28. október 2010 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) 1. varamaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ráðning bæjarstjóra201006126
Frestað á 1000. fundi bæjarráðs. Fylgigögn þau sömu og þá voru send aðalmönnum í bæjarráði.
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri sat ekki fundinn undir þessum dagskrárlið.
Til máls tóku: HS, JJB, HP og KT.
Tillaga kom fram frá bæjarráðsmanni Jóni Jósefi Bjarnasyni um að samningi við bæjarstjóra verði frestað þar til unnið hefur verið úr niðurstöðum íbúafundar og óskir bæjarbúa sem þar koma fram ljósar.
Tillagan borin upp og felld með tveimur atkvæðum.
Tillaga kom fram frá bæjarráðsmanni Jóni Jósefi Bjarnasyni um að samningur við bæjarstjóra verði miðaður við þingfararkaup.
Tillagan borin upp og felld með tveimur atkvæðum.
Tillaga kom fram frá bæjarráðsmanni Jóni Jósefi Bjarnasyni um að 2. gr. um bifreiðarhlunnindi falli brott.
Tillagan borin upp og felld með tveimur atkvæðum.
Tillaga kom fram frá bæjarráðsmanni Jóni Jósefi Bjarnasyni um að 3. gr. um önnur hlunnindi falli brott.
Tillagan borin upp og felld með tveimur atkvæðum.
Bókun bæjarráðmanna D og V-lista.
Samningur við bæjarstjóra er endurnýjaður á sama grunni og fyrri samningur frá 2007, en laun lækkuð um liðlega 17%.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að fela formanni bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar að ganga frá ráðningarsamningi við bæjarstjóra og leggja fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.
2. Gagnsæi launagreiðslna201009271
Frestað á 1000. fundi bæjarráðs. Umsögn er þegar á fundargáttinni.
Til máls tóku: HS, JJB, HP, HSv og SÓJ.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að senda spurningar varðandi gagnsæi launagreiðslna og umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs til stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga þar sem málefnið er einnig þar til umfjöllunar.
3. Reglur um sérstakar húsaleigubætur201010137
Frestað á 1000. fundi bæjarráðs. Tillaga í málinu er þegar á fundargáttinni.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar.
4. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, endurskoðun laga- og reglugerðarákvæða201008085
Frestað á 1000. fundi bæjarráðs. Umsögn fjármálastjóra er þegar á fundargáttinni.
Til máls tóku: HS, HSv, HP og JJB.
Bæjarstjóri fór yfir og kynnti helstu atriði varðandi endurskoðun laga- og reglugerðarákvæða varðandi Jöfnunarstjóð sveitarfélaga og að áfram yrði unnið að hagsmunagæslu fyrir Mosfellsbæ varðandi málið. Erindið að öðru leyti lagt fram.
5. Erindi EBÍ varðandi ágóðahlutagreiðslu 2010201010093
Frestað á 1000. fundi bæjarráðs. Fylgiskjal er þegar á fundargáttinni.
Til máls tóku: JJB, HSv og SÓJ.
Í erindinu kemur fram að ágóðahlutur Mosfellsbæjar vegna ársins 2010 er um 6,5 milljónir króna. Erindið lagt fram.
6. Erindi Neytendasamtakanna varðandi beiðni um styrk201010080
Frestað á 1000. fundi bæjarráðs. Fylgiskjal er þegar á fundargáttinni.
Til máls tóku: JJB, HS og HSv.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að ekki sé hægt að verða við styrkbeiðninni.
7. Erindi vegna samnings Eldingar við Mosfellsbæ201005152
Áður á dagskrá 993. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var vísað til íþrótta- og tómstundanefndar til úrvinnslu. Minnisblað ásamt drögum að samningum hjálagt.
Til máls tóku: JJB, HS, HSv og KT.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að heimila framkvæmdastjóra fræðslusviðs að ganga frá endurnýjuðum samningi við Eldingu í samræmi við fyrirliggjandi drög.
8. Erindi Ingibjargar B K Hjartardóttur varðandi leigu á Sólheimakoti.201010209
Til máls tóku: JJB, HS, HSv, HP og KT.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að ekki sé hægt að verða við ósk um leigu á Sólheimakoti.
9. Erindi Mannréttindastofu Íslands varðandi styrk201010218
Samþykkt með tveimur atkvæðum að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar og afgreiðslu.
10. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um húsnæðismál201010222
Til máls tóku: HS og JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að koma að umsögn Mosfellsbæjar eftir atvikum.