Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

19. september 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
  • Hanna Bjartmars Arnardóttir vara áheyrnarfulltrúi
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi JP Lög­manna varð­andi kröf­ur Já­verks ehf. vegna Krika­skóla201107057

    Erindi JP Lögmanna varðandi kröfur JÁ Verks ehf. vegna Krikaskóla. Framkvæmdastjóri umhverfissviðs mætir á fundinn undir þessum dagskrárlið.

    Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið var mætt Jó­hanna B. Han­sen (JBH) fram­kvæmda­stjóri stjórn­sýslu­sviðs.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að leita sátta við JÁ Verk ehf. í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um.

    • 2. Er­indi Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins varð­andi kvört­un Gáma­þjón­ust­unn­ar hf.201304064

      Erindi Samkeppniseftirlitsins varðandi kvörtun Gámaþjónustunnar hf. þar sem fyrirtækið kvartar yfir einokun sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu á svokölluðum bláum endurvinnslutunnum. Kynnt er ákvörðun eftirlitsins um að hefja formlega rannsókn á umkvörtunarefni Gámaþjónustunnar.

      Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið var mætt Jó­hanna B. Han­sen (JBH) fram­kvæmda­stjóri stjórn­sýslu­sviðs.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að leggja drög að svari fyr­ir bæj­ar­ráð.

      • 3. Er­indi af formanna­fund­ur Aft­ur­eld­ing­ar201309284

        Erindi formannafundur Aftureldingar frá 27. ágúst varðandi úthlutun á styrkveitingum.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar og af­greiðslu fram­kvæmda­stjóra menn­ing­ar­sviðs og íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00