Mál númer 201909164
- 27. maí 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #762
Úttektarskýrsla Skimu ehf. lögð fyrir bæjarráð.
Bókun M-lista:
Bæjarfulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ hefur ekki séð að reglulegt eftirlit (mánaðarlegt sbr. áréttingu Skimu um slíkt eftirlit) hafi verið í Varmárskóla vegna asbests og ekki séð að haldið hafi verið utan um þessi mál af hálfu Mosfellsbæjar. Nú liggur fyrir að mikið af asbesti er í Varmárskóla og ekki hefur verið kortlagt áður hvar það er að finna. Einnig er ljóst að vitneskja starfsmanna bæjarins um tilvist asbests í skólanum hafi verið til staðar áður en Skima kom að þessari rannsókn sem hér er til umfjöllunar. Það er miður að ekkert hafi verið gert svo lengi. Mikilvægt er að gerð verði viðamikil lýðsheilsurannsókn allra starfsmanna og nemenda sem hafa starfað í skólanum sem nemendur, kennarar eða aðrir starfsmenn. Einnig er mikilvægt að gögn verði send Heilbrigðiseftirliti Kjósasvæðis hið fyrsta og það upplýst um ferlið og fulltrúa þess veittur aðgangur að öllum gögnum málsins og rannsóknarupplýsingum.Bókun C-lista:
Bæjarfulltrúi Viðreisnar leggur á það áherslu að skólahúsnæði Mosfellsbæjar sé heilsusamlegt og að starfsfólk sem þar starfar sem og foreldrar í Mosfellsbæ hafi fullvissu um að svo sé. Til þess þarf reglubundið eftirlit og gegnsæi við framkvæmdir. Bæjarfulltrúi Viðreisnar hvetur til þess að þeim úrbótum sem eftir er að vinna og úttektum á skólahúsnæði Varmárskóla sé hraðað eins og kostur er.Bókun D- og V-lista
Í skýrslu Skimu sem fylgir þessu máli er fullyrt að ekki stafi hætta af því asbesti sem fannst í Varmárskóla. Það er ekki ástæða til annars en að treysta sérfræðingum í þessu máli og fara að þeim ráðum sem gefin eru hvenær fjarlægja á asbestið.Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti að láta skima allt húsnæði Mosfellsbæjar þar sem hugsanlegt væri að asbest væri hluti af byggingarefni í húsnæðinu.
Alls voru 9 fasteignir skimaðar sem voru byggð á þeim árum sem asbest var leyfilegt byggingarefni.Í einu húsanna sem voru skimuð fannst asbest í hluta af sólbekkjum í einum skóla bæjarins.
Vinnueftirlitið gerði ekki kröfu um að þessir sólbekkir yrðu fjarlægðir, en Mosfellsbær hefur tekið ákvörðun um að það verði samt sem áður gert í sumar af verktökum sem til þess að hafa leyfi, að fengnum leyfum frá eftirlitsaðilum.
Heilbrigðiseftirlit Kjósasvæðis er upplýst um málið og hefur fengið send gögnum það, auk þess sem fultrúar Umhverfissvið Mofellsbæjar hafa fundað með heilbrigðiseftirlitinu.
Afgreiðsla 1443. fundar bæjarráðs samþykkt á 762. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 14. maí 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1443
Úttektarskýrsla Skimu ehf. lögð fyrir bæjarráð.
Á 1412. fundi bæjarráðs var samþykkt tillaga Miðflokksins um að unnin yrði úttekt á notkun á asbesti sem byggingarefni í húsnæði á vegum Mosfellsbæjar með sérstaka áherslu á leik- og grunnskóla. Á fundinum samþykkti bæjarráð að vísa tillögunni til umhverfissviðs
Mosfellsbæjar til umsagnar og afgreiðslu.Úttektarskýrsla Skimu ehf. var lögð fram til kynningar.
- 18. september 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #745
Sveinn Óskar Sigurðsson, bæjarfulltrúi M- lista, óskar eftir að tekin verði á dagskrá tillaga þess efnis að heilbrigðiseftirliti verði falin úttekt á asbesti í húsnæði Mosfellsbæjar og þá sérstaklega í leik- og grunnskólum.
Afgreiðsla 1412. fundar bæjarráðs samþykkt á 745. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 12. september 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1412
Sveinn Óskar Sigurðsson, bæjarfulltrúi M- lista, óskar eftir að tekin verði á dagskrá tillaga þess efnis að heilbrigðiseftirliti verði falin úttekt á asbesti í húsnæði Mosfellsbæjar og þá sérstaklega í leik- og grunnskólum.
Lagt er til að tillögu Miðflokksins verði vísað til umhverfissviðs Mosfellsbæjar til umsagnar og afgreiðslu. Til undirbúnings taki fagfólk umhverfissviðs saman upplýsingar um það hvort og þá hvar sé til staðar byggingarefni sem inniheldur asbest, byggingarefni sem hefur ekki verið í notkun á Íslandi frá árinu 1983.
Mosfellsbær fylgir þeim reglum sem um téð byggingarefni gilda og verktökum á vegum bæjarins ber skylda til að fylgja gildandi reglum, ráðgjöf og leiðbeiningum opinberra eftirlitsaðila. Mosfellsbær tekur alvarlega hlutverk sitt við að tryggja í senn heilnæmi og öryggi húsnæðis og vinnuaðstæðna barna og starfsmanna. Það verkefni annast starfsmenn umhverfissviðs í umboði kjörinna fulltrúa. Samantekt umhverfissviðs verði send Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis sem taki í kjölfarið formlega afstöðu til þess hvort að efni standi til þess að hefja sérstaka úttekt eins og fulltrúi Miðflokksins leggur til.