      Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið eru mætt Jó­hanna B. Han­sen (JBH) fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs og Tóm­as G. Gíslason (TGG) um­hverf­is­stjóri.

                      Til­laga kom fram frá Jóni Jósef Bjarna­syni um að mál­ið fengi þann tit­il sem upp­haf­lega var óskað eft­ir. Til­lag­an felld með tveim­ur at­kvæð­um gegn einu at­kvæði.

                      Um­ræð­ur fóru fram um dag­skrárlið­inn en til­efni hans var að ekki hafi ver­ið orð­ið við upp­haf­legri ósk nefnd­ar­manns í um­hverf­is­nefnd um mál á dagskrá. Á síð­ast ári fóru fram um­ræð­ur, og fram kom um­sögn, um rétt nefnd­ar­manna til þess að fá er­indi tekin á dagskrá funda en í um­sögn­inni sem kynnt hef­ur ver­ið í öll­um nefnd­um, kom m.a. fram rík­ur rétt­ur nefnd­ar­manna til þess að óska eft­ir dag­skrár­mál­um.

                      Til­laga kom fram um að breyta nafni dag­skrárlið­ar­ins í, Rétt­ur sveit­ar­stjórn­ar­manna til að fá mál tekin á dagskrá. Til­lag­an sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um.

                      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30