Mál númer 202302116
- 15. febrúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #821
Borist hefur erindi frá JVST Iceland ehf., f.h. Helgafellsása ehf., dags. 03.01.2023, með ósk um endurskoðun aðalskipulags þar sem breyta á óbyggðu svæði að Helgafellsásum við Þingvallaveg í athafnasvæði og verslunar- og þjónustusvæði.
Afgreiðsla 584. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 821. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 10. febrúar 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #584
Borist hefur erindi frá JVST Iceland ehf., f.h. Helgafellsása ehf., dags. 03.01.2023, með ósk um endurskoðun aðalskipulags þar sem breyta á óbyggðu svæði að Helgafellsásum við Þingvallaveg í athafnasvæði og verslunar- og þjónustusvæði.
Skipulagsnefnd vísar til afgreiðslna á 577. fundi nefndarinnar er varða mál landa L201201 og L201197. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir frekari gögnum og að ræða við málsaðila.
Samþykkt með fimm atkvæðum.