20. janúar 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Eldra íþróttahús að Varmá - þakleki201010152
Frestað á 1012. fundi bæjarráðs.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við Hákon og Pétur ehf. á grundvelli verðs í tillögu B.
2. Erindi Lögmanna varðandi vatnstöku úr landi Laxnes I201101060
Frestað á 1012. fundi bæjarráðs.
Til máls tóku: HS, SÓJ og BH.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.
3. Erindi Kjósarhrepps varðandi áframhaldandi samstarf á sviði félagsmála201011291
Endurnýjun á eldri samningum um félagsþjónustu milli Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps
Til máls tóku: HS, HSv, JJB og BH.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að ganga frá samningum við Kjósarhrepp um félagsþjónustu og barnavernd í samræmi við framlagða samninga.
Áður hefur verið afgreiddur samningur um samstarf Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps varðandi málefni fatlaðra.
4. Erindi Ungmennafélagsins Aftureldingar varðandi Þorrablót 2011201101238
Til máls tóku: HS, HSv, BH, KT og JJB.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að veita íþróttamiðstöðinni að Varmá aukafjárveitingu að fjárhæð kr. 150 þúsund vegna aukinna verkefna vegna þorrablóts í húsinu og verði upphæðin tekin af liðnum ófyrirséð. Jafnframt er bæjarstjóra falið að ræða við formann UMFA um málið.
5. Samningsumboð til gerðar kjarasamnings til handa stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga201101245
Til máls tóku: HS, JJB, HSv, SÓJ, BH og KT.
Íbúahreyfingin leggur til að bæjarráð samþykki eftirfarandi fyrirvara með umboði til kjarasamninga til stjórnar Sambands íslenskra Sveitarfélaga.
1. Að ekki verði samið við stéttarfélög um áframhaldandi beinar greiðslur til þeirra sem ekki komi fram á launaseðli launafólks. Hér er átt við allar greiðslur hverju nafni sem þær nefnast.<BR>2. Að mótframlag í lífeyrissjóði verði eftirleiðis tilgreint á launaseðlum launafólks.<BR>3. Að Samband íslenskra Sveitarfélaga virði 74. grein stjórnarskrár og semji við þau félög sem óska eftir samningum en þröngvi launafólki ekki til þess að tilheyra ákveðnu félagi.<BR>4. Að ekki sé samið við stéttarfélög þar sem lýðræði og gagnsæi gagnvart launafólki er ekki virt, enda geta stjórnir slíkra félaga vart talist fulltrúar umbjóðenda sinna.
Auk þess leggur bæjarráð Mosfellsbæjar til að samninganefnd komi því inn í samninga að greiðslur í atvinnutryggingasjóð verði meðhöndlaðar á sama hátt og annar tekjuskattur á launþega á launaseðli launafólks í stað þess að fela skattheimtuna og gera launafólki ókleift að fylgjast með sköttum sínum og öðrum greiðslum.
Tillagan borin upp og felld með tveimur atkvæðum.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að veita stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga kjarasamningsumboð fyrir hönd Mosfellsbæjar gagnvart SFR, stéttarfélagi í almannaþjónustu.
6. Starfsemi umhverfissviðs 2010201101145
Lögð fram skýrsla um starfsemi umhverfissviðs
Til máls tóku: HS, BH, HSv og JJB.
Skýrsla um starfssemi umhverfissviðs lögð fram.
7. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, endurskoðun laga- og reglugerðarákvæða201008085
Skýrsla lögð fram
Til máls tóku: HS og HSv.
Lögð fram skýrsla 3R-ráðgjafar ehf. varðandi endurskoðun laga- og reglugerðarákvæða varðandi Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
8. Systkinaafsláttur201101271
Minnisblað frá framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs
Til máls tóku: HS, BH, HSv, JJB og KT.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fræðslusviðs að undirbúa breytingar á reglum varðandi systkinaafslátt og styrki til foreldar með börn hjá dagforeldrum, í samræmi framlagt minnisblað.