15. nóvember 2012 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Theódór Kristjánsson (TKr) formaður
- Högni Snær Hauksson varaformaður
- Þórhildur Katrín Stefánsdóttir aðalmaður
- Richard Már Jónsson aðalmaður
- Guðrún Erna Hafsteinsdóttir 2. varamaður
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2013 til 2016201205141
Fjárhagsáætlun 2013 lögð fram.
Fjárhagsáætlun 2013 lögð fram.
2. Endurskoðun á reglum um kjör á íþróttamanni og konu ársins201110099
Íþróttafulltrúar á höfuðborgarsvæðinu hafa átt samráð um reglur vegna kjörs íþróttamanns ársins í bæjarfélögum. Kynnt niðurstöður þess samráðs og lagt fram dæmi að reglum frá einu sveitarfélagi.
Íþróttafulltrúar á höfuðborgarsvæðinu hafa átt samráð um reglur vegna kjörs íþróttamanns ársins í bæjarfélögum. Kynnt niðurstöður þess samráðs og lagt fram dæmi að reglum frá einu sveitarfélagi.
Eftirfarandi tillaga kom fram sem viðbót við 3. grein.
"Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar skulu eiga lögheimili í Mosfellsbæ eða koma úr röðum starfandi félaga í Mosfellsbæ." Jafnframt verði til 4. grein sem fjallar um aðrar viðurkenningar.Tillagan felld með tveimur atkvæðum gegn tveimur.
Fram kom önnur tillaga að breytingu á reglunum sem hljóðar svo:
"Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar skulu koma úr röðum starfandi félaga í Mosfellsbæ eða eru íbúar í Mosfellsbæ en stundar íþrótt sína utan Mosfellsbæjar, enda sé íþróttin ekki í boði inna bæjarins." Jafnframt verði til 4. grein sem fjallar um aðrar viðurkenningar.Tillagan samþykkt með 4 atkvæðum gegn 1.
Þá er lagt til að stefnt verði að því að bæjarbúar geti tekið þátt í kjörinu.
3. Frístundaávísanir - nýting201004217
Lagt fram yfirlit yfir nýtingu frístundaávísana 2010-11 og 2011-12.
Upplýsingar um frístundaávísanir kynntar á fundinum.