16. desember 2010 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Samþykkt að taka á dagskrá sem síðasta dagskrárlið erindi nr. 201006126.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun 2011201007117
Í samræmi við umræður á síðasta bæjarráðsfundu er fjárhagsáætlun á dagskrá næsta fundar sem er hugsaður sem upplýsingafundur. Sömu fylgiskjöl gilda og fylgja fundarboði bæjarstjórnar.
Til máls tóku: HS, JJB, JBH, HSv, BH, SÓJ, JS og KT.
Umræður fóru fram um fjárhagsáætlunina sem var til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi í gærdag. Miðlað var ýmsum upplýsingum sem snúa að áætluninni.
2. Erindi Ragnars Aðalsteinssonar varðandi útgáfu byggingarleyfis200810296
Hér er lögð fyrir niðurstaða dómkvaddra matsmanna varðandi Laxatungu 33. Hjálagt er minnisblað frá Lex.
Til máls tóku: HS, HSv og SÓJ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að una mati dómskvaddra matsmanna í matsmálinu M-29/2010 og felur framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að undirbúa uppgjör á grundvelli matsins verði því ekki vísað til yfirmats af hálfu gagnaðila.
3. Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ200802201
Lagt er fyrir bæjarráð minnisblað framkvæmdastjóra umhverfissviðs um tillögu að höfnun tilboða ásamt greinargerð framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs um sama efni.
Herdís Sigurjónsdóttir formaður vék af fundi undir þessum dagskrárlið og tók Haraldur Sverrisson bæjarstjóri sæti í hennar stað.
Til máls tóku: BH, JBH, SÓJ, JJB, HSv, KT og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila framkvæmdastjóra umhverfissviðs að undirbúa og tilkynna bréflega, öllum bjóðendum í útboði á verkfræðihönnun vegna hjúkrunarheimili - þjónustusel að Hlaðhömrum, í samræmi við umræður á fundinum að Mosfellsbær hafni öllum framkomnum tilboðum.
4. Kærunefnd útboðsmála, kæra VSB ehf.201012104
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela stjórnsýslusviði að svara Kærunefnd útboðsmála vegna kæru Verkfræðistofunnar VSB ehf.
5. Erindi Yfirfasteignamatsnefndar varðandi umsögn vegna kæru201003365
Frestað á 1008. fundi bæjarráðs. Sömu fylgiskjöl gilda.
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga áskorun þessa efnis:
"Að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga beiti sér fyrir því að tekin verði af öll tvímæli um að íbúð og íbúðarhús ásamt lóðarréttindum o.sv.fr. sbr. 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, séu þær fasteignir einar sem réttilega séu skráðar sem slíkar í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands hverju sinni".
6. Erindi Lögreglustjórans, umsagnarbeiðni vegna brennu201012047
Frestað á 1008. fundi bæjarráðs. Sömu fylgiskjöl gilda.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemd við fyrirhugaða brennu á vegum einkaaðila á landi sínu.
7. Erindi Lögreglustjórans,umsagnarbeiðni vegna flugeldasýningar á Þrettánda201012169
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemd við fyrirhugaða flugeldasýningu Björgunarsveitarinnar Kyndils neðan Holtahverfis á þrettándanum.
8. Erindi Lögreglustjórans,umsagnarbeiðni vegna flugeldasýningar, áramót201012165
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemd við fyrirhugaða flugeldasýningu Björgunarsveitarinnar Kyndils í Ullarnesbrekku á gamárskvöld.
9. Erindi Lögreglustjórans,umsagnarbeiðni vegna skoteldasölu að Völuteig 23201012174
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemd við fyrirhugaða skoteldasölu Björgunarsveitarinnar Kyndils að Völuteigi 23 eins og nánar er tilgreint í umsókn sveitarinnar.
10. Erindi Lögreglustjórans,umsagnarbeiðni vegna skoteldasölu við Háholt201012173
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemd við fyrirhugaða skoteldasölu Björgunarsveitarinnar Kyndils að Háholti 13-15 eins og nánar er tilgreint í umsókn sveitarinnar.
11. Erindi Lögreglustjórans,umsagnarbeiðni vegna tímabundins áfengisveitingaleyfis201012170
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemd við tímabundið áfengisveitingaleyfi Þruma og eldinga eins og nánar er tilgreint í umsókninni.
12. Ráðning bæjarstjóra201006126
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Til máls tóku: HS, JJB, JS
Formaður bæjarráðs gerði grein fyrir prentvillu í áðurgerðum ráðningarsamningi bæjarstjóra og var leiðrétting þar að lútandi samþykkt með tveimur atkvæðum.