Mál númer 201906404
- 2. október 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #746
Á 493. fundi skipulagsnefndar 13. september mætti Haraldur Sigurðsson fulltrúi Reykjavíkurborgar og kynnti málið. Umræður urðu um málið.
Afgreiðsla 496. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 746. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 27. september 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #496
Á 493. fundi skipulagsnefndar 13. september mætti Haraldur Sigurðsson fulltrúi Reykjavíkurborgar og kynnti málið. Umræður urðu um málið.
Breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur getur í mörgum tilfellum haft mikil áhrif á höfuðborgarsvæðið allt.
Lagning Sundabrautar leysir að öllum líkindum mikinn umferðarvanda í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum og mun draga úr umferð á Vesturlandsvegi í gegn um Mosfellsbæ. Því ber að gæta sérstaklega að því að ekki verði lagðar hindranir og aukinn kostnaður í aðalskipulag Reykjavíkur sem truflað gæti lagningu Sundabrautar í framtíðinni.
Skipulagsnefnd leggur áherslu á að ekki verði skipulögð byggð á fyrirhuguðum vegstæðum Sundabrautar eða á nokkrum þeim svæðum þar sem fyrirhugaðar vegtengingar eru áætlaðar.
Skipulagsnefnd hvetur SSH og ríkið til að hraða undirbúningi og framkvæmdum við Sundabraut. - 18. september 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #745
Á 489. fundi skipulagsnefndar 5. júlí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Lögð fram tillaga Reykjavíkurborgar að breytingu á aðalskipulagi. Skipulagsnefnd óskar eftir kynningu frá Reykjavíkurborg á tillögunni á næsta fundi nefndarinnar þann 19. júlí næstkomandi og óskar jafnframt eftir lengri fresti til þess að skila inn umsögn um tillöguna vegna sumarleyfa sem eru framundan.Samþykkt með fimm atkvæðum." Á fundinn mætti Haraldur Sigurðsson frá Reykjavíkurborg og kynnti málið.
Afgreiðsla 493. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 745. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. september 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #493
Á 489. fundi skipulagsnefndar 5. júlí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Lögð fram tillaga Reykjavíkurborgar að breytingu á aðalskipulagi. Skipulagsnefnd óskar eftir kynningu frá Reykjavíkurborg á tillögunni á næsta fundi nefndarinnar þann 19. júlí næstkomandi og óskar jafnframt eftir lengri fresti til þess að skila inn umsögn um tillöguna vegna sumarleyfa sem eru framundan.Samþykkt með fimm atkvæðum." Á fundinn mætti Haraldur Sigurðsson frá Reykjavíkurborg og kynnti málið.
Kynning. Umræður um málið.
- 11. júlí 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1406
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 26. júní 2019 varðandi breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur.
Afgreiðsla 489. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1406. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
- 5. júlí 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #489
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 26. júní 2019 varðandi breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur.
Lögð fram tillaga Reykjavíkurborgar að breytingu á aðalskipulagi. Skipulagsnefnd óskar eftir kynningu frá Reykjavíkurborg á tillögunni á næsta fundi nefndarinnar þann 19. júlí næstkomandi og óskar jafnframt eftir lengri fresti til þess að skila inn umsögn um tillöguna vegna sumarleyfa sem eru framundan.Samþykkt með fimm atkvæðum.