Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

9. janúar 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp um húsa­leigu­bæt­ur201312076

    Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um húsaleigubætur.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að senda Al­þingi um­sögn fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs.

    • 2. Er­indi Mal­bik­un­ar­stöðv­ar­inn­ar Höfða hf. varð­andi Selja­dals­námu201301625

      Malbikunarstöðin Höfði hf. óskar eftir því að fá að framkvæma umhverfismat vegna vinnslu í Seljadalsnámu.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar geri ekki at­huga­semd við áform Höfða hf. um að fram­kvæma um­hverf­is­mat, enda slíkt mat for­senda þess að vinnsla megi fara fram. Bæj­ar­ráð árétt­ar í þsssu sam­bandi að samn­ing­ur­inn renn­ur út síðla árs 2015 og í af­stöð­unni felast eng­in fyr­ir­heit um fram­leng­ingu hans.

      • 3. Er­indi Mar­grét­ar Tryggva­dótt­ur varð­andi upp­skipti á jörð­inni Mið­dal I200605022

        Erindi Margrétar Tryggvadóttur varðandi uppskipti á jörðinni Miðdal I, þar sem talið er að forsendur fyrir uppskiptingar landsins liggi nú fyrir. Hjálögð umsögn bæjarritara og byggingarfulltrúa.

        Um­sögn­in lögð fram.

        • 4. Gas­gerð­ar­stöð Sorpu í Álfs­nesi - Beiðni um um­sögn201401049

          Gasgerðarstöð Sorpu í Álfsnesi - beiðni um umsögn

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar um­hverf­is­sviðs.

          • 5. Er­indi Lög­reglu­stjór­ans, um­sagn­ar­beiðni vegna áfeng­isveit­inga­leyf­is fyr­ir Þorra­blót201401100

            Umsagnarbeiðni, áfengisveitingaleyfi fyrir Þorrablót

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar geri ekki fyr­ir sitt leyti at­huga­semd við tíma­bund­ið áfeng­isveit­inga­leyfi vegna þorra­blóts Þruma og eld­inga.

            • 6. Er­indi Guðnýj­ar Hall­dórs­dótt­ur og Guðnýj­ar Dóru Gests­dótt­ur varð­andi dreif­ingu á úr­gangi úr minka­búi201311038

              Umsögn Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis við erindi Guðnýjar Halldórsdóttur og Guðnýjar Dóru Gestsdóttur varðandi dreifingu á úrgangi úr minkabúi í Helgadal.

              Um­beð­in um­sögn Heil­brigðis­eft­ir­lits Kjós­ar­svæð­is lögð fram. Bæj­ar­stjóra fal­ið að afla frek­ari upp­lýs­inga frá eft­ir­lit­inu varð­andi um­sögn­ina.

              • 7. Heima­síða Mos­fells­bæj­ar201306125

                Til upplýsinga vegna uppfærslu á heimasíðu Mosfellsbæjar.

                Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið var mætt Aldís Stef­áns­dótt­ir (AS) for­stöðu­mað­ur þjón­ustu- og upp­lýs­inga­mála.
                Aldís sýndi bæj­ar­ráði upp­bygg­ingu og út­lit nýrr­ar heima­síðu Mos­fells­bæj­ar sem senn verð­ur tekin í notk­un.

                Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30