6. september 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) 1. varamaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir 1. varamaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi SHS varðandi lóð fyrir nýja slökkvistöð200810397
Slökkviliðsstjóri SHS kemur á fundinn og kynnir byggingu slökkvistöðvar við Skarhólabraut. Engin gögn eru lögð fram.
Á fundinn undir þessu dagskrárlið voru mættir Jón Viðar Matthíasson (JVM) slökkviliðsstjóri, Björn Gíslason (BGí) framkvæmdastjóri SHS fasteigna, Sigurður Hallgrímsson (SHa) arkitekt og Birkir Árnason (BÁ) byggingarfræðingur.
Tilgangur heimsóknar ofangreindra var að kynna fyrir bæjarráði fyrirhugaða byggingu slökkvistöðvar við Skarhólabraut.Til máls tóku: HP, JVM, SHa, HSv, HBA, BH og JJB.
Slökkviliðsstjóri og arkitekt fóru yfir og kynntu fyrirhugaða byggingu slökkvistöðvar og svöruðu í framhaldinu spurningum bæjarráðsmanna.
2. Samningur við Ásgarð201012244
Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs leggur fram drög að samningi við Ásgarð til samþykktar.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mættur Ásgeir Sigurgestsson (ÁS) sálfræðingur á fjölskyldusviði og fór hann yfir, útskýrði og fylgdi úr hlaði drögum að samningi við Ásgarð.
Til máls tóku: HP, ÁS, HSv og BH.
Samþykkt með þremur atkvæðum fyrirliggjandi drög að samningi við Ásgarð og bæjarstjóra heimilað að undirrita samninginn.3. Áskorun um enduruppsetningu á fótboltamörkum í Brekkutanga201207079
Áður á dagskrá 1085. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar umhverfissviðs. Hjálögð er umsögnin.
Til máls tóku: HP, HSv, BH, HBA og JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu, ásamt fyrirliggjandi minnisblaði framkvæmdastjóra umhverfissviðs og umhverfisstjóra, til fjárhagsáætlunar 2013. Jafnframt verði bréfriturum svarað á grunni framlagðs minnisblaðs. Erindið verði sent skipulagsnefnd til kynningar.4. Nýting opins svæðis í Tangahverfi201208020
Áður á dagskrá 1085. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar umhverfissviðs. Hjálögð er umsögnin.
Til máls tóku: HP, HSv, BH, HBA og JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu, ásamt fyrirliggjandi minnisblaði framkvæmdastjóra umhverfissviðs og umhverfisstjóra, til fjárhagsáætlunar 2013. Jafnframt verði bréfriturum svarað á grunni framlagðs minnisblaðs. Erindið verði sent skipulagsnefnd til kynningar.5. Erindi frá Sigfúsi Tryggva Blumenstein vegna stríðsminjasafns201209032
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra menningarsviðs til umsagnar.
6. Ársskýrsla Sorpu bs 2011201209034
Ársskýrsla og ársreikningur Sorpu bs. fyrir árið 2011 til kynningar.
Ársskýrsla Sorpu bs. lögð fram til kynningar.
7. Rekstur deilda janúar til júní201209030
Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mættur Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri og fylgdi hann úr hlaði yfirliti um rekstur deilda janúar til júní 2012.
Til máls tóku: HP, PJL, JJB og BH.
Yfirlit yfir rekstur deilda janúar til júní 2012 lagt fram til kynningar.