11. október 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Herdís Sigurjónsdóttir varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bréf íbúa vegna motocrossbrautar201209065
Áður á dagskrá 1089. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagna framkvæmdastjóra umhverfissviðs og skipulagsnefndar. Hjálagt eru umbeðnar umsagnir.
Fyrir fundinum lágu greinargerðir framkvæmdastjóra umhverfissviðs og skipulagsnefndar og var samþykkt að stjórnsýslusvið sendi bréfriturum svar til samræmis við þau minnisblöð.
2. Völuteigur 25-29, deiliskipulagsbreyting, stækkun lóðar201209370
Áður á dagskrá 1092. fundar þar sem stjórnsýslusviði var falið að ræða fyrirkomulag lóðarstækkunarinnar við lóðarhafa. Hjálagt er minnisblað um niðurstöðu þeirra viðræðna.
Til máls tóku: HP, SÓJ og JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að ganga frá stækkun lóðar gegn greiðslu 625 þús. kr. vegna stækkunarinnar.3. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um kosningar til Alþingis og kosningar til sveitarstjórna201209394
Áður á dagskrá 1092. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var vísað til framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjölskyldusviða til umsagnar. Hjálögð er umsögn sviðanna.
Fyrir fundinum lágu greinargerðir framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjölskyldusviða. Samþykkt með þremur atkvæðum að senda framlagða umsögn.
4. Erindi frá Kyndli201210016
Erindi björgunarsveitarinnar Kyndils þar sem óskað er eftir 600 þús. kr. styrk til byggingar klifurveggs.
Til máls tóku: HP, HS, JS og HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra menningarsviðs.5. Beiðni um styrk vegna kóramóts 2012201210028
Vorboðinn, kór eldiri borgara í Mosfellsbæ óskar eftir styrkveitingu að upphæð 350 þús. kr. vegna árlegs kóramóts sem að þessu sinni fellur í hlut Vorboða að halda.
Til máls tóku: HP, HSv, HS og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til sameiginlegrar umsagnar framkvæmdastjóra menningar- og fjölskyldusviða.6. Hjólreiðar á höfuðborgarsvæðinu - Tillögur Landssamtaka hjólreiðamanna201210041
Afrit af bréfi Landssambands hjólreiðamanna til SSH og sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu þar sem óskað er eftir því að erindið fái afgreiðslu, en í erindinu er óskað eftir því að samgöngur hjólandi verði greiðar, samfelldar, þægilegar, öruggar og sambærilegar við það sem öðrum samgöngumátum er boðið upp á.
Til máls tóku: HP, HSv, JS og HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar skipulagsnefndar.7. Staðgreiðsluskil201210062
Fjármálastjóri leggur fram minnisblað sitt um staðgreiðsluskil vegna fyrstu níu mánaða ársins 2012.
Til máls tóku: HP, HS, JJB og Hsv.
Lagt fram yfirlit yfir staðgreiðsluskil vegna fyrstu níu mánaða ársins 2012.8. Erindi til bæjarráðs vegna stofnunar villidýrasafns201210071
Fjórir fulltrúar og áheyrnarfulltrúar í fastanefndum Mosfellsbæjar óska eftir svörum bæjarráðs vegna fyrirhugaðrar stofnunar villidýrasafns í Mosfellsbæ.
Til máls tóku: HP, HSv, JJB, JS og HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra menningarsviðs.9. Tilboð Íslenska Gámafélagsins í efni úr blátunnu201209291
Til máls tóku: HS, JJB, JS og HSv.
Umræður um meðhöndlun Sorpu bs. á efni úr blátunnunni og gjaldskrá Sorpu bs. í því sambandi. Erindið lagt fram.