17. febrúar 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Ragnars Aðalsteinssonar varðandi útgáfu byggingarleyfis200810296
Erindinu var frestað á 1016. fundi bæjarráðs, en erindið var þar áður á dagskrá 1009. fundar bæjarráðs, þar sem samþykkt var að una niðurstöðu matsmanna. Það gleymdist hins vegar að óska formlega eftir aukafjárveitingu sem hér með er gert.
Samþykkt með þremur atkvæðum að veita aukafjárveitingu að upphæð kr. 5.617 þús. tilkomið vegna ákvörðunar 1009. fundar bæjarráðs að una mati matsmanna. Upphæðin verði fjármögnuð með lántöku og færist á árinu 2010.
2. Samningsumboð til gerðar kjarasamnings til handa stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga201101245
Erindinu var frestað á 1016. fundi bæjarráðs. Sömu fylgiskjöl og þá gilda.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að undirrita kjarasamningsumboð til Sambands ísl. sveitarfélaga í samræmi við erindið.
3. Systkinaafsláttur201101271
Erindinu var frestað á 1016. fundi bæjarráðs. Sömu fylgiskjöl og þá gilda.
Samþykkt með þremur atkvæðum fyrirliggjandi breyting á samþykkt um systkinaafslátt.
4. Erindi Alþingis varðandi frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu og málefni aldraðra201102008
Erindinu var frestað á 1016. fundi bæjarráðs. Sömu fylgiskjöl og þá gilda.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og fjölskyldunefndar til umsagnar.
5. Erindi Alþingis, umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um áætlun í jafnréttismálum201102016
Erindinu var frestað á 1016. fundi bæjarráðs. Sömu fylgiskjöl og þá gilda.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og fjölskyldunefndar til umsagnar.
6. Erindi Umhverfisráðuneytisins varðandi Mannvirkjastofnun201102066
Erindinu var frestað á 1016. fundi bæjarráðs. Sömu fylgiskjöl og þá gilda.
Til máls tóku: HS, BH og SÓJ.
Erindið lagt fram og jafnframt sent til umhverfissviðs til upplýsingar.
7. Erindi alþingis, umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um félagslega aðstoð201102096
Erindinu var frestað á 1016. fundi bæjarráðs. Sömu fylgiskjöl og þá gilda.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og fjölskyldunefndar til umsagnar.
8. Erindi Lögmanna varðandi vatnstöku úr landi Laxnes I201101060
Erindið var lagt fram á 1015. fundi bæjarráðs. Hjálagt er tillaga að svari Mosfellsbæjar.
Til máls tóku: HS og SÓJ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.
9. Staða og ástand á nýbyggingarsvæðum 2010201004045
Þessu erindi er vísað til bæjarráðs frá skipulags- og byggingarnefnd til úrvinnslu. Byggingarfulltrúi fylgir erindinu úr hlaði á fundinum.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið er mættur Ásbjörn Þorvarðarson (ÁÞ) byggingarfulltrúi.
Til máls tóku: HS, ÁS, BH, JJB, SÓJ, HSv og KT.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela stjórnsýslusviði og umhverfissviði að koma með tillögu um framhald málsins.
10. Stígur meðfram Vesturlandsvegi201102165
Til máls tóku: HS, BH, KT, HSv og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs Mosfellsbæjar að óska eftir fjárveitingu frá Vegagerð ríkisins að upphæð kr. 25 millj. til stígagerðar meðfram Vesturlandsvegi frá Hlíðartúni að skógrækt við Hamrahlíð.
11. Erindi Sambands ísl. sveitarfélaga varðandi umsögn um ný sveitarstjórnarlög201102132
Til máls tók: HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarstjóra og framkvæmdastjóra Mosfellsbæjar til umsagnar, jafnframt því að bæjarfulltrúar skoði málið í sínum ranni.
12. Erindi Ungmennafélags Íslands varðandi 16. og 17. Unglingalandsmóts UMFÍ 2013 og 2014201102135
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda erindið til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar og afgreiðslu.
13. Erindi Strætó bs. varðandi erindi Foreldraráðs Borgarholtsskóla201102151
Til máls tóku: HS og HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra Strætó bs. og þess óskað að hann komi með tillögu í málinu varðandi valkosti og kostnað.
14. Samþykktir varðandi niðurgreiðslur201102170
Til máls tók: HS.
Erindinu frestað til næsta fundar og óskað verði eftir því að leikskólafulltrúi mæti á þann fund.