Mál númer 201301625
- 15. janúar 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #618
Malbikunarstöðin Höfði hf. óskar eftir því að fá að framkvæma umhverfismat vegna vinnslu í Seljadalsnámu.
Afgreiðsla 1149. fundar bæjarráðs samþykkt á 618. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 9. janúar 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1149
Malbikunarstöðin Höfði hf. óskar eftir því að fá að framkvæma umhverfismat vegna vinnslu í Seljadalsnámu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar geri ekki athugasemd við áform Höfða hf. um að framkvæma umhverfismat, enda slíkt mat forsenda þess að vinnsla megi fara fram. Bæjarráð áréttar í þsssu sambandi að samningurinn rennur út síðla árs 2015 og í afstöðunni felast engin fyrirheit um framlengingu hans.
- 20. nóvember 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #615
Malbikunarstöðin Höfði hf. óskar eftir viðræðum við Mosfellsbæ um framlengingu á samningi frá 1985 um nýtingu efnis úr Seljadalsnámu.
Afgreiðsla 1143. fundar bæjarráðs samþykkt á 615. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 14. nóvember 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1143
Malbikunarstöðin Höfði hf. óskar eftir viðræðum við Mosfellsbæ um framlengingu á samningi frá 1985 um nýtingu efnis úr Seljadalsnámu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða við Malbikunarstöðina Höfða hf. og kynna innihald minnisblaðsins.
- 20. febrúar 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #599
Malbikunarstöðin Höfði hf. óskar eftir viðræðum við Mosfellsbæ um framlengingu á samningi frá 1985 um nýtingu efnis úr Seljadalsnámu.
Afgreiðsla 1109. fundar bæjarráðs samþykkt á 599. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 14. febrúar 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1109
Malbikunarstöðin Höfði hf. óskar eftir viðræðum við Mosfellsbæ um framlengingu á samningi frá 1985 um nýtingu efnis úr Seljadalsnámu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar.