Mál númer 202501598
- 5. febrúar 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #865
Áskorun til fulltrúa í Mosfellsbæ vegna yfirvofandi verkfalla í leik- og grunnskólum frá foreldaráðum og foreldrafélögum leik- og grunnskóla í Mosfellsbæ.
Afgreiðsla 1654. fundar bæjarráðs staðfest á 865. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 23. janúar 2025
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1654
Áskorun til fulltrúa í Mosfellsbæ vegna yfirvofandi verkfalla í leik- og grunnskólum frá foreldaráðum og foreldrafélögum leik- og grunnskóla í Mosfellsbæ.
Bæjarráð tekur undir áhyggjur foreldra um áhrif verkfalla á börn og fjölskyldur þeirra og vonast til að sátt náist á milli aðila þannig að ekki komi til verkfalla.