26. ágúst 2010 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði
Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Landbúnaðarháskólans varðandi landspildu úr landi Þormóðsdals200801351
Bryndís Haraldsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið. Haraldur Sverrisson tók sæti hennar á meðan.
Til máls tóku: HS, HSv, JJB og JS.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að skoða málið frekar.
2. Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ200802201
Til máls tóku: HS, HSv, BS, JJB, BH og JBH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út verkfræðihönnun og hefja í kjölfarið hönnun hjúkrunarheimilisins sem og að ráða til verksins eftirlitsaðila. Ennfremur er umhverfissviði veitt heimild til þess að ganga frá samningum við THG arkitekta, Íbúðalánasjóð og Eir.
3. Ósk um setu í nefndum/ráðum201003378
Frestað á 990. fundi bæjarráðs.
Til máls tóku: HS, Hsv, JS og BH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að ræða við Strætó bs. um aðkomu að fundum skipulags- og byggingarnefndar.
4. Staðgreiðsluskil 2010201005024
Frestað á 990. fundi bæjarráðs.
Frestað.
5. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, endurskoðun laga- og reglugerðarákvæða201008085
Frestað á 990. fundi bæjarráðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjármálastjóra til umsagnar.
6. Breyting á gjaldskrá Hitaveitu Mosfellsbæjar201008523
Frestað.
7. Erindi Bjarna S. Jónssonar varðandi hlut Mosfellsbæjar í frágangi við Skálahlíð201008756
Til máls tók: HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar.
8. Erindi lögreglustjórans varðandi umsagnarbeiðni vegna tímabundins áfengisveitingaleyfis201008853
Til máls tóku: HS og HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar gerir ekki athugasemd við framkomna umsókn um tímabundið áfengisveitingaleyfi.
9. Framhaldsskóli - nýbygging2010081418
Lagður er fram til kynningar hönnunarsamningur vegna nýbyggingar framhaldsskóla í Mosfellsbæ með ósk um heimild bæjarráðs til þess að ganga frá samningnum. Falk Krueger kemur til fundarins og gerir grein fyrir hönnun skólans 8:00-8:10
Til fundarins mættu arkitektarnir Falk Krueger og Árni Þórólfsson sem kynntu fyrirliggjandi tillögu að hönnun húsnæðis fyrir FMOS.
Til máls tóku: HS, HSv, BH, JS og JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að ganga frá hönnunarsamningi fyrir hönd Mosfellsbæjar.
10. Rekstraryfirlit janúar-júní 20102010081420
Gögn frá fjármálastjóra varðandi rekstraryfirlit verða sett á fundargátt í fyrramálið
Frestað.
11. Greiðslur til áheyrnarfulltrúa2010081486
Bæjarráðsmaður Jón Jósef Bjarnason óskar eftir þessu erindi á dagskrá og mun hafa framsögu um það.
Frestað.