20. nóvember 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði
Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Strætó bs - beiðni um kynningu fyrir bæjarráð vegna skýrslu Mannvits201411109
Á fundinn mæta Einar Kristjánsson og Smári Ólafsson frá Strætó bs.til að kynna skýrsluna.
Undir þessum dagskrárlið mættu Einar Kristjánsson og Smári Ólafsson frá Strætó bs. og kynntu skýrslu Mannvits um mögulega flex þjónustu. Bæjarráð samþykkir að vísa skýrslunni til umsagnar skipulagsnefndar.
2. Erindi Báru Sigurðardóttur varðandi gatnagerðargjald201409259
Erindi Báru Sigurðardóttur þar sem óskað er eftir bæjarráð endurskoði fyrri ákvörðun sína um greiðslu gatnagerðargjalds af viðbyggingu við Reykjadal 2.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn bæjarstjóra um erindið.
3. Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur bæjarfulltrúa um vígbúnað lögreglunnar.201410314
Óskað er eftir umræðu um málið og að Mosfellsbær segi hug sinn í því.
Málið lagt fram og vísað til væntanlegs samráðsfundar með lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins þann 27. nóvember næstkomandi.
4. Erindi Samkeppniseftirlitsins varðandi kvörtun Gámaþjónustunnar hf.201304064
Eftirlitið hefur lokið rannsókn málsins sem snýr að einokun sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu á bláum endurvinnslutunnum. Niðurstöður eftirlitsins lagðar fram.
Erindi Samkeppniseftirlitsins lagt fram. Bæjarráð óskar eftir því við bæjarstjóra að málið verði tekið upp á vettvangi SSH.
5. Heilsueflandi samfélag201208024
Umsögn umhverfisnefndar vegna erindis Heilsuvinjar Mosfellsbæjar um framleiðslu og dreifingu fjölnota og umhverfisvænna innkaupapoka á öll heimili í Mosfellsbæ, sem bæjarráð óskaði eftir á 1188. fundi sínum.
Samþykkt með þremur atkvæðum að verða við erindi Heilsuvinjar Mosfellsbæjar um framleiðslu og dreifingu fjölnota og umhverfisvænna innkaupapoka á öll heimili í Mosfellsbæ. Bæjarráð leggur áherslu á að verkefnið verði unnið í góðu samstarfi við bæjarfélagið og stofnanir þess. Jafnframt verði ábendingum Íbúahreyfingarinnar komið á framfæri við framkvæmdaaðila.
6. Skeggjastaðir - umsögn bæjarstjórnar um stofnun lögbýlis201411075
Óskað er eftir umsögn bæjarráðs um stofnun lögbýlis að Skeggjastöðum í Mosfellsdal til að fylgja með í "Umsókn um stofnun lögbýlis" til Landbúnaðarráðurneytis.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar skipulagsnefndar.
7. Sorpa-útboð á þjónustu við grenndargáma fyrir pappír, plast og gler.201411077
Erindi Sorpu bs. varðandi útboð á þjónustu við grenndargáma fyrir pappír, plast og gler. Óskað eftir staðfestingu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum tillögu SORPU bs. að grunnforsendum útboðs á þjónustu við grenndargáma. Bæjarráð óskar jafnframt eftir að umhverfisnefnd og umhverfissvið skoði staðsetningu gámanna.
8. Erindi Sorpu bs - Rekstraráætlun 2015-2019201411010
Rekstraráætlun Sorpu bs lögð fram.
Rekstraráætlu SORPU bs. lögð fram til kynningar.
9. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2014201401243
Fjármálastjóri kynnir fyrirhugaða lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Undir þessum dagskrárlið mætti Pétur Jens Lockton fjármálastjóri Mosfellsbæjar.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti með þremur atkvæðum að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 172.000.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til fjármögnunar hluta framkvæmda við skóla- og íþróttamannvirkja, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Lántakan er í samræmi við gildandi fjárhagsáætlun og samþykkta viðauka nr. 1 til 3.
Jafnframt var Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra, kt. 141261-7119 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.10. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2014201403028
Fjármálastjóri leggur fram viðauka við fjárhagsáætlun ársins.
Undir þessum dagskrárlið mætti Pétur Jens Lockton fjármálastjóri Mosfellsbæjar kynnti viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2014.
Bæjarráð samþykkti með þremur atkvæðum framlagðan viðauka nr. 4.