Mál númer 201101245
- 2. mars 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #553
Erindinu var frestað á 1016. fundi bæjarráðs. Sömu fylgiskjöl og þá gilda.
<DIV><DIV><DIV>Til máls tók: JJB.</DIV><DIV>Afgreiðsla 1017. fundar bæjarráðs, um að heimila bæjarstjóra að undirrita kjarasamningsumboð, samþykkt á 553. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.</DIV><DIV>Íbúahreyfingin hefur ekki viljað veita Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga fyrirvaralaust samningsumboð en vill setja eftirfarandi skilyrði:<BR>Að ekki verði samið við stéttarfélög um áframhaldandi beinar greiðslur til þeirra sem ekki komi fram á launaseðli launafólks. Hér er átt við allar greiðslur hverju nafni sem þær nefnast. Það ógagnsæi sem ríkir um þessar greiðslur gagnvart launafólki gerir því ókleift að hafa eðlilegt eftirlit með launum sínum og réttindum.<BR>Að mótframlag í lífeyrissjóði verði eftirleiðis tilgreint á launaseðlum launafólks og að sú greiðsla veiti launagreiðendum engan rétt til áhrifa í lífeyrissjóðum launafólks. <BR>Að Samband íslenskra sveitarfélaga virði 74. grein stjórnarskrár og semji við þau félög sem óska eftir samningum en þröngvi launafólki ekki til þess að tilheyra ákveðnu félagi.<BR>Að ekki sé samið við stéttarfélög þar sem lýðræði og gagnsæi gagnvart launafólki er ekki virt.<BR>Að greiðslur í atvinnutryggingasjóð verði meðhöndlaðar á sama hátt og annar tekjuskattur á launþega á launaseðli launafólks í stað þess að fela skattheimtuna og gera launafólki ókleift að fylgjast með launum sínum og réttindum. <BR>Jón Jósef Bjarnason.</DIV></DIV></DIV>
- 17. febrúar 2011
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1017
Erindinu var frestað á 1016. fundi bæjarráðs. Sömu fylgiskjöl og þá gilda.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að undirrita kjarasamningsumboð til Sambands ísl. sveitarfélaga í samræmi við erindið.
- 16. febrúar 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #552
Áður á dagskrá 1013. fundar bæjarráðs, þar sem bæjarstjóra var heimilað að veita kjarasamningsumboð vegna SFR. Nú óskað stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga eftir endurnýjun allra annarra kjarasamningsumboða.
<DIV><DIV>Erindinu frestað á 1016. fundi bæjarráðs. Erindinu frestað á 552. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
- 10. febrúar 2011
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1016
Áður á dagskrá 1013. fundar bæjarráðs, þar sem bæjarstjóra var heimilað að veita kjarasamningsumboð vegna SFR. Nú óskað stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga eftir endurnýjun allra annarra kjarasamningsumboða.
Frestað.
- 2. febrúar 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #551
<DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: JJB og HSv.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Tillaga Íbúahreyfingarinnar:</DIV><DIV>Íbúahreyfingin mun aldrei samþykkja að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga umboð til þess að semja á grundvelli laga sem brjóta stjórnarskrána (sbr. Lög nr. 94/1986), um hylmingu greiðslna eins og greiðslna í atvinnutryggingasjóð og beinar greiðslur frá bæjarfélaginu til stéttarfélaga án þess að launafólk fái um það vitneskju á launaseðli sínum. Það er spilling og það verður ekki liðið.</DIV><DIV>Íbúahreyfingin leggur aftur til að umboð til kjarasamninga til stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga verði háð eftirfarandi skilyrðum:<BR>1. Að ekki verði samið við stéttarfélög um áframhaldandi beinar greiðslur til þeirra sem ekki komi fram á launaseðli launafólks. Hér er átt við allar greiðslur hverju nafni sem þær nefnast.<BR>2. Að mótframlag í lífeyrissjóði verði eftirleiðis tilgreint á launaseðlum launafólks.<BR>3. Að Samband íslenskra sveitarfélaga virði 74. grein stjórnarskrár og semji við þau félög sem óska eftir samningum en þröngvi launafólki ekki til þess að tilheyra ákveðnu félagi.<BR>4. Að ekki sé samið við stéttarfélög þar sem lýðræði og gagnsæi gagnvart launafólki er ekki virt, enda geta stjórnir slíkra félaga vart talist fulltrúar umbjóðenda sinna.<BR>Auk þess leggur bæjarstjórn Mosfellsbæjar til að samninganefnd komi því inn í samninga að greiðslur í atvinnutryggingasjóð verði meðhöndlaðar á sama hátt og annar tekjuskattur á launþega á launaseðli launafólks í stað þess að fela skattheimtuna og gera launafólki ókleift að fylgjast með sköttum sínum, réttindum og öðrum greiðslum.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Ofangreind tillaga Íbúahreyfingarinnar borin upp og felld með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Bæjarstjóri óskar bókað að ofangreindar tillögur Íbúahreyfingarinnar hafi þegar verið sendar til stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, bæði frá bæjarráði Mosfellsbæjar og einnig frá Landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Afgreiðsla 1013. fundar bæjarráðs, um að heimila bæjarstjóra að veita stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga kjarasamningsumboð, samþykkt á 551. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.</DIV></DIV></DIV></DIV>
- 20. janúar 2011
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1013
Til máls tóku: HS, JJB, HSv, SÓJ, BH og KT.
Íbúahreyfingin leggur til að bæjarráð samþykki eftirfarandi fyrirvara með umboði til kjarasamninga til stjórnar Sambands íslenskra Sveitarfélaga.
1. Að ekki verði samið við stéttarfélög um áframhaldandi beinar greiðslur til þeirra sem ekki komi fram á launaseðli launafólks. Hér er átt við allar greiðslur hverju nafni sem þær nefnast.<BR>2. Að mótframlag í lífeyrissjóði verði eftirleiðis tilgreint á launaseðlum launafólks.<BR>3. Að Samband íslenskra Sveitarfélaga virði 74. grein stjórnarskrár og semji við þau félög sem óska eftir samningum en þröngvi launafólki ekki til þess að tilheyra ákveðnu félagi.<BR>4. Að ekki sé samið við stéttarfélög þar sem lýðræði og gagnsæi gagnvart launafólki er ekki virt, enda geta stjórnir slíkra félaga vart talist fulltrúar umbjóðenda sinna.
Auk þess leggur bæjarráð Mosfellsbæjar til að samninganefnd komi því inn í samninga að greiðslur í atvinnutryggingasjóð verði meðhöndlaðar á sama hátt og annar tekjuskattur á launþega á launaseðli launafólks í stað þess að fela skattheimtuna og gera launafólki ókleift að fylgjast með sköttum sínum og öðrum greiðslum.
Tillagan borin upp og felld með tveimur atkvæðum.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að veita stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga kjarasamningsumboð fyrir hönd Mosfellsbæjar gagnvart SFR, stéttarfélagi í almannaþjónustu.