14. nóvember 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. varðandi Seljadalsnámu201301625
Malbikunarstöðin Höfði hf. óskar eftir viðræðum við Mosfellsbæ um framlengingu á samningi frá 1985 um nýtingu efnis úr Seljadalsnámu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða við Malbikunarstöðina Höfða hf. og kynna innihald minnisblaðsins.
2. Vátryggingar Mosfellsbæjar - útboð201310173
Óskað er heimildar bæjarráðs til að efna til útboðs á vátryggingum bæjarins.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila stjórnsýslusviði að undirbúa og bjóða út vátryggingar Mosfellsbæjar.
3. Erindi Lögmanna Lækjargötu varðandi Tré-búkka ehf.201311045
Erindi Lögmanna Lækjargötu varðandi Tré-búkka ehf. þar sem lýst er yfir ógildi á samkomulagi milli félagsins og Mosfellsbæjar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara bréfritara eins og lagt var upp með á fundinum, þar sem ógildi samningsins er alfarið mótmælt.
4. Erindi KPMG varðandi óhæði endurskoðenda201311053
Erindi KPMG varðandi óhæði endurskoðenda, en þar kemur fram yfirlýsing endurskoðenda um að þeir séu með öllu óháðir bæjarstjórn í endurskoðunarstörfum sínum.
Yfirlýsing endurskoðenda KPMG um óhæði þeirra í endurskoðunarstörfum lögð fram.
5. Erindi Snorraverkefnisins varðandi stuðning sumarið 2014201311079
Erindi Snorraverkefnisins þar sem óskað er eftir stuðningi að upphæð kr. 100 þúsund sumarið 2014.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs.
6. Erindi Alþingis,umsagnarbeiðni varðandi þingsályktunartillögu um forvarnarstarf vegna krabbameins201311085
Erindi Alþingis varðandi umsagnarbeiðni um þingsályktunartillögu um forvarnarstarf vegna krabbameins í blöðruhálskirtlim, 28 mál.
Erindið lagt fram.
7. Erindi Alþingis varðandi umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um húsaleigubætur201311094
Erindi Alþingis varðandi umsagnarbeiðn um frumvarp til laga um húsaleigubætur er varðar námsmenn, 72. mál.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
8. Erindi Alþingis varðandi umsögn um þingsályktun um jafnt búsetuform barna201311097
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum.
Erindið lagt fram.
9. Erindi Alþingis varðandi umsögn um þingsályktun um geðheilbrigðisstefnu201311099
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um mótun geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaráætlunar.
Erindið lagt fram.
10. Erindi Alþingis varðandi umsögn um þingsályktun um umgengnisforeldra201311098
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um skráningu upplýsinga um umgengnisforeldra.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
11. Erindi Alþingis varðandi umsögn um þingsályktun um hlutdeild sveitarfélaga í veiðigjaldi o.fl.201311108
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um hlutdeild sveitarfélaga í veiðigjaldi og tekjum af orkulindum.
Erindið lagt fram.
12. Erindi Ólafs Þórarinssonar varðandi álagningu gatnagerðargjalds við Reykjahvol201311107
Erindi Ólafs Þórarinssonar varðandi álagningu gatnagerðargjalds við Reykjahvol þar sem m.a. er spurt um ástæðu álagningar o.fl.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að gera drög að svari við erindinu.