Mál númer 201008523
- 3. nóvember 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #545
Vísað frá 544. fundi bæjarstjórnar til síðari umræðu. Fylgigögn sem þá fylgdu eru á fundargáttinni.
Samþykkt með sjö atkvæðum framlögð drög að breytingu á gjaldskrá Hitaveitu Mosfellsbæjar.
- 20. október 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #544
<DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: HSv, JJB og JS.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Afgreiðsla 998. fundar bæjarráðs, um að vísa erindinu til næsta bæjarstjórnarfundar, samþykkt á 544. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV></DIV>
- 20. október 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #544
Fylgigögn frá 998. fundi bæjarráðs liggja undir "Skoða öll fylgiskjöl".
Til máls tóku: JS, HSv og JJB.
Afgreiðsla 998. fundar bæjarráðs um tillögu að 16,5% hækkun á gjaldskrá Hitaveitu Mosfellsbæjar vísað til annarrar umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.
- 14. október 2010
Bæjarráð Mosfellsbæjar #998
Á fundinn undir þessum dagskrárlið mætti Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri umhverfissviðs.
Til máls tóku: HS, JS, HSv, JBH, BH, JJB og KT.
Fyrir liggur tillaga um 16,5% hækkun á gjaldskrá Hitaveitu Mosfellsbæjar vegna hækkunar Orkuveitu Reykjavíkur á heitu vatni til hitaveitunnar. Samþykkt að vísa erindinu til næsta bæjarstjórnarfundar.
- 8. september 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #541
Áður á dagskrá 991. fundar bæjarráðs og þá frestað. Minnisblað bæjarstjóra varðandi málið er hjálagt.
Afgreiðsla 992. fundar bæjarráðs samþykkt á 541. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 8. september 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #541
<DIV>Frestað.</DIV>
- 2. september 2010
Bæjarráð Mosfellsbæjar #992
Áður á dagskrá 991. fundar bæjarráðs og þá frestað. Minnisblað bæjarstjóra varðandi málið er hjálagt.
Til máls tóku: HS, HSv, JS, JJB, BH og JBH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fresta að svo stöddu fyrirhugaðri breytingu á gjaldskrá Hitaveitu Mosfellsbæjar.
Vegna boðaðra hækkana Orkuveitu Reykjavíkur á gjaldskrám þann 1. október næstkomandi vill bæjarráð Mosfellsbæjar af því tilefni lýsa því yfir að ekki geti talist sanngjarnt að velta erfiðri fjárhagsstöðu Orkuveitu Reykjavíkur yfir á heimili, sveitarfélög og fyrirtæki með þeim hætti sem nú er gert. Þau sveitarfélög sem ekki eru hluti af eigendahópi Orkuveitunnar bera ekki ábyrgð á óhagstæðum fjármögnunarsamningum og hafa ekki þegið arðgreiðslur til þess að greiða niður samfélagsleg verkefni.
Skemmst er að minnast yfirlýsingar fyrrverandi stjórnarformanns OR þegar arðgreiðslur yfirstandandi árs voru rökstuddar: ,,Arðgreiðslur OR renna til samfélagslegra verkefna á vegum eigendanna og gera sveitarfélögunum kleift að halda aftur af gjaldskrárhækkunum á sinni margþættu þjónustu.´´
Bæjarráð Mosfellsbæjar beinir þeim eindregnu tilmælum til stjórnar OR að þessi gríðarlega hækkun verði endurskoðuð og leitað verði annarra leiða til að bregðast við fjárhagsvanda Orkuveitu Reykjavíkur.
- 26. ágúst 2010
Bæjarráð Mosfellsbæjar #991
Frestað.