6. desember 2012 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Theódór Kristjánsson (TKr) formaður
- Þórhildur Katrín Stefánsdóttir aðalmaður
- Richard Már Jónsson aðalmaður
- Valdimar Leó Friðriksson áheyrnarfulltrúi
- Hanna Símonardóttir 1. varamaður
- Guðrún Erna Hafsteinsdóttir 2. varamaður
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Endurskoðun á reglum um kjör á íþróttakarli og íþróttakonu ársins201110099
Lögð fram drög að nýjum reglum um kjör á íþróttakarli og íþróttakonu ársins.
Til máls tóku: TKr, VLF, BÞÞ, HSi og SG.
Lagt til við bæjarstjórn að samþykkja framlagðar reglur.
2. Stefnumótun á íþrótta- og tómstundasviði200906129
Meðfylgjandi eru drög að stefnu íþrótta- og tómstundanefndar eins og þau líta út í dag. Áætlað er að endanleg drög verði tilbúin fyrir fund nefndarinnar.
Lögð fram drög að stefnu íþrótta- og tómstundanefndar.
Til máls tók: TKr, BÞÞ, VLF, HSi, GEH og SG.
Breytingatillögur komu fram á fundinum. Lagt til að endanleg drög verði lögð fyrir næsta fundi nefndarinnar.
3. Ósk um styrk til Karenar Axelsdóttur vegna þátttöku í sundmóti fatlaðra201211239
Lögð fram beiðni um styrk til Karenar Axelsdóttur vegna þátttöku í sundmóti.
Til máls tóku: SG, ED, TKr, BÞÞ, VLF, RMJ og ED.
Nefndin ítrekar óskir um að settar verði viðmiðunarreglur fyrir þá sem eru í félögum sem Mosfellsbær styrkir ekki með framlögum í afrekssjóð. Nefndarmenn voru einróma um að veita Karen styrk og að afgreiðsla hans fari skv. venju og hefð.