Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

16. desember 2010 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Herdís Sigurjónsdóttir formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari

Sam­þykkt að taka á dagskrá sem síð­asta dag­skrárlið er­indi nr. 201006126.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Fjár­hags­áætlun 2011201007117

    Í samræmi við umræður á síðasta bæjarráðsfundu er fjárhagsáætlun á dagskrá næsta fundar sem er hugsaður sem upplýsingafundur. Sömu fylgiskjöl gilda og fylgja fundarboði bæjarstjórnar.

    Til máls tóku: HS, JJB, JBH, HSv, BH, SÓJ, JS og KT.

    Um­ræð­ur fóru fram um fjár­hags­áætl­un­ina sem var til fyrri um­ræðu á bæj­ar­stjórn­ar­fundi í gær­dag. Miðlað var ýms­um upp­lýs­ing­um sem snúa að áætl­un­inni.

    • 2. Er­indi Ragn­ars Að­al­steins­son­ar varð­andi út­gáfu bygg­ing­ar­leyf­is200810296

      Hér er lögð fyrir niðurstaða dómkvaddra matsmanna varðandi Laxatungu 33. Hjálagt er minnisblað frá Lex.

      Til máls tóku: HS, HSv og SÓJ.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að una mati dómskvaddra mats­manna í mats­mál­inu M-29/2010 og fel­ur fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs að und­ir­búa upp­gjör á grund­velli mats­ins verði því ekki vísað til yf­ir­mats af hálfu gagn­að­ila.

      • 3. Hjúkr­un­ar­heim­ili í Mos­fells­bæ200802201

        Lagt er fyrir bæjarráð minnisblað framkvæmdastjóra umhverfissviðs um tillögu að höfnun tilboða ásamt greinargerð framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs um sama efni.

        Herdís Sig­ur­jóns­dótt­ir formað­ur vék af fundi und­ir þess­um dag­skrárlið og tók Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri sæti í henn­ar stað.

         

        Til máls tóku: BH, JBH, SÓJ, JJB, HSv, KT og JS. 

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að und­ir­búa og til­kynna bréf­lega, öll­um bjóð­end­um í út­boði á verk­fræði­hönn­un vegna hjúkr­un­ar­heim­ili - þjón­ustu­sel að Hlað­hömr­um, í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um að Mos­fells­bær hafni öll­um fram­komn­um til­boð­um.

        • 4. Kær­u­nefnd út­boðs­mála, kæra VSB ehf.201012104

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela stjórn­sýslu­sviði að svara Kær­u­nefnd út­boðs­mála vegna kæru Verk­fræði­stof­unn­ar VSB ehf.

          • 5. Er­indi Yf­ir­fa­st­eigna­mats­nefnd­ar varð­andi um­sögn vegna kæru201003365

            Frestað á 1008. fundi bæjarráðs. Sömu fylgiskjöl gilda.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að senda stjórn Sam­bands ísl. sveit­ar­fé­laga áskor­un þessa efn­is:

             

            "Að stjórn Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga beiti sér fyr­ir því að tekin verði af öll tví­mæli um að íbúð og íbúð­ar­hús ásamt lóð­ar­rétt­ind­um o.sv.fr. sbr. 3. mgr. 3. gr. laga um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga nr. 4/1995, séu þær fast­eign­ir ein­ar sem rétti­lega séu skráð­ar sem slík­ar í fast­eigna­skrá Þjóð­skrár Ís­lands hverju sinni".

            • 6. Er­indi Lög­reglu­stjór­ans, um­sagn­ar­beiðni vegna brennu201012047

              Frestað á 1008. fundi bæjarráðs. Sömu fylgiskjöl gilda.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar ger­ir ekki fyr­ir sitt leyti at­huga­semd við fyr­ir­hug­aða brennu á veg­um einka­að­ila á landi sínu.

              • 7. Er­indi Lög­reglu­stjór­ans,um­sagn­ar­beiðni vegna flug­elda­sýn­ing­ar á Þrett­ánda201012169

                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar ger­ir ekki fyr­ir sitt leyti at­huga­semd við fyr­ir­hug­aða flug­elda­sýn­ingu Björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Kyndils neð­an Holta­hverf­is á þrett­ánd­an­um.

                • 8. Er­indi Lög­reglu­stjór­ans,um­sagn­ar­beiðni vegna flug­elda­sýn­ing­ar, ára­mót201012165

                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar ger­ir ekki fyr­ir sitt leyti at­huga­semd við fyr­ir­hug­aða flug­elda­sýn­ingu Björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Kyndils í Ull­ar­nes­brekku á gamárs­kvöld.

                  • 9. Er­indi Lög­reglu­stjór­ans,um­sagn­ar­beiðni vegna skotelda­sölu að Völu­teig 23201012174

                    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar ger­ir ekki fyr­ir sitt leyti at­huga­semd við fyr­ir­hug­aða skotelda­sölu Björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Kyndils að Völu­teigi 23 eins og nán­ar er til­greint í um­sókn sveit­ar­inn­ar.

                    • 10. Er­indi Lög­reglu­stjór­ans,um­sagn­ar­beiðni vegna skotelda­sölu við Há­holt201012173

                      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar ger­ir ekki fyr­ir sitt leyti at­huga­semd við fyr­ir­hug­aða skotelda­sölu Björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Kyndils að Há­holti 13-15 eins og nán­ar er til­greint í um­sókn sveit­ar­inn­ar.

                      • 11. Er­indi Lög­reglu­stjór­ans,um­sagn­ar­beiðni vegna tíma­bund­ins áfeng­isveit­inga­leyf­is201012170

                        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar ger­ir ekki fyr­ir sitt leyti at­huga­semd við tíma­bund­ið áfeng­isveit­inga­leyfi Þruma og eld­inga eins og nán­ar er til­greint í um­sókn­inni.

                        • 12. Ráðn­ing bæj­ar­stjóra201006126

                          Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri vék af fundi und­ir þess­um dag­skrárlið.

                           

                          Til máls tóku: HS, JJB, JS

                          Formað­ur bæj­ar­ráðs gerði grein fyr­ir prentvillu í áð­ur­gerð­um ráðn­ing­ar­samn­ingi bæj­ar­stjóra og var leið­rétt­ing þar að lút­andi sam­þykkt með tveim­ur at­kvæð­um.

                          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30