Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

13. nóvember 2012 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Elías Pétursson formaður
  • Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
  • Hanna Bjartmars Arnardóttir aðalmaður
  • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jón Sigurðsson 1. varamaður
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.


Dagskrá fundar

Fundargerðir til kynningar

  • 1. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 219201211004F

    Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar á 331. fundi skipu­lags­nefnd­ar
    Til máls tóku: EP, BH, ÓG, ÞJS, HB, JE, JBH, FB og ÁÞ.

    • 1.1. Ark­ar­holt 19, um­sókn um end­ur­bygg­ingu sól­skála og við­bygg­ingu 201211028
    • 1.2. Reykja­hvoll 41, bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn fyr­ir geymslu og eymbað 201211003
    • 1.3. Þor­móðs­dalsl. lnr: 125611 - Bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn fyr­ir við­bygg­ingu, stækk­un á ver­önd og út­gangi. 201207119
    • 2. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 002201211006F

      Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar á 331. fundi skipu­lags­nefnd­ar
      Til máls tóku: EP, BH, ÓG, ÞJS, HB, JE, JBH, FB og ÁÞ.

      • 3. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 220201211012F

        Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar á 331. fundi skipu­lags­nefnd­ar.
        Til máls tóku: EP, BH, ÓG, ÞJS, HB, JE, JBH, FB og ÁÞ.

        • 3.1. Langi­tangi 5, um­sókn um stöðu­leyfi fyr­ir gám­um á lóð­inni 201210201
        • 3.2. Víði­teig­ur 6B, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 2012081949

        Almenn erindi

        • 4. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2013 til 2016201205141

          Framkvæmdastjóri umhverfissviðs gerir grein fyrir tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 fyrir málaflokkinn Skipulags- og byggingarmál.

          Fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs gerði grein fyr­ir til­lögu að fjár­hags­áætlun fyr­ir árið 2013 fyr­ir mála­flokk­inn Skipu­lags- og bygg­ing­ar­mál.
          Til máls tóku: EP, BH, ÓG, ÞJS, HB, JE, JBH .

          Lagt fram til kynn­ing­ar.

          • 5. Leir­vogstungu­mel­ar - ástand svæð­is og um­gengni201005193

            Á 282. fundi 17.8.2010, og var starfsmönnum falið að koma sjónarmiðum nefndarinnar til skila til íSTAKS. Það var gert með bréfi 25.8.2010. (Málið tekið á dagskrá nú að frumkvæði JBE - frestað á 330. fundi)

            Á 282. fundi 17.8.2010 var starfs­mönn­um fal­ið að koma sjón­ar­mið­um nefnd­ar­inn­ar til skila til íSTAKS. Það var gert með bréfi 25.8.2010. Fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs gerði grein fyr­ir stöðu mála á svæð­inu nú.
            Til máls tóku: EP, BH, ÓG, ÞJS, HB, JE, JBH, FB og ÁÞ.

            Skipu­lags­nefnd ósk­ar eft­ir að gerð verði út­tekt á stöðu mála á Leir­vogstungu­mel­um í heild og hún lögð fram á næsta fundi.

            • 6. Að­al­skipu­lag 2011-2030, end­ur­skoð­un á AS 2002-2024200611011

              Borist hefur svar Skipulagsstofnunar vegna tillögu að aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, sem sent var stofnuninni 18.10.2012 til athugunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

              Borist hef­ur um­sögn Skipu­lags­stofn­un­ar dags. 2. nóv­em­ber 2012 vegna til­lögu að að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar 2011-2030, sem sent var stofn­un­inni 18.10.2012 til at­hug­un­ar skv. 3. mgr. 30. gr. skipu­lagslaga.
              Til máls tóku: EP, BH, ÓG, ÞJS, HB, JE, JBH, FB og ÁÞ.

              Nefnd­in ósk­ar ein­dreg­ið eft­ir því við svæð­is­skipu­lags­nefnd að hún gefi um­sögn um til­lögu að að­al­skipu­lagi sem henni var send 25. maí s.l. Nefnd­in fel­ur jafn­framt skipu­lags­full­trúa að gera í sam­ráði við skipu­lags­ráð­gjafa til­lögu um við­brögð við ein­stök­um at­rið­um í um­sögn Skipu­lags­stofn­un­ar.

              • 7. Lands­skipu­lags­stefna 2013-2024, ósk um um­sögn201210004

                Skipulagsstofnun óskar 24. september 2012 eftir umsögn Mosfellsbæjar um tillögu að landsskipulagsstefnu 2013-2024 og tilheyrandi umhverfisskýrslu. Vísað til nefndarinnar til umsagnar á 1092. fundi bæjarráðs. Frestað á 329. og 330. fundi. (Tillagan og fylgigögn hennar liggja frammi á www.landsskipulag.is)

                Skipu­lags­stofn­un ósk­ar 24. sept­em­ber 2012 eft­ir um­sögn Mos­fells­bæj­ar um til­lögu að lands­skipu­lags­stefnu 2013-2024 og til­heyr­andi um­hverf­is­skýrslu. Vísað til nefnd­ar­inn­ar til um­sagn­ar á 1092. fundi bæj­ar­ráðs. Frestað á 329. og 330. fundi.
                Til máls tóku: EP, BH, ÓG, ÞJS, HB, JE, JBH, FB.

                Nefnd­in sam­þykk­ir að fela skipu­lags­full­trúa og vara­formanni að ganga frá um­sögn til bæj­ar­ráðs í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um.

