Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201909164

  • 27. maí 2020

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #762

    Út­tekt­ar­skýrsla Skimu ehf. lögð fyr­ir bæj­ar­ráð.

    Bók­un M-lista:
    Bæj­ar­full­trúi Mið­flokks­ins í Mos­fells­bæ hef­ur ekki séð að reglu­legt eft­ir­lit (mán­að­ar­legt sbr. árétt­ingu Skimu um slíkt eft­ir­lit) hafi ver­ið í Varmár­skóla vegna asbests og ekki séð að hald­ið hafi ver­ið utan um þessi mál af hálfu Mos­fells­bæj­ar. Nú ligg­ur fyr­ir að mik­ið af asbesti er í Varmár­skóla og ekki hef­ur ver­ið kort­lagt áður hvar það er að finna. Einn­ig er ljóst að vitn­eskja starfs­manna bæj­ar­ins um til­vist asbests í skól­an­um hafi ver­ið til stað­ar áður en Skima kom að þess­ari rann­sókn sem hér er til um­fjöll­un­ar. Það er mið­ur að ekk­ert hafi ver­ið gert svo lengi. Mik­il­vægt er að gerð verði viða­mik­il lýðs­heils­u­rann­sókn allra starfs­manna og nem­enda sem hafa starfað í skól­an­um sem nem­end­ur, kenn­ar­ar eða að­r­ir starfs­menn. Einn­ig er mik­il­vægt að gögn verði send Heil­brigðis­eft­ir­liti Kjósa­svæð­is hið fyrsta og það upp­lýst um ferl­ið og full­trúa þess veitt­ur að­gang­ur að öll­um gögn­um máls­ins og rann­sóknar­upp­lýs­ing­um.

    Bók­un C-lista:
    Bæj­ar­full­trúi Við­reisn­ar legg­ur á það áherslu að skóla­hús­næði Mos­fells­bæj­ar sé heilsu­sam­legt og að starfs­fólk sem þar starf­ar sem og for­eldr­ar í Mos­fells­bæ hafi full­vissu um að svo sé. Til þess þarf reglu­bund­ið eft­ir­lit og gegn­sæi við fram­kvæmd­ir. Bæj­ar­full­trúi Við­reisn­ar hvet­ur til þess að þeim úr­bót­um sem eft­ir er að vinna og út­tekt­um á skóla­hús­næði Varmár­skóla sé hrað­að eins og kost­ur er.

    Bók­un D- og V-lista
    Í skýrslu Skimu sem fylg­ir þessu máli er full­yrt að ekki stafi hætta af því asbesti sem fannst í Varmár­skóla. Það er ekki ástæða til ann­ars en að treysta sér­fræð­ing­um í þessu máli og fara að þeim ráð­um sem gef­in eru hvenær fjar­lægja á asbest­ið.

    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti að láta skima allt hús­næði Mos­fells­bæj­ar þar sem hugs­an­legt væri að asbest væri hluti af bygg­ing­ar­efni í hús­næð­inu.
    Alls voru 9 fast­eign­ir skim­að­ar sem voru byggð á þeim árum sem asbest var leyfi­legt bygg­ing­ar­efni.

    Í einu hús­anna sem voru skimuð fannst asbest í hluta af sól­bekkj­um í ein­um skóla bæj­ar­ins.

    Vinnu­eft­ir­lit­ið gerði ekki kröfu um að þess­ir sól­bekk­ir yrðu fjar­lægð­ir, en Mos­fells­bær hef­ur tek­ið ákvörð­un um að það verði samt sem áður gert í sum­ar af verk­tök­um sem til þess að hafa leyfi, að fengn­um leyf­um frá eft­ir­lits­að­il­um.

    Heil­brigðis­eft­ir­lit Kjósa­svæð­is er upp­lýst um mál­ið og hef­ur feng­ið send gögn­um það, auk þess sem ful­trú­ar Um­hverf­is­svið Mo­fells­bæj­ar hafa fundað með heil­brigðis­eft­ir­lit­inu.

    Af­greiðsla 1443. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 762. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 14. maí 2020

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1443

      Út­tekt­ar­skýrsla Skimu ehf. lögð fyr­ir bæj­ar­ráð.

      Á 1412. fundi bæj­ar­ráðs var sam­þykkt til­laga Mið­flokks­ins um að unn­in yrði út­tekt á notk­un á asbesti sem bygg­ing­ar­efni í hús­næði á veg­um Mos­fells­bæj­ar með sér­staka áherslu á leik- og grunn­skóla. Á fund­in­um sam­þykkti bæj­ar­ráð að vísa til­lög­unni til um­hverf­is­sviðs
      Mos­fells­bæj­ar til um­sagn­ar og af­greiðslu.

      Út­tekt­ar­skýrsla Skimu ehf. var lögð fram til kynn­ing­ar.

    • 18. september 2019

      Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #745

      Sveinn Ósk­ar Sig­urðs­son, bæj­ar­full­trúi M- lista, ósk­ar eft­ir að tekin verði á dagskrá til­laga þess efn­is að heil­brigðis­eft­ir­liti verði falin út­tekt á asbesti í hús­næði Mos­fells­bæj­ar og þá sér­stak­lega í leik- og grunn­skól­um.

      Af­greiðsla 1412. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 745. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 12. september 2019

        Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1412

        Sveinn Ósk­ar Sig­urðs­son, bæj­ar­full­trúi M- lista, ósk­ar eft­ir að tekin verði á dagskrá til­laga þess efn­is að heil­brigðis­eft­ir­liti verði falin út­tekt á asbesti í hús­næði Mos­fells­bæj­ar og þá sér­stak­lega í leik- og grunn­skól­um.

        Lagt er til að til­lögu Mið­flokks­ins verði vísað til um­hverf­is­sviðs Mos­fells­bæj­ar til um­sagn­ar og af­greiðslu. Til und­ir­bún­ings taki fag­fólk um­hverf­is­sviðs sam­an upp­lýs­ing­ar um það hvort og þá hvar sé til stað­ar bygg­ing­ar­efni sem inni­held­ur asbest, bygg­ing­ar­efni sem hef­ur ekki ver­ið í notk­un á Ís­landi frá ár­inu 1983.
        Mos­fells­bær fylg­ir þeim regl­um sem um téð bygg­ing­ar­efni gilda og verk­tök­um á veg­um bæj­ar­ins ber skylda til að fylgja gild­andi regl­um, ráð­gjöf og leið­bein­ing­um op­in­berra eft­ir­lits­að­ila. Mos­fells­bær tek­ur al­var­lega hlut­verk sitt við að tryggja í senn heil­næmi og ör­yggi hús­næð­is og vinnu­að­stæðna barna og starfs­manna. Það verk­efni ann­ast starfs­menn um­hverf­is­sviðs í um­boði kjör­inna full­trúa. Sam­an­tekt um­hverf­is­sviðs verði send Heil­brigðis­eft­ir­liti Kjós­ar­svæð­is sem taki í kjöl­far­ið form­lega af­stöðu til þess hvort að efni standi til þess að hefja sér­staka út­tekt eins og full­trúi Mið­flokks­ins legg­ur til.