Mál númer 201209032
- 20. mars 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #601
Erindi um stríðsminjasafn er fyrirspurn þess efnis hvort Mosfellsbær hefði áhuga á samstarfi um við bréfritara um uppsetningu og rekstur stríðsminjasafns í Mosfellsbæ. Bæjarráð er jákvætt fyrir þeirri afstöðu sem fram kemur í fyrirliggjandi umsögn og samþykkir með þremur atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu menningarmálanefndar.
Afgreiðsla 173. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 601. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 14. mars 2013
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar #173
Erindi um stríðsminjasafn er fyrirspurn þess efnis hvort Mosfellsbær hefði áhuga á samstarfi um við bréfritara um uppsetningu og rekstur stríðsminjasafns í Mosfellsbæ. Bæjarráð er jákvætt fyrir þeirri afstöðu sem fram kemur í fyrirliggjandi umsögn og samþykkir með þremur atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu menningarmálanefndar.
Hugmynd að stríðsminjasafn Tryggva Blumenstein kynnt.
Menningarmálanefnd leggur til að menningarsvið styðji við málið í samræmi við framlagt minnisblað.
- 6. febrúar 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #598
Umsögn menningarsviðs um erindi er varðar stríðsminjasafn. Umsögninni fylgir skýrsla ásamt fylgiskjali.
Afgreiðsla 1107. fundar bæjarráðs samþykkt á 598. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 31. janúar 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1107
Umsögn menningarsviðs um erindi er varðar stríðsminjasafn. Umsögninni fylgir skýrsla ásamt fylgiskjali.
Bæjarráð er jákvætt fyrir þeirri afstöðu sem fram kemur í fyrirliggjandi umsögn og samþykkir með þremur atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu menningarmálanefndar.
- 12. september 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #588
Afgreiðsla 1088. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til framkvæmdastjóra menningarsviðs til umsagnar, samþykkt á 588. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 6. september 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1088
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra menningarsviðs til umsagnar.