18. september 2012 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Eva Magnúsdóttir (EMa) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
- Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir (ESÓ) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Kristín Ingibjörg Pálsdóttir (KIP) 1. varamaður
- Lísa Sigríður Greipsson
- Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) vara áheyrnarfulltrúi
- Inga Friðný Sigurðardóttir vara áheyrnarfulltrúi
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ungt fólk 2012, niðurstöður rannsóknar201209097
Skýrslan lögð fram til kynningar.
Lögð fram skýrsla um ungt fólk 2012 - Menntun, menning, íþróttir, tómstundir, hagir og líðan nemenda í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla. Skýrslan er gagnleg til að fylgjast með þróun á umhverfi unglinga og breytingum allt frá árinu 2000.
2. Ársskýrsla sálfræðiþjónustu 2011-2012201209205
Á síðasta fundi var kynnt ársskýrsla fræðslusviðs í heild sinni, en nú er lögð fram skýrsla sálfræðiþjónustu, sem er hluti af sérfræðiþjónustu sveitarfélagsins fyrir sl. skólaár.
Ársskýrslan lögð fram. Hulda Sólrún Guðmundsdóttir sálfræðingur Skólaskrifstofu kynnti hana. Í skýrslunni kemur fram yfirlit yfir þróun þjónustunnar allt frá árinu 1998 þegar sérfræðiþjónustan tók til starfa. Fræðslunefnd færir skýrsluhöfundum þakkir fyrir skýrsluna.
3. Námstefna á Akureyri201209013
Námsstefna 12. október á vegum Sambandsins og Skólastjórafélagsins, ber heitið Forysta til framtíðar. Hún er hugsuð fyrir sveitarstjórnarmenn og skólastjórnendur.
Námsstefnan kynnt fræðslunefnd.
4. Skólaakstur og almenningssamgöngur201207112
Kynnt áætlun um skólaakstur 2012-13. Jafnframt fjallað um skólaakstur og almenningssamgöngur og hugmyndir um þróun þessarar þjónustu.
Skólaakstur ársins 2012-13. Jafnframt kynnt minnisblað um almenningssamgöngur og skólaakstur og hugmyndir um þróun þessarar þjónustu á næstu misserum.
5. Könnun sambandsins og FG á grundvelli bókunar 2 með kjarasamningi201209199
Lagt fram til kynningar.
Skýrsla um könnun á starfshögum grunnskólakennara á Íslandi lögð fram.
6. Skilgreining á skóladögum í grunnskólum - álit mennta- og menningarmálaráðuneytis201209044
Lagt fram.
Álit mennta- og menningarmálaráðuneytisins um skilgreiningar á skóladögum í grunnskóla lagt fram. Nauðsynlegt að taka tillit til þessara athugasemda ráðuneytisins við gerð næsta skóladagatals grunnskólanna.