Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

17. febrúar 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Herdís Sigurjónsdóttir formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Ragn­ars Að­al­steins­son­ar varð­andi út­gáfu bygg­ing­ar­leyf­is200810296

    Erindinu var frestað á 1016. fundi bæjarráðs, en erindið var þar áður á dagskrá 1009. fundar bæjarráðs, þar sem samþykkt var að una niðurstöðu matsmanna. Það gleymdist hins vegar að óska formlega eftir aukafjárveitingu sem hér með er gert.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að veita auka­fjár­veit­ingu að upp­hæð kr. 5.617 þús. til­kom­ið vegna ákvörð­un­ar 1009. fund­ar bæj­ar­ráðs að una mati mats­manna. Upp­hæð­in verði fjár­mögn­uð með lán­töku og færist á ár­inu 2010.

    • 2. Samn­ings­um­boð til gerð­ar kjara­samn­ings til handa stjórn Sam­bands ísl. sveit­ar­fé­laga201101245

      Erindinu var frestað á 1016. fundi bæjarráðs. Sömu fylgiskjöl og þá gilda.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila bæj­ar­stjóra að und­ir­rita kjara­samn­ings­um­boð til Sam­bands ísl. sveit­ar­fé­laga í sam­ræmi við er­ind­ið.

      • 3. Systkina­afslátt­ur201101271

        Erindinu var frestað á 1016. fundi bæjarráðs. Sömu fylgiskjöl og þá gilda.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi breyt­ing á sam­þykkt um systkina­afslátt.

        • 4. Er­indi Al­þing­is varð­andi frum­varp til laga um heil­brigð­is­þjón­ustu og mál­efni aldr­aðra201102008

          Erindinu var frestað á 1016. fundi bæjarráðs. Sömu fylgiskjöl og þá gilda.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs og fjöl­skyldu­nefnd­ar til um­sagn­ar.

          • 5. Er­indi Al­þing­is, um­sagn­ar­beiðni um til­lögu til þings­álykt­un­ar um áætlun í jafn­rétt­is­mál­um201102016

            Erindinu var frestað á 1016. fundi bæjarráðs. Sömu fylgiskjöl og þá gilda.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs og fjöl­skyldu­nefnd­ar til um­sagn­ar.

            • 6. Er­indi Um­hverf­is­ráðu­neyt­is­ins varð­andi Mann­virkja­stofn­un201102066

              Erindinu var frestað á 1016. fundi bæjarráðs. Sömu fylgiskjöl og þá gilda.

              Til máls tóku: HS, BH og SÓJ.

              Er­ind­ið lagt fram og jafn­framt sent til um­hverf­is­sviðs til upp­lýs­ing­ar.

              • 7. Er­indi al­þing­is, um­sagn­ar­beiðni um frum­varp til laga um fé­lags­lega að­stoð201102096

                Erindinu var frestað á 1016. fundi bæjarráðs. Sömu fylgiskjöl og þá gilda.

                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs og fjöl­skyldu­nefnd­ar til um­sagn­ar.

                • 8. Er­indi Lög­manna varð­andi vatnstöku úr landi Lax­nes I201101060

                  Erindið var lagt fram á 1015. fundi bæjarráðs. Hjálagt er tillaga að svari Mosfellsbæjar.

                  Til máls tóku: HS og SÓJ.

                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs að svara er­ind­inu í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um.

                  • 9. Staða og ástand á ný­bygg­ing­ar­svæð­um 2010201004045

                    Þessu erindi er vísað til bæjarráðs frá skipulags- og byggingarnefnd til úrvinnslu. Byggingarfulltrúi fylgir erindinu úr hlaði á fundinum.

                    Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið er mætt­ur Ás­björn Þor­varð­ar­son (ÁÞ) bygg­ing­ar­full­trúi.

                     

                    Til máls tóku: HS, ÁS, BH, JJB, SÓJ, HSv og KT.  

                    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela stjórn­sýslu­sviði og um­hverf­is­sviði að koma með til­lögu um fram­hald máls­ins.

                    • 10. Stíg­ur með­fram Vest­ur­lands­vegi201102165

                      Til máls tóku: HS, BH, KT, HSv og JS.

                      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs Mos­fells­bæj­ar að óska eft­ir fjár­veit­ingu frá Vega­gerð rík­is­ins að upp­hæð kr. 25 millj. til stíga­gerð­ar með­fram Vest­ur­lands­vegi frá Hlíð­ar­túni að skógrækt við Hamra­hlíð.

                      • 11. Er­indi Sam­bands ísl. sveit­ar­fé­laga varð­andi um­sögn um ný sveit­ar­stjórn­ar­lög201102132

                        Til máls tók: HS.

                        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til bæj­ar­stjóra og fram­kvæmda­stjóra Mos­fells­bæj­ar til um­sagn­ar, jafn­framt því að bæj­ar­full­trú­ar skoði mál­ið í sín­um ranni.

                        • 12. Er­indi Ung­menna­fé­lags Ís­lands varð­andi 16. og 17. Ung­linga­lands­móts UMFÍ 2013 og 2014201102135

                          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að senda er­ind­ið til íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar til um­sagn­ar og af­greiðslu.

                          • 13. Er­indi Strætó bs. varð­andi er­indi For­eldra­ráðs Borg­ar­holts­skóla201102151

                            Til máls tóku: HS og HSv.

                            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fram­kvæmda­stjóra Strætó bs. og þess óskað að hann komi með til­lögu í mál­inu varð­andi val­kosti og kostn­að.

                            • 14. Sam­þykkt­ir varð­andi nið­ur­greiðsl­ur201102170

                              Til máls tók: HS.

                              Er­ind­inu frestað til næsta fund­ar og óskað verði eft­ir því að leik­skóla­full­trúi mæti á þann fund.

                              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30