                • 8. Lóð­ir við Gerplu- og Vefara­stræti, ósk um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi.201210298

                  Erindi Ágústs Ólafssonar f.h. fasteignafélagsins Hrundar ehf. dags. 25. október 2012, þar sem óskað er eftir því að deiliskipulagi verði breytt á þremur lóðum við Gerplu- og Vefarastræti, þannig að byggja megi fleiri og minni íbúðir. Erindinu fylgja teikningar til skýringar. Frestað á 330. fundi. (Fulltrúar umsækjanda koma á fundinn kl. 8:00)

                  Er­indi Ág­ústs Ólafs­son­ar f.h. fast­eigna­fé­lags­ins Hrund­ar ehf. dags. 25. októ­ber 2012, þar sem óskað er eft­ir því að deili­skipu­lagi verði breytt á þrem­ur lóð­um við Gerplu- og Vefara­stræti, þann­ig að byggja megi fleiri og minni íbúð­ir. Er­ind­inu fylgja teikn­ing­ar til skýr­ing­ar. Frestað á 330. fundi. Á fund­inn mættu Ág­úst Ólafs­son, Stefán Gunn­laugs­son og Halla H Ham­ar af hálfu um­sækj­enda og gerðu grein fyr­ir er­ind­inu.
                  Til máls tóku: ÁÓ, HHH, EP, BH, ÓG, ÞJS, HB, JE, JBH, FB og ÁÞ.

                  Skipu­lags­nefnd frest­ar af­greiðslu máls­ins og fel­ur formanni, emb­ætt­is­mönn­um og skipu­lags­höf­undi að und­ir­búa um­fjöllun nefnd­ar­inn­ar á næsta fundi.

                  • 9. Holts­göng o.fl., Reykja­vík, - breyt­ing á svæð­is­skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins201102301

                    Svæðisskipulagsnefnd sendir Mosfellsbæ 27.10.2012 tillögu um breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, þ.e. um niðurfellingu Holtsganga og breytingar á byggingarmagni á byggðarsvæði 5, til afgreiðslu skv. 2. mgr. 25. gr. skipulagslaga. Tillagan hefur verið auglýst skv. 24. gr. laganna og samþykkt í samvinnunefnd. Vísað til umsagnar skipulagsnefndar á 1096. fundi bæjarráðs.

                    Svæð­is­skipu­lags­nefnd send­ir Mos­fells­bæ 27.10.2012 til­lögu um breyt­ing­ar á svæð­is­skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, þ.e. um nið­ur­fell­ingu Holts­ganga og breyt­ing­ar á bygg­ing­ar­magni á byggð­ar­svæði 5, til af­greiðslu skv. 2. mgr. 25. gr. skipu­lagslaga. Til­lag­an hef­ur ver­ið aug­lýst skv. 24. gr. lag­anna og sam­þykkt í sam­vinnu­nefnd ásamt um­sögn­um um fram­komn­ar at­huga­semd­ir. Vísað til um­sagn­ar skipu­lags­nefnd­ar á 1096. fundi bæj­ar­ráðs.

                    Frestað.

                    • 10. Ark­ar­holt 19, um­sókn um end­ur­bygg­ingu sól­skála og við­bygg­ingu201211028

                      Sigríður Símonardóttir Arkarholti 19 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að endurbyggja sólskála og stækka íbúðarhúsið að Arkarholti 19 í samræmi við framlögð gögn. Byggingafulltrúi vísar erindinu til umfjöllunar skipulagsnefndar á grundvelli ákvæða 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

                      Sig­ríð­ur Sím­on­ar­dótt­ir Ark­ar­holti 19 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að end­ur­byggja sól­skála og stækka íbúð­ar­hús­ið að Ark­ar­holti 19 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Bygg­inga­full­trúi vís­ar er­ind­inu til um­fjöll­un­ar skipu­lags­nefnd­ar á grund­velli ákvæða 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.
                      Til máls tóku: EP, BH, ÓG, ÞJS, HB, JE, JBH, FB og ÁÞ.

                      Nefnd­in sam­þykk­ir að fela skipu­lags­full­trúa að grennd­arkynna er­ind­ið fyr­ir íbú­um/eig­end­um Ark­ar­holts 16, 17 og 18 og Ak­ur­holts 20.

                      • 11. Hjóla- og göngu­stíg­ar í Reykja- og Teiga­hverfi201210270

                        Umhverfisnefnd fjallaði á 136. fundi sínum þann 25.10.2012 að frumkvæði eins nefndarmanna um ástand hjóla- og göngustíga í Reykja- og Teigahverfi. Niðurstaða umhverfisnefndar var að vísa málinu til umfjöllunar skipulagsnefndar og umhverfissviðs.

                        Um­hverf­is­nefnd fjall­aði á 136. fundi sín­um þann 25.10.2012 að frum­kvæði eins nefnd­ar­manna um ástand hjóla- og göngu­stíga í Reykja- og Teiga­hverfi. Nið­ur­staða um­hverf­is­nefnd­ar var að vísa mál­inu til um­fjöll­un­ar skipu­lags­nefnd­ar og um­hverf­is­sviðs.

                        Frestað.

                        • 12. Stórikriki 29-37, fyr­ir­spurn um að breyta ein­býl­is­hús­um í par­hús á deili­skipu­lagi201211054

                          Gunnlaugur Jónasson arkitekt spyrst 8.11.2012 f.h. Óðins fasteignafélags fyrir um afstöðu nefndarinnar til þess að lóðunum verði skipt upp og þeim breytt í parhúsalóðir. Erindinu fylgja tillöguteikningar.

                          Gunn­laug­ur Jónasson arki­tekt spyrst 8.11.2012 f.h. Óð­ins fast­eigna­fé­lags fyr­ir um af­stöðu nefnd­ar­inn­ar til þess að lóð­un­um verði skipt upp og þeim breytt í par­húsa­lóð­ir. Er­ind­inu fylgja til­lögu­teikn­ing­ar.

                          Frestað.

                          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00