Mál númer 201705283
- 12. júlí 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1360
Á 442. fundi skipulagsnefndar 18. september 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn umhverfissviðs um málið." Lögð fram skýrsla Eflu verkfræðistofu.
Afgreiðsla 463. fundar Skipulagsnefndar samþykkt með 3 atkvæðum á 1360. fundi bæjarráðs.
- 6. júlí 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #463
Á 442. fundi skipulagsnefndar 18. september 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn umhverfissviðs um málið." Lögð fram skýrsla Eflu verkfræðistofu.
Í skýrslu Eflu verkfræðistofu kemur fram að hljóðstig við húshlið Bjargartanga 17 reiknast rétt í kringum viðmið við hjóðstig vegna umferðarhávaða fyrir utan glugga íbúðar. Í ljósi þess að hljóðstig er ekki yfir viðmiðunarmörkum telur skipulagsnefnd ekki þörf á því að grípa til sérstakra aðgerða varðandi hljóðvarnir.
- 23. ágúst 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #699
Borist hefur erindi frá Erni Sölva Halldórssyni dags. 3. ágúst 2017 varðandi hávaðamengun frá Álfatanga.
Afgreiðsla 442. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 699. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 18. ágúst 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #442
Borist hefur erindi frá Erni Sölva Halldórssyni dags. 3. ágúst 2017 varðandi hávaðamengun frá Álfatanga.
Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn umhverfissviðs um málið.