Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

24. janúar 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
 • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
 • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
 • Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
 • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
 • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
 • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Fram­halds­skóli - ný­bygg­ing2010081418

  Framvinduskýrslur vegna nýbyggingar Framhaldsskóla í Mosfellsbæ lagðar fyrir bæjarráð til kynningar.

  Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið var mætt Jó­hanna B. Han­sen (JBH) fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs.

  Jó­hanna B. Han­sen fór yfir fram­vindu­skýrsl­ur ný­bygg­ing­ar Fram­halds­skóla í Mos­fells­bæ, út­skýrði og svar­aði spurn­ing­um varð­andi hana ásamt bæj­ar­stjóra en þau sitja í bygg­ing­ar­nefnd­inni af hálfu Mos­fells­bæj­ar. Fram­vindu­skýrsl­un­ar lagð­ar fram.

  • 2. Hjúkr­un­ar­heim­ili ný­bygg­ing201101392

   Framvinduskýrslur vegna nýbyggingar hjúkrunarheimilis í Mosfellsbæ lagðar fyrir bæjarráð til kynningar.

   Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið var mætt Jó­hanna B. Han­sen (JBH) fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs.


   Jó­hanna B. Han­sen fór yfir fram­vindu­skýrsl­ur ný­bygg­ing­ar hjúkr­un­ar­heim­il­is, út­skýrði og svar­aði spurn­ing­um varð­andi hana. Fram­vindu­skýrsl­un­ar lagð­ar fram.


   Bók­un áher­yrn­ar­full­trúa Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar.
   Ég mót­mæli harð­lega sam­lík­ingu formanns bæj­ar­ráðs um að líkja mér við áróðu­smála­ráð­herra nazista í seinni heims­styrj­öld­inni, hún er hon­um til skamm­ar.

   • 3. Út­boð á sorp­hirðu 2013201301469

    Um er að ræða útboð 2013, en útboðið er sameiginlegt með Garðabæ og auglýsa þarf útboðið á EES-svæðinu.

    Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið var mætt Jó­hanna B. Han­sen (JBH) fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að und­ir­búa út­boð á sorp­hirðu í sam­starfi við Garða­bæ en fyr­ir­hug­að er að út­boð­ið fari fram í mars/apríl 2013. Út­boðs­gögn legg­ist fyr­ir um­hverf­is­nefnd áður en þau komi síð­an til bæj­ar­ráðs.

    • 4. Mál­efni lýð­ræð­is­nefnd­ar - Lýð­ræð­is­stefna201011056

     590. fundur bæjarstjórnar vísaði birtingu gagna í vörslu stjórnsýslu Mosfellsbæjar til umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs. Hjálögð er umsögnin.

     Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að til­laga sem fram kem­ur í minn­is­blaði fram­kvæmda­stjóra stjórnsúslu­sviðs verði lögð til grund­vall­ar í mál­inu.

     • 5. Vor­boð­inn, kór eldri borg­ara í Mos­fells­bæ ósk­ar eft­ir styrk­veit­ingu201210028

      Vorboðinn, kór eldiri borgara í Mosfellsbæ óskar eftir styrkveitingu að upphæð 350 þús. kr. vegna árlegs kóramóts sem að þessu sinni fellur í hlut Vorboða að halda.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að veita um­beð­inn styrk og verði hann tek­inn af liðn­um ófryr­ir­séð.

      • 6. Er­indi stjórn­ar Slökkv­ið­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins varð­andi gjaldskrá201301460

       Erindi stjórnar Slökkviðliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi gjaldskrá fyrir slökkviliðið sem óskað er samþykkis á, en gjaldskráin heimilar slökkviliðinu m.a. að gjaldtaka fyrir ólögbundna þjónustu sem liðið veitir.

       Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að stað­festa af hálfu Mos­fells­bæj­ar fram­lagða gjaldskrá Slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

       • 7. Er­indi stjórn­ar slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins varð­andi heim­ild til lán­töku vegna bygg­ingu nýrr­ar slökkvi­stöðv­ar201301461

        Erindi stjórnar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi heimild til lántöku allt að 254 milljóna króna vegna byggingu nýrrar slökkvistöðvar í Mosfellsbæ.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila af hálfu Mos­fells­bæj­ar lán­töku til slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins að fjár­hæð kr. 254 millj. króna.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30