24. janúar 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Framhaldsskóli - nýbygging2010081418
Framvinduskýrslur vegna nýbyggingar Framhaldsskóla í Mosfellsbæ lagðar fyrir bæjarráð til kynningar.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mætt Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri umhverfissviðs.
Jóhanna B. Hansen fór yfir framvinduskýrslur nýbyggingar Framhaldsskóla í Mosfellsbæ, útskýrði og svaraði spurningum varðandi hana ásamt bæjarstjóra en þau sitja í byggingarnefndinni af hálfu Mosfellsbæjar. Framvinduskýrslunar lagðar fram.
2. Hjúkrunarheimili nýbygging201101392
Framvinduskýrslur vegna nýbyggingar hjúkrunarheimilis í Mosfellsbæ lagðar fyrir bæjarráð til kynningar.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mætt Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri umhverfissviðs.
Jóhanna B. Hansen fór yfir framvinduskýrslur nýbyggingar hjúkrunarheimilis, útskýrði og svaraði spurningum varðandi hana. Framvinduskýrslunar lagðar fram.
Bókun áheryrnarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Ég mótmæli harðlega samlíkingu formanns bæjarráðs um að líkja mér við áróðusmálaráðherra nazista í seinni heimsstyrjöldinni, hún er honum til skammar.3. Útboð á sorphirðu 2013201301469
Um er að ræða útboð 2013, en útboðið er sameiginlegt með Garðabæ og auglýsa þarf útboðið á EES-svæðinu.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mætt Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri umhverfissviðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að undirbúa útboð á sorphirðu í samstarfi við Garðabæ en fyrirhugað er að útboðið fari fram í mars/apríl 2013. Útboðsgögn leggist fyrir umhverfisnefnd áður en þau komi síðan til bæjarráðs.
4. Málefni lýðræðisnefndar - Lýðræðisstefna201011056
590. fundur bæjarstjórnar vísaði birtingu gagna í vörslu stjórnsýslu Mosfellsbæjar til umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs. Hjálögð er umsögnin.
Samþykkt með þremur atkvæðum að tillaga sem fram kemur í minnisblaði framkvæmdastjóra stjórnsúslusviðs verði lögð til grundvallar í málinu.
5. Vorboðinn, kór eldri borgara í Mosfellsbæ óskar eftir styrkveitingu201210028
Vorboðinn, kór eldiri borgara í Mosfellsbæ óskar eftir styrkveitingu að upphæð 350 þús. kr. vegna árlegs kóramóts sem að þessu sinni fellur í hlut Vorboða að halda.
Samþykkt með þremur atkvæðum að veita umbeðinn styrk og verði hann tekinn af liðnum ófryrirséð.
6. Erindi stjórnar Slökkviðliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi gjaldskrá201301460
Erindi stjórnar Slökkviðliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi gjaldskrá fyrir slökkviliðið sem óskað er samþykkis á, en gjaldskráin heimilar slökkviliðinu m.a. að gjaldtaka fyrir ólögbundna þjónustu sem liðið veitir.
Samþykkt með þremur atkvæðum að staðfesta af hálfu Mosfellsbæjar framlagða gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
7. Erindi stjórnar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi heimild til lántöku vegna byggingu nýrrar slökkvistöðvar201301461
Erindi stjórnar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi heimild til lántöku allt að 254 milljóna króna vegna byggingu nýrrar slökkvistöðvar í Mosfellsbæ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila af hálfu Mosfellsbæjar lántöku til slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins að fjárhæð kr. 254 millj. króna.