Mál númer 201812360
- 6. febrúar 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #732
Á 1381. fundi bæjarráðs 10.janúar 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt með 3 atkvæðum á 1381. fundi bæjarráðs að fela skipulagsnefnd að taka að nýju fyrir það erindi sem kæran lítur að og fela lögmanni Mosfellsbæjar að svara framkominni kæru í samræmi við þá niðurstöðu."
Afgreiðsla 477. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 732. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 1. febrúar 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #477
Á 1381. fundi bæjarráðs 10.janúar 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt með 3 atkvæðum á 1381. fundi bæjarráðs að fela skipulagsnefnd að taka að nýju fyrir það erindi sem kæran lítur að og fela lögmanni Mosfellsbæjar að svara framkominni kæru í samræmi við þá niðurstöðu."
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar tók á fundi sínum 3. október 2018 ákvörðun um að ráðast í endurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar. Frá þeirri ákvörðunartöku hefur beiðnum um breytingu aðalskipulags almennt verið vísað til endurskoðunar aðalskipulags.
Skipulagsnefnd samþykkir að visa erindinu til endurskoðunar aðalskipulags. - 16. janúar 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #731
Kæra vegna synjunar Miðdals ehf á efnistöku í Hrossadal
Afgreiðsla 1381. fundar bæjarráðs samþykkt á 731. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. janúar 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1381
Kæra vegna synjunar Miðdals ehf á efnistöku í Hrossadal
Samþykkt með 3 atkvæðum á 1381. fundi bæjarráðs að fela Skipulagsnefnd að taka að nýju fyrir það erindi sem kæran lítur að og fela lögmanni Mosfellsbæjar að svara framkominni kæru í samræmi við þá niðurstöðu.