9. janúar 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp um húsaleigubætur201312076
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um húsaleigubætur.
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda Alþingi umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
2. Erindi Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. varðandi Seljadalsnámu201301625
Malbikunarstöðin Höfði hf. óskar eftir því að fá að framkvæma umhverfismat vegna vinnslu í Seljadalsnámu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar geri ekki athugasemd við áform Höfða hf. um að framkvæma umhverfismat, enda slíkt mat forsenda þess að vinnsla megi fara fram. Bæjarráð áréttar í þsssu sambandi að samningurinn rennur út síðla árs 2015 og í afstöðunni felast engin fyrirheit um framlengingu hans.
3. Erindi Margrétar Tryggvadóttur varðandi uppskipti á jörðinni Miðdal I200605022
Erindi Margrétar Tryggvadóttur varðandi uppskipti á jörðinni Miðdal I, þar sem talið er að forsendur fyrir uppskiptingar landsins liggi nú fyrir. Hjálögð umsögn bæjarritara og byggingarfulltrúa.
Umsögnin lögð fram.
4. Gasgerðarstöð Sorpu í Álfsnesi - Beiðni um umsögn201401049
Gasgerðarstöð Sorpu í Álfsnesi - beiðni um umsögn
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar umhverfissviðs.
5. Erindi Lögreglustjórans, umsagnarbeiðni vegna áfengisveitingaleyfis fyrir Þorrablót201401100
Umsagnarbeiðni, áfengisveitingaleyfi fyrir Þorrablót
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar geri ekki fyrir sitt leyti athugasemd við tímabundið áfengisveitingaleyfi vegna þorrablóts Þruma og eldinga.
6. Erindi Guðnýjar Halldórsdóttur og Guðnýjar Dóru Gestsdóttur varðandi dreifingu á úrgangi úr minkabúi201311038
Umsögn Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis við erindi Guðnýjar Halldórsdóttur og Guðnýjar Dóru Gestsdóttur varðandi dreifingu á úrgangi úr minkabúi í Helgadal.
Umbeðin umsögn Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis lögð fram. Bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga frá eftirlitinu varðandi umsögnina.
7. Heimasíða Mosfellsbæjar201306125
Til upplýsinga vegna uppfærslu á heimasíðu Mosfellsbæjar.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mætt Aldís Stefánsdóttir (AS) forstöðumaður þjónustu- og upplýsingamála.
Aldís sýndi bæjarráði uppbyggingu og útlit nýrrar heimasíðu Mosfellsbæjar sem senn verður tekin í notkun.