Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

11. október 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Herdís Sigurjónsdóttir varaformaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Bréf íbúa vegna motocross­braut­ar201209065

    Áður á dagskrá 1089. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagna framkvæmdastjóra umhverfissviðs og skipulagsnefndar. Hjálagt eru umbeðnar umsagnir.

    Fyr­ir fund­in­um lágu grein­ar­gerð­ir fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs og skipu­lags­nefnd­ar og var sam­þykkt að stjórn­sýslu­svið sendi bréf­rit­ur­um svar til sam­ræm­is við þau minn­is­blöð.

    • 2. Völu­teig­ur 25-29, deili­skipu­lags­breyt­ing, stækk­un lóð­ar201209370

      Áður á dagskrá 1092. fundar þar sem stjórnsýslusviði var falið að ræða fyrirkomulag lóðarstækkunarinnar við lóðarhafa. Hjálagt er minnisblað um niðurstöðu þeirra viðræðna.

      Til máls tóku: HP, SÓJ og JJB.
      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs að ganga frá stækk­un lóð­ar gegn greiðslu 625 þús. kr. vegna stækk­un­ar­inn­ar.

      • 3. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um kosn­ing­ar til Al­þing­is og kosn­ing­ar til sveit­ar­stjórna201209394

        Áður á dagskrá 1092. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var vísað til framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjölskyldusviða til umsagnar. Hjálögð er umsögn sviðanna.

        Fyr­ir fund­in­um lágu grein­ar­gerð­ir fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu- og fjöl­skyldu­sviða. Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að senda fram­lagða um­sögn.

        • 4. Er­indi frá Kyndli201210016

          Erindi björgunarsveitarinnar Kyndils þar sem óskað er eftir 600 þús. kr. styrk til byggingar klifurveggs.

          Til máls tóku: HP, HS, JS og HSv.
          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra menn­ing­ar­sviðs.

          • 5. Beiðni um styrk vegna kór­a­móts 2012201210028

            Vorboðinn, kór eldiri borgara í Mosfellsbæ óskar eftir styrkveitingu að upphæð 350 þús. kr. vegna árlegs kóramóts sem að þessu sinni fellur í hlut Vorboða að halda.

            Til máls tóku: HP, HSv, HS og JS.
            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til sam­eig­in­legr­ar um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra menn­ing­ar- og fjöl­skyldu­sviða.

            • 6. Hjól­reið­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu - Til­lög­ur Lands­sam­taka hjól­reiða­manna201210041

              Afrit af bréfi Landssambands hjólreiðamanna til SSH og sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu þar sem óskað er eftir því að erindið fái afgreiðslu, en í erindinu er óskað eftir því að samgöngur hjólandi verði greiðar, samfelldar, þægilegar, öruggar og sambærilegar við það sem öðrum samgöngumátum er boðið upp á.

              Til máls tóku: HP, HSv, JS og HS.
              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar skipu­lags­nefnd­ar.

              • 7. Stað­greiðslu­skil201210062

                Fjármálastjóri leggur fram minnisblað sitt um staðgreiðsluskil vegna fyrstu níu mánaða ársins 2012.

                Til máls tóku: HP, HS, JJB og Hsv.
                Lagt fram yf­ir­lit yfir stað­greiðslu­skil vegna fyrstu níu mán­aða árs­ins 2012.

                • 8. Er­indi til bæj­ar­ráðs vegna stofn­un­ar villi­dýra­safns201210071

                  Fjórir fulltrúar og áheyrnarfulltrúar í fastanefndum Mosfellsbæjar óska eftir svörum bæjarráðs vegna fyrirhugaðrar stofnunar villidýrasafns í Mosfellsbæ.

                  Til máls tóku: HP, HSv, JJB, JS og HS.
                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra menn­ing­ar­sviðs.

                  • 9. Til­boð Ís­lenska Gáma­fé­lags­ins í efni úr blát­unnu201209291

                    Til máls tóku: HS, JJB, JS og HSv.
                    Um­ræð­ur um með­höndl­un Sorpu bs. á efni úr blátunn­unni og gjaldskrá Sorpu bs. í því sam­bandi. Er­ind­ið lagt fram.

                    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30