Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

20. nóvember 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs

Fundargerð ritaði

Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Strætó bs - beiðni um kynn­ingu fyr­ir bæj­ar­ráð vegna skýrslu Mann­vits201411109

    Á fundinn mæta Einar Kristjánsson og Smári Ólafsson frá Strætó bs.til að kynna skýrsluna.

    Und­ir þess­um dag­skrárlið mættu Ein­ar Kristjáns­son og Smári Ólafs­son frá Strætó bs. og kynntu skýrslu Mann­vits um mögu­lega flex þjón­ustu. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir að vísa skýrsl­unni til um­sagn­ar skipu­lags­nefnd­ar.

    • 2. Er­indi Báru Sig­urð­ar­dótt­ur varð­andi gatna­gerð­ar­gjald201409259

      Erindi Báru Sigurðardóttur þar sem óskað er eftir bæjarráð endurskoði fyrri ákvörðun sína um greiðslu gatnagerðargjalds af viðbyggingu við Reykjadal 2.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir að óska eft­ir um­sögn bæj­ar­stjóra um er­ind­ið.

      • 3. Er­indi Sigrún­ar H. Páls­dótt­ur bæj­ar­full­trúa um víg­bún­að lög­regl­unn­ar.201410314

        Óskað er eftir umræðu um málið og að Mosfellsbær segi hug sinn í því.

        Mál­ið lagt fram og vísað til vænt­an­legs sam­ráðs­fund­ar með lög­reglu­stjóra höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins þann 27. nóv­em­ber næst­kom­andi.

        • 4. Er­indi Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins varð­andi kvört­un Gáma­þjón­ust­unn­ar hf.201304064

          Eftirlitið hefur lokið rannsókn málsins sem snýr að einokun sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu á bláum endurvinnslutunnum. Niðurstöður eftirlitsins lagðar fram.

          Er­indi Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins lagt fram. Bæj­ar­ráð ósk­ar eft­ir því við bæj­ar­stjóra að mál­ið verði tek­ið upp á vett­vangi SSH.

          • 5. Heilsu­efl­andi sam­fé­lag201208024

            Umsögn umhverfisnefndar vegna erindis Heilsuvinjar Mosfellsbæjar um framleiðslu og dreifingu fjölnota og umhverfisvænna innkaupapoka á öll heimili í Mosfellsbæ, sem bæjarráð óskaði eftir á 1188. fundi sínum.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að verða við er­indi Heilsu­vinj­ar Mos­fells­bæj­ar um fram­leiðslu og dreif­ingu fjöl­nota og um­hverf­i­s­vænna inn­kaupa­poka á öll heim­ili í Mos­fells­bæ. Bæj­ar­ráð legg­ur áherslu á að verk­efn­ið verði unn­ið í góðu sam­starfi við bæj­ar­fé­lag­ið og stofn­an­ir þess. Jafn­framt verði ábend­ing­um Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar kom­ið á fram­færi við fram­kvæmda­að­ila.

            • 6. Skeggjastað­ir - um­sögn bæj­ar­stjórn­ar um stofn­un lög­býl­is201411075

              Óskað er eftir umsögn bæjarráðs um stofnun lögbýlis að Skeggjastöðum í Mosfellsdal til að fylgja með í "Umsókn um stofnun lögbýlis" til Landbúnaðarráðurneytis.

              Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar skipu­lags­nefnd­ar.

              • 7. Sorpa-út­boð á þjón­ustu við grennd­argáma fyr­ir papp­ír, plast og gler.201411077

                Erindi Sorpu bs. varðandi útboð á þjónustu við grenndargáma fyrir pappír, plast og gler. Óskað eftir staðfestingu bæjarráðs.

                Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um til­lögu SORPU bs. að grunn­for­send­um út­boðs á þjón­ustu við grennd­argáma. Bæj­ar­ráð ósk­ar jafn­framt eft­ir að um­hverf­is­nefnd og um­hverf­is­svið skoði stað­setn­ingu gámanna.

                • 8. Er­indi Sorpu bs - Rekstr­aráætlun 2015-2019201411010

                  Rekstraráætlun Sorpu bs lögð fram.

                  Rekstr­aráætlu SORPU bs. lögð fram til kynn­ing­ar.

                  • 9. Fjár­mögn­un skv. fjár­hags­áætlun 2014201401243

                    Fjármálastjóri kynnir fyrirhugaða lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

                    Und­ir þess­um dag­skrárlið mætti Pét­ur Jens Lockton fjár­mála­stjóri Mos­fells­bæj­ar.
                    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti með þrem­ur at­kvæð­um að taka lán hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga ohf. að fjár­hæð 172.000.000 kr., í sam­ræmi við sam­þykkta skil­mála lán­veit­ing­ar­inn­ar sem liggja fyr­ir fund­in­um. Til trygg­ing­ar lán­inu standa tekj­ur sveit­ar­fé­lags­ins, sbr. heim­ild í 2. mgr. 68. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011. Er lán­ið tek­ið til fjár­mögn­un­ar hluta fram­kvæmda við skóla- og íþrótta­mann­virkja, sbr. 3. gr. laga um stofn­un op­in­bers hluta­fé­lags um Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga nr. 150/2006. Lán­tak­an er í sam­ræmi við gild­andi fjár­hags­áætlun og sam­þykkta við­auka nr. 1 til 3.
                    Jafn­framt var Har­aldi Sverris­syni, bæj­ar­stjóra, kt. 141261-7119 veitt fullt og ótak­markað um­boð til þess f.h. Mos­fells­bæj­ar að und­ir­rita láns­samn­ing við Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga sbr. fram­an­greint, sem og til þess að móttaka, und­ir­rita og gefa út, og af­henda hvers kyns skjöl, fyr­ir­mæli og til­kynn­ing­ar, sem tengjast lán­töku þess­ari.

                    • 10. Við­auk­ar við fjár­hags­áætlun 2014201403028

                      Fjármálastjóri leggur fram viðauka við fjárhagsáætlun ársins.

                      Und­ir þess­um dag­skrárlið mætti Pét­ur Jens Lockton fjár­mála­stjóri Mos­fells­bæj­ar kynnti við­auka nr. 4 við fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2014.
                      Bæj­ar­ráð sam­þykkti með þrem­ur at­kvæð­um fram­lagð­an við­auka nr. 4.

                      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.