Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

18. september 2012 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Eva Magnúsdóttir (EMa) formaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
  • Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir (ESÓ) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Ingibjörg Pálsdóttir (KIP) 1. varamaður
  • Lísa Sigríður Greipsson
  • Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) vara áheyrnarfulltrúi
  • Inga Friðný Sigurðardóttir vara áheyrnarfulltrúi
  • Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
  • Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs

Fundargerð ritaði

Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Ungt fólk 2012, nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar201209097

    Skýrslan lögð fram til kynningar.

    Lögð fram skýrsla um ungt fólk 2012 - Mennt­un, menn­ing, íþrótt­ir, tóm­stund­ir, hag­ir og líð­an nem­enda í 8., 9. og 10. bekk grunn­skóla. Skýrsl­an er gagn­leg til að fylgjast með þró­un á um­hverfi ung­linga og breyt­ing­um allt frá ár­inu 2000.

    • 2. Árs­skýrsla sál­fræði­þjón­ustu 2011-2012201209205

      Á síðasta fundi var kynnt ársskýrsla fræðslusviðs í heild sinni, en nú er lögð fram skýrsla sálfræðiþjónustu, sem er hluti af sérfræðiþjónustu sveitarfélagsins fyrir sl. skólaár.

      Árs­skýrsl­an lögð fram. Hulda Sól­rún Guð­munds­dótt­ir sál­fræð­ing­ur Skóla­skrif­stofu kynnti hana. Í skýrsl­unni kem­ur fram yf­ir­lit yfir þró­un þjón­ust­unn­ar allt frá ár­inu 1998 þeg­ar sér­fræði­þjón­ust­an tók til starfa. Fræðslu­nefnd fær­ir skýrslu­höf­und­um þakk­ir fyr­ir skýrsl­una.

      • 3. Nám­stefna á Ak­ur­eyri201209013

        Námsstefna 12. október á vegum Sambandsins og Skólastjórafélagsins, ber heitið Forysta til framtíðar. Hún er hugsuð fyrir sveitarstjórnarmenn og skólastjórnendur.

        Náms­stefn­an kynnt fræðslu­nefnd.

        • 4. Skóla­akst­ur og al­menn­ings­sam­göng­ur201207112

          Kynnt áætlun um skólaakstur 2012-13. Jafnframt fjallað um skólaakstur og almenningssamgöngur og hugmyndir um þróun þessarar þjónustu.

          Skóla­akst­ur árs­ins 2012-13. Jafn­framt kynnt minn­is­blað um al­menn­ings­sam­göng­ur og skóla­akst­ur og hug­mynd­ir um þró­un þess­ar­ar þjón­ustu á næstu miss­er­um.

          • 5. Könn­un sam­bands­ins og FG á grund­velli bókun­ar 2 með kjara­samn­ingi201209199

            Lagt fram til kynningar.

            Skýrsla um könn­un á starfs­hög­um grunn­skóla­kenn­ara á Ís­landi lögð fram.

            • 6. Skil­grein­ing á skóla­dög­um í grunn­skól­um - álit mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is201209044

              Lagt fram.

              Álit mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins um skil­grein­ing­ar á skóla­dög­um í grunn­skóla lagt fram. Nauð­syn­legt að taka til­lit til þess­ara at­huga­semda ráðu­neyt­is­ins við gerð næsta skóla­da­ga­tals grunn­skól­anna.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00