6. desember 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Herdís Sigurjónsdóttir varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ályktun fundar bekkjafulltrúa við Varmárskóla201210078
Fundur bekkjafulltrúa við Varmárskóla beinir því m.a. til bæjarstjórnar að gerðar verði umbætur á göngustígum og búnaði skólans og að starfshlutfall námsráðgjafa aukið. 1094. fundur bæjarráðs samþykkti að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fræðslu- og umhverfissviða til umsagnar. Hjalagðar eru umsagnir þeirra.
Fundur bekkjafulltrúa við Varmárskóla beinir því m.a. til bæjarstjórnar að gerðar verði umbætur á göngustígum og búnaði skólans og að starfshlutfall námsráðgjafa aukið.
Til máls tók: HP.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fræðslusviðs að svara bréfriturum á grunni fyrirliggjandi minnisblaða.
2. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um félagslega aðstoð201210303
Bæjarráð 1096. fundur vísaði erindi Alþingis, beiðni um umsögn um framvarp til laga um félagslega aðstoð til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs. Í málinu liggur fyrir umsögn framkvæmdastjórans.
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um félagslega aðstoð.
Til máls tóku: HP, JJB og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda umsögn á grunni fyrirliggjandi minnisblaðs framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
3. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um sjúkratryggingar201211154
Erindi Alþingis þar sem gefinn er kostur á umsögn um frumvarp til breytinga á lögum 112/2008 um sjúkratryggingar. 1099. fundur samþykkti að vísa erindinu til umnsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs. Hjálögð er umsögnin.
Erindi Alþingis þar sem gefinn er kostur á umsögn um frumvarp til breytinga á lögum 112/2008 um sjúkratryggingar.
Til máls tóku: HP og JJB.Samþykkt með þremur atkvæðum að senda umsögn á grunni fyrirliggjandi minnisblaðs framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
4. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um húsaleigubætur201211217
Erindi Alþingis þar sem Mosfellsbæ er gefinn kostur á umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um húsaleigubætur. 1100. fundur bæjarráðs samþykkti að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs. Hjálögð er umsögnin.
Erindi Alþingis þar sem Mosfellsbæ er gefinn kostur á umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um húsaleigubætur.
Til máls tóku: HP, HS,
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda umsögn á grunni fyrirliggjandi minnisblaðs framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
5. Rekstaráætlun Sorpu bs. 2013 og fimm ára rekstaráætlun 2013-2017201211037
Sorpa bs. sendir rekstraráætlun sína fyrir árin 2013 til 2017, sem samþykkt var í stjórn Sorpu bs., til borgarráðs og bæjarráða aðildarsveitarfélaganna. Áður á dagskrá 1098. fundar bæjarráðs þar sem afgreiðslu þess var frestað.
Sorpa bs. sendir rekstraráætlun sína fyrir árin 2013 til 2017, sem samþykkt var í stjórn Sorpu bs., til borgarráðs og bæjarráða aðildarsveitarfélaganna.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið eru mætt Björn H. Halldórsson (BHH) framkvæmdastjóri Sorpu bs. og Oddný Sturludóttir (OS) formaður stjórnar Sorpu bs.
og þá aðallega til að kynna hugmyndir um gasgerðarstöð og fjármögnun hennar.Til máls tóku: HP, OS, BHH, HSv, HS, JS, ÓG,
Erindið lagt fram.
6. Erindi Sorpu bs. varðandi þjónustukönnun á endurvinnslustöðvum 2012201211109
Erindi Sorpu bs. varðandi þjónustukönnun á endurvinnslustöðvum 2012, þar sem m.a. var könnuð afstaða viðskiptavina almennt, heimsóknarfjöldi fyrirtækja o.fl.
Erindi Sorpu bs. varðandi þjónustukönnun á endurvinnslustöðvum 2012, þar sem m.a. var könnuð afstaða viðskiptavina almennt, heimsóknarfjöldi fyrirtækja o.fl.
Þjónustukönnunin lögð fram.
7. Erindi Sorpu, staðarval fyrir nýjan urðunarstað201207154
Erindi Sorpu bs. varðandi urðunarstaði fyrir úrgang þar sem óskað er eftir því að sveitarfélögin sendi inn tilnefningu á mögulegum urðunarstöðum. 1097. fundur bæjarráðs samþykkti að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Hjálögð er umsögnin.
Erindi Sorpu bs. varðandi urðunarstaði fyrir úrgang þar sem óskað er eftir því að sveitarfélögin sendi inn tilnefningu á mögulegum urðunarstöðum.
Til máls tóku: HP, HS, HSv og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að svara erindinu í samræmi við minnisblað hans þar um.
8. Ljósleiðaravæðing í Mosfellsbæ201211238
Íbúahreyfingin í leggur til að bæjarráð geri áætlun um ljósleiðaravæðingu í Mosfellsbæ.
Fyrir fundinum liggur tillaga Íbúahreyfingarinnar þess efnis að bæjarráð geri áætlun um ljósleiðaravæðingu í Mosfellsbæ.
Til máls tóku: HP, JJB, HSv, HS og JS.
Tillaga kom fram um að vísa tillögunni til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og var hún samþykkt með þremur atkvæðum.
9. Virkni 2013201212013
Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs kynnir átakið vinna og virkni.
Fram er lagt minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs þar sem gerð er grein fyrir Vinnu og Virkni átaki til atvinnu 2013.
Til máls tók: HP
Erindið lagt fram til kynningar.
10. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2012201202106
Samkvæmt meðfylgjandi minnisblaði leggur fjármálastjóri til að veitt verði heimild til töku langtímaláns hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 170 mkr. Fylgigögn verða tengd síðar í dag.
Samkvæmt meðfylgjandi minnisblaði leggur fjármálastjóri til að veitt verði heimild til töku langtímaláns hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 170 mkr.
Svohljóðandi samþykkt gerð:
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með þremur atkvæðum að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 170.000.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að endurfjármagna afborganir sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2012, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra, kt. 141261-7119 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.11. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2012201202115
Samkvæmt meðfylgjandi minnisblaði leggur fjármálastjóri til að bæjarráð samþykki viðauka við fjárahagsáætlun ársins 2012 í samræmi við fyrri samþykktir bæjarráðs og bæjarstjórnar Fylgigögn verða tengd síðar í dag.
Samkvæmt meðfylgjandi minnisblaði leggur fjármálastjóri til að bæjarráð samþykki viðauka við fjárahagsáætlun ársins 2012 í samræmi við fyrri samþykktir bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Til máls tóku: HP, HS, JJB, JS og HSv.
Meðfylgjandi viðaukar sem byggja á samþykktum bæjarráðs og bæjarstjórnar og er ætlað að uppfylla þær formreglur sem gilda um samþykkt viðauka s.s. að sýna hvernig útgjöldum verði mætt, samþykktir með þremur atkvæðum.