14. mars 2013 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hreiðar Örn Zoega Stefánsson (HÖZS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Þórhallur G Kristvinsson aðalmaður
- Sæunn Þorsteinsdóttir aðalmaður
- Lísa Sigríður Greipsson áheyrnarfulltrúi
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Vinnureglur um vinnuskipti unglinga í norrænu vinabæjarsamstarfi201303121
Lagðar fram til kynningar vinnureglur um val á þátttakendum í vinnuskiptum unglinga í norrænum vinabæjarsamskiptum
Vinnureglur kynntar.
2. Menningarvor 2013201303120
Greint frá undirbúningi að menningarvori 2013
Dagskrá menningarvors 2013 kynnt.
3. Erindi frá Sigfúsi Tryggva Blumenstein vegna stríðsminjasafns201209032
Erindi um stríðsminjasafn er fyrirspurn þess efnis hvort Mosfellsbær hefði áhuga á samstarfi um við bréfritara um uppsetningu og rekstur stríðsminjasafns í Mosfellsbæ. Bæjarráð er jákvætt fyrir þeirri afstöðu sem fram kemur í fyrirliggjandi umsögn og samþykkir með þremur atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu menningarmálanefndar.
Hugmynd að stríðsminjasafn Tryggva Blumenstein kynnt.
Menningarmálanefnd leggur til að menningarsvið styðji við málið í samræmi við framlagt minnisblað.
4. Starfsáætlun Lista- og menningarsjóðs 2013201301571
Starfsáætlun Lista- og menningarsjóðs fyrir árið 2013 til umfjöllunnar.
Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að staðfesta starfsáætlun Lista- og menningarsjóðs árið 2013 svohljóðandi:
Til eflingar menningarstarfssemi verði varið 1.500.000,- Árlegir styrkir nefndarinnar til lista- og menningarmála verði 2.000.000,-Samtals verði útgjöld sjóðsins 3.500.000,-5. Umsóknir - fjárveiting til lista og menningarmála 2013201302174
Afgreiðsla umsókna um fjárveitingar til lista- og menningarmála árið 2013.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.