19. september 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir vara áheyrnarfulltrúi
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi JP Lögmanna varðandi kröfur Jáverks ehf. vegna Krikaskóla201107057
Erindi JP Lögmanna varðandi kröfur JÁ Verks ehf. vegna Krikaskóla. Framkvæmdastjóri umhverfissviðs mætir á fundinn undir þessum dagskrárlið.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mætt Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að leita sátta við JÁ Verk ehf. í samræmi við umræður á fundinum.
2. Erindi Samkeppniseftirlitsins varðandi kvörtun Gámaþjónustunnar hf.201304064
Erindi Samkeppniseftirlitsins varðandi kvörtun Gámaþjónustunnar hf. þar sem fyrirtækið kvartar yfir einokun sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu á svokölluðum bláum endurvinnslutunnum. Kynnt er ákvörðun eftirlitsins um að hefja formlega rannsókn á umkvörtunarefni Gámaþjónustunnar.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mætt Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að leggja drög að svari fyrir bæjarráð.
3. Erindi af formannafundur Aftureldingar201309284
Erindi formannafundur Aftureldingar frá 27. ágúst varðandi úthlutun á styrkveitingum.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu framkvæmdastjóra menningarsviðs og íþrótta- og tómstundanefndar